Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem end- urvinnur veiðarfæri til fulls. Bret- inn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðj- una hérlendis en hann segir Ís- land ákjósanlegt land fyrir starf- semi af þessum toga. Rendle-Barnes hefur verið í endurvinnslubransanum í 18 ár. Hann byggði tvær verksmiðjur sem hann síðar seldi og starfar í dag sem þróunarstjóri hjá endur- vinnsludeild fyrirtækisins Avanti Environmental í Bretlandi. Nú er stefnan sett á Ísland. Nýti bara það verðmætasta „Þetta yrði fyrsta verksmiðjan sem endurvinnur veiðarfærin að fullu. Sum fyrirtæki segjast end- urvinna veiðarfærin en þau nýta bara verðmætasta hlutann og henda rest,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Rendle-Barnes kom til Íslands fyrir tveimur árum til þess að kanna hversu fýsilegt væri að koma upp starfseminni. Hér hitti hann Sigurð Halldórsson, fram- kvæmdastjóra Pure North Recycl- ing, og leiddu þeir hesta sína sam- an. „Ég ræddi við Sigga um það hvernig við gætum haldið virðinu innan landsins, í svona efnahags- legri hringrás. Ísland hefur grænt orðspor en það eru tækifæri vegna þess að það er enn verið að setja mikið magn af plasti í landfyll- ingar eða flytja það til annarra landa.“ Mikill kostnaður í hreinsun Í veiðarfærum eru þrjár gerðir af plasti. Tvö er hægt að end- urvinna með sérstökum búnaði en þriðja efnið þarf að höndla með efnablöndun. Hjá Avanti Environ- mental hefur Rendle-Barnes ein- blínt á efni sem eru erfið viðfangs en það getur verið kostnaðarsamt að endurvinna þau. „Þetta eru efni sem þurfa með- höndlun svo hægt sé að gæða þau virði, gera neikvætt virði að já- kvæðu. Ef þú hefur mengað efni þarftu að hreinsa það og í mörg- um löndum getur falist mikill kostnaður í því, en jarðvarminn á Íslandi býður upp á mörg tæki- færi.“ Skotar skerast í leikinn Tæknin sem notast verður við var upphaflega hönnuð fyrir ann- ars konar ferli og verður verk- smiðjan því nýjung í þeim skiln- ingi. Endanleg ákvörðun um staðsetningu verður tekin í ár en Ísland er ekki eina landið sem kemur til greina. Að sögn Rendle- Barnes hefur skoska heimastjórn- in sýnt verkefninu mikinn áhuga. „Skotar vilja endilega fá verk- smiðjuna en ég held að það séu meiri tækifæri á Íslandi vegna jarðvarmans og tengslanna sem ég hef myndað hérna.“ Allir séu með á vagninum Stefnt er á að hefja samstarf við útgerðirnar um veiðarfæri og eru nú þegar hafnar viðræður þess efnis. Það er til mikils að vinna en Rendle-Barnes segir að fyrir hvert tonn sem er framleitt af endurunnum vörum sparist 1,7 tonn af olíu. „„Build it and they will come,“ sagði Kevin Costner en það getur verið dýrt spaug,“ segir hann. „Þetta er stór fjárfesting og í slík- um tilvikum viltu vera viss um að allir séu með á vagninum.“ Vill ryðja brautina í endurvinnslu veiðarfæra  Verksmiðjan yrði sú fyrsta í heiminum sem endurvinnur veiðarfæri að fullu  Jarðvarmi Íslands sagður bjóða upp á mörg tækifæri  Skoska heimastjórnin einnig sýnt verkefninu mikinn áhuga  Stefnt á samstarf við íslensku útgerðirnar og viðræður hafnar  Þrjár gerðir af plasti í veiðarfærum Morgunblaðið/Golli Stórhuga Paul Rendle-Barnes segir að meiri tækifæri séu á Íslandi en í Skotlandi, til dæmis vegna jarðvarmans sem hér er að finna. Myndin sýnir frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði. Morgunblaðið/Golli Þróunarstjóri Paul Rendle-Barnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.