Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 44

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar hið opin-bera þarf aðná mark- miðum eða standa við skuldbindingar er eins og lausnin þurfi alltaf að leynast í vasa skattsgreiðand- ans. Aðeins tvennt kemur til greina; að hækka skatta og álögur eða setja á nýja skatta og álögur. Kveður svo rammt að þessu að tala mætti um áráttu- hegðun. Nýjasta dæmið mátti sjá í umfjöllun í Morgunblaðinu á þriðjudag. Þar kom fram að vegna stóraukinnar olíu- notkunar á Íslandi gæti þurft að efna til enn róttækari aðgerða í loftslagsmálum en boðað hefði verið. Sagði þar að fjármála- ráðuneytið skoðaði nú hvernig beita mætti skattkerfinu til að draga úr mengun frá sam- göngum. Bakgrunnur þessa máls er að olíunotkun hefur snaraukist á Íslandi á undanförnum árum. Árin 2012 til 2016 jókst inn- flutningur á eldsneyti um 77%. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Aukinn hagvöxtur og gróska í ferðaþjónustu blasa við. Ís- lensku flugfélögin hafa einnig sitt að segja. Í Viðskiptamogg- anum í dag kemur fram að Ice- landair hafi keypt kolefniskvóta fyrir tæpan milljarð frá árinu 2012. Þessi uppgangur rímar illa við markmið Parísarsamnings- ins um að draga úr losun kol- díoxíðs um 35-40% fyrir 2030. Ýmsar athuga- semdir má gera við Parísarsam- komulagið. Þar er til dæmis ekkert til- lit tekið til þess hvar lönd eru á vegi stödd í að skipta yfir í end- urnýjanlega orkugjafa. Sömu kvaðir eru á ríkjum, sem hvort sem er þurfa að endurnýja úr- elta innviði, og ríkjum, sem þeg- ar nýta endurnýjanlega orku- gjafa og er í raun refsað fyrir að hafa verið skrefi á undan. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að draga úr losun. Eitt lítið dæmi er tilraun sem sagt var frá í vor um að nota repju sem elds- neyti á fiskiskip í því skyni að kanna hvort hægt sé að nota repjuolíu sem eldsneyti á skipa- flota landsmanna. Hins vegar er verið að skoða hvernig nota megi gjöld til að draga úr mengun frá sam- göngum. Þegar það er skoðað væri kannski ráðlegt að byrja á að skoða hvort slík aðgerð sé líkleg til að hafa áhrif. Fólk er háð sínum bílum og fæstir kom- ast hjá því að nota þá hvað sem sköttum líður. Álögurnar eru nefnilega talsverðar fyrir. Í ár munu skatttekjur ríkisins af ökutækjum nema 50 milljörðum að óbreyttu. Það er dálagleg upphæð og væru þær hug- myndir sem sumir gera sér um áhrifamátt skatta á hegðun réttar ætti hún að hafa dugað til þess að flestir Íslendingar hefðu lagt bílunum sínum fyrir löngu. Enn heilla vasar skattborgaranna}Skattar á skatta ofan Formaðurfrönsku her- stjórnarinnar, Pierre de Villiers hershöfðingi, hefur beðist lausnar. Það gerðist í kjölfar snerru á milli hans og Macrons, forseta Frakk- lands, sem á síðasta orðið um franska herinn. Villiers hershöfðingi hafði andæft áformum forsetans um að spara ríkissjóði milljarð evra með niðurskurði útgjalda til hersins. Sagði hann að gengju þær fyrirætlanir eftir þá gæti hann, sem æðsti yfirmaður her- stjórnarinnar, ekki ábyrgst þær öflugu varnir sem hann teldi forsendu þess, að tryggja mætti öryggi Frakklands og frönsku þjóðarinnar í bráð og lengd. Ekki eru forsendur hér til þess að fullyrða um það hvor hafi meira til síns máls, fjárfest- irinn í forsetastólnum eða her- foringinn. Flestar þjóðir, sem ráða fyrir burðugum her, leitast við að tryggja hlutleysi hersins gagnvart innlendum stjórn- málum. En þótt það sé þýðingarmikið er hitt þýðing- armeira að ekki sé efast um að hið endanlega vald liggur hjá hinum lýðkjörna leiðtoga. Á það grundvallar- atriði var reynt og því varð hershöfð- inginn að víkja. Frægasta dæmið um slík átök voru á milli Harrys S. Trumans, forseta Bandaríkj- anna, og hins lofaða og sigur- sæla hershöfðingja Douglas MacArthurs. Hershöfðinginn leitaði út með ágreining sinn við Truman varðandi herstjórn í Kóreustríði til þings og fjöl- miðla. Loks var forsetanum nóg boðið og hann vék hershöfðingj- anum úr starfi hinn 11. apríl 1951. Flestir trúðu að þá hefði forsetinn lagt í stærri bita en hann væri fær um að kyngja, því hershöfðinginn var í hávegum hafður í Bandaríkjunum. En Truman stóð umrótið af sér. En skaðaðist þó. Þegar Harry S. Truman hætti sem forseti í janúar 1953 sögðu mælingar hann einn óvin- sælasta forseta Bandaríkjanna. Frá þeim tíma hefur afstaðan til forsetans breyst jafnt og þétt og nú er hann talinn í hópi þeirra forseta sem best stóðu sig. Deila á milli forseta Frakklands og æðsta yfirmanns herráðsins rifjar upp frægt fordæmi} Mikilvægt grundvallarefni S tundum heyrast þær raddir að fátt hafi breyst hér á djöflaeyjunni eftir bankahrunið. Eitt risastórt sam- særi, sem mér vitanlega hefur ekki verið rannsakað, eru þær hitatölur sem íslenskum almenningi eru gefnar upp. Sem ábyrgðarfullum góðborgara þykir mér rétt að rjúfa hér þögnina varðandi þetta alvar- lega mál. Varla er hægt að finna heppilegri tíma en þennan, þegar örvæntingarfullir eyj- arskeggjar rjúka nú til með ávísanaheftið að vopni og panta sér pláss á vindsæng á suðræn- um slóðum. Telja margir fullreynt að hið svo- kallaða bongóveður muni láta sjá sig hér þetta sumarið. Hefur þetta gengið svo langt að á dög- unum sást til fyrrverandi yfirmanns menning- ardeildar Morgunblaðsins í D-vítamínleit á Kanaríeyjum. Eftir hrunið viðgengst eins og áður að gefa upp hitatöl- ur sem maður kannast bara ekki við á eigin skinni. Veð- urkortin frá Veðurstofu ríksins sýna manni einn daginn tveggja stafa hitatölu, hægviðri og hálfskýjað. Þegar út á golfvöllinn er komið er þar hver einasta hræða klædd í regngalla, með húfu á höfði, lúffur á höndum og regnhlíf- ina á lofti. Ekki vegna ímyndunarveiki heldur til þess að bregðast við aðstæðum sem upp eru komnar. Ég er viss um að veðurfræðingarnir, með öll sín tæki og tól, kunna alveg að segja fyrir um veðrið. Þar liggur ekki vandinn. Mér þykir sennilegast að bugaðri þjóð sé ekki treyst fyrir hinum raunverulegu hitatölum. Þess vegna birtist þær okkur hærri í veðurspám og veð- urfréttum en þær raunverulega eru. Ég er ekki reyndasti samsæriskenningasmiður landsins en sjálfsagt tekur umhverfisráðu- neytið fram fyrir hendurnar á veður- fræðingum ríkisins og bannar þeim að greina rétt frá hitatölum. Sé þessi kenning mín rétt er almenningur á Íslandi eins og barnið sem er hlíft við sannleikanum vegna þess að það hefur ekki þróað með sér nægilegan skráp til að tak- ast á við tíðindin. Þegar íslenska þjóðarsálin er orðin yfirvegaðri verður okkur ef til vill treyst fyrir hinum raunverulegu hitatölum. Þarna er því um að ræða dæmi þar sem þeim brotlega gengur ef til vill gott til. Í um- hverfisráðuneytinu sér fólk ef til vill fyrir sér að enginn yrði eftir hérna á eyjunni ef raun- verulegar hitatölur lægju bara á lausu eins og hverjar aðrar ómerkilegar upplýsingar, til dæmis skatt- greiðslur fólks. Við skulum heldur ekki vanmeta þá sem fyrir samsær- inu standa. Þarna er líklega hámenntað og eldklárt fólk á ferðinni. Hvernig þetta er nákvæmlega framkvæmt er ég ekki með á hreinu en ég gæti trúað því að í hitatölunum sem bornar eru á borð sé því sleppt að reikna vindkæl- inguna með. Væri hún tekin með væri ávallt eins stafs tala á sumrin, og bláar tölur allan veturinn, með tilheyrandi geðshræringu. Nú getur það varla dregist lengur að ég fái Blaða- mannaverðlaunin. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Eitt stórt samsæri STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Greint var frá því fyrr í vik-unni, að kínverska skipa-félagið Cosco hefði fengiðsamþykkt kauptilboð í keppinaut sinn frá Hong Kong, OOCL, en Cosco-skipafélagið verður við það þriðja stærsta skipafélag heims. Aðkoma kínversks ríkisbanka bendir til þess að samruninn sé gerð- ur með vilja og vitund stjórnvalda þar í landi, en kínversk fyrirtæki hafa einnig verið afkastamikil í að kaupa upp hafnir í Evrópu. Cosco-skipafélagið keypti til dæmis á síðasta ári meirihluta í höfn- inni í Piraeus, hafnarborg Aþenu, og er hún nú þegar einn helsti viðkomu- staður þeirra vara, sem Evrópusam- bandsríkin flytja inn frá Kína. Þá hafa kínversk fyrirtæki einn- ig sótt í sig veðrið annars staðar á helstu siglingaleiðum, en áætlað er að þau hafi keypt hluti í höfnum í öll- um heimsálfum á fyrri hluta þessa árs fyrir upphæð sem nemur um 20 milljörðum bandaríkjadala. Norðurslóðir einnig undir Þessi sókn Kínverja eftir höfn- um við helstu skipaleiðir mun að lík- indum einnig ná til norðurslóða, en áhugi þeirra á málefnum heimshlut- ans hefur verið áberandi á síðustu ár- um. Kínverjar fengu til dæmis auka- aðild að Norðurskautsráðinu árið 2013. Hér á landi hefur þessa áhuga orðið talsvert vart á síðustu árum, meðal annars þegar auðmaðurinn Huang Nubo sóttist eftir því að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þá er kínverska heimsskautastofnunin nú að reisa sérstaka rannsóknarstöð við Kárhól, sem á að fylgjast með norð- urljósunum. Áætlað er að stöðin verði opnuð í haust. Á meðal þeirra sem goldið hafa varhug við áformum Kínverja hér á landi er Ögmundur Jónasson, fyrr- verandi innanríkisráðherra, sem seg- ir að Íslendingar verði að vera var- kárir þegar kemur að samskiptum við erlend stórveldi. Hann segir að mörgum sem fylgist með alþjóðastjórnmálum sé ljóst að kínversk stjórnvöld hugsi mjög langt fram í tímann og vilji halda ýmsum möguleikum opnum og skapa sér ítök sem víðast. „Menn fóru að veita því athygli upp úr alda- mótum hversu mikinn áhuga Kín- verjar höfðu á því að ná sér í eign- arland. Það var nokkuð sem menn tóku eftir í öllum álfum heimsins.“ Umræðuleysið er hættulegast Um kaup Kínverja á höfnum vítt og breitt um Evrópu og víðar segir Ögmundur dæmið frá Piraeus sýna hversu mikilvægt það sé að halda grundvallarsamgöngumannvirkjum í almannaeigu. „Þá spyr ég líka, hver á höfnina í Bremerhaven, er kínverskt eignarhald þar á ferðinni? Mér finnst Íslendingar sýna allt of mikið and- varaleysi í þessari umræðu,“ segir Ögmundur og segir að Íslendingar þurfi að huga að stefnu í þessum efn- um en ekki láta aðra móta framtíð- ina. Vísar hann þar til þess að Bre- menport, rekstraraðili hafnarinnar í Bremerhaven, er að kanna kosti þess að gera Finnafjörð að alþjóðlegri um- skipunarhöfn. „Þegar menn hafa tekið því sem einhverri guðsgjöf að fá alþjóðlega umskipunarhöfn í Finnafirði, eins og er á teikniborðinu, nánast án um- ræðu í þjóðfélaginu finnst mér það bera vott um sinnuleysi sem má ekki vera til staðar.“ Það þurfi því að fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og hugsa okkar gang ræki- lega. „Það hættulegasta af öllu er umræðuleysið,“ segir Ögmundur að lokum. Aukin hafnarumsvif valda áhyggjum AFP Aukin umsvif Kínverska skipafélagið Cosco hefur verið í mikilli sókn. Það verður brátt þriðja stærsta skipafélag í heimi og á hafnir víða um heim. Þrátt fyrir stórsókn Kínverja í að kaupa sér hafnir og hafn- arréttindi hefur auknum um- svifum þeirra ekki alls staðar verið tekið fagnandi. Ákvörðun hafnaryfirvalda í Hamborg um að selja rétt til þess að reisa nýja gámahöfn til kínversku samsteypunnar China Communications Construction Company, CCCC, hefur valdið ólgu meðal annarra hagsmuna- aðila í borginni, sem telja að innlent fyrirtæki hefði átt að hreppa hnossið. Þá hefur einnig verið bent á að Kínverjar myndu ekki leyfa samsvarandi viðskipti í sínu ríki. Olaf Merk, yfirmaður hafna- og flutningadeildar OECD, brást til dæmis við tíðindunum með því að spyrja á Twitter hvenær þýskt fyrirtæki myndi fá að kaupa meirihluta í kínverskri höfn. Spurningin ber með sér að staða evrópskra og kínverskra fyrirtækja sé þar nokkuð ójöfn. Kínverjar fá byggingarrétt ÓLGA Í HAMBORG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.