Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Ljósmynd/Gauti Jóhannesson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Áhugi á fiskeldi er að aukast, það
vantar báta sem eru fljótari í för-
um en tvíbytnurnar,“ segir Vil-
hjálmur B. Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri
Pípulagningarþjónustu Vilhjálms
og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar
á Djúpavogi. Bátasmiðjan er að
þróa harðbotna hraðbáta af mis-
munandi stærðum sem sérstaklega
eru hugsaðir fyrir fiskeldið. Þrír
bátar hafa verið afhentir og sá
fjórði og stærsti, rúmlega níu
metra bátur, er langt kominn.
Vilhálmur hefur unnið að því að
sjóða saman sjókvíar í fimmtán ár.
Það hófst með því að stór framleið-
andi, Aqualine í Þrándheimi, fól
fyrirtækinu að setja saman eld-
iskvíar í Noregi á árinu 2002. Síðan
hefur fyrirtækið verið með mikil
verkefni fyrir Aqualine, mest í
Noregi en einnig víðar um Evrópu
og allt suður til Tasmaníu í Eyja-
álfu. Einstaka verkefni hafa verið
við sjókvíar hér á landi, þegar sjók-
víafyrirtæki hafa keypt búnað frá
þessu fyrirtæki. Fram undan eru
verkefni í Ástralíu og víðar.
Vilhjálmur er með sjö menn fast
í sjókvíasamsetningum, við bætast
afleysingamenn og skrifstofumaður
hér heima. Þeir byrja í janúar og
vinna fram á haust.
Ekkert lát á uppbyggingu
„Mikil uppbygging er í eldi í
Noregi, það virðist ekkert lát vera
á því. Mest eru þetta nýjar stöðvar
en einnig endurnýjun á eldri.
Sjókvíarnar verða sífellt stærri og
öflugri,“ segir Vilhjálmur.
Talsverð umræða hefur verið um
hættuna á því að lax sleppi úr kví-
um, í tengslum við uppbyggingu
sjókvíaeldis hér á landi. Vilhjálmur
bendir á að hringirnir séu mjög öfl-
ugir. Nótin sem haldi fiskinum inn-
an kvíanna sé veiki hlekkurinn en
alltaf sé verið að bæta þann búnað
einnig.
„Ég hef hitt marga fiskeld-
ismenn en veit ekki um neinn sem
ekki leggur áherslu á að hafa hlut-
ina í lagi,“ segir Vilhjálmur. Hann
segir að fiskeldismenn í Noregi
taki ábyrgð sína alvarlega. Enginn
vilji missa fisk og komast um leið í
brennidepil hjá náttúruvernd-
arfólki.
Vilhjálmur segir að mikil verk-
efni skapist í byggðarlögum þar
sem fiskeldi byggist upp. „Þetta er
hátækniiðnaður með fjölda starfa,“
segir hann.
Þróun báts er þolinmæðisverk
Vilhjálmur hugsaði sér bátasmíð-
ina sem íhlaupavinnu, þegar minna
væri að gera við samsetningu eld-
iskvía úti í Noregi. Notað er að
hluta til sama efni og er í eld-
ishringjunum. Hann segir að það
kalli á mikla vinnu, þolinmæði og
kostnað að þróa nýja gerð af báti.
Smíðar báta fyrir fiskeldi
Fyrirtæki á Djúpavogi hefur unnið í 15 ár við að setja saman laxakvíar í Noregi og víða úti um heim Verkefni
framundan í Ástralíu Dauði tíminn notaður til að þróa hraðbáta fyrir fiskeldismenn Þrír bátar þegar afhentir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stýrishúsið Vilhjálmur segir þróun báts þarfnast bæði vinnu og þolinmæði.
Við bryggju Hraðbátarnir eru
sérstaklega hugsaðir fyrir fiskeldið.