Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Skeifunni 8 | Kringlunni 4-12 | Glerártorgi, Akureyri | Sími 588 0640 | casa.is
Hugmyndir í jólapakkann
Cuero Mariposa
Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari
Hannaður 1938
Íslensk gæra
verð 209.000,-
Leður verð 149.000,-
Skoðaðu úrvalið
á nýju heimasíðunni
okkar
casa.is
Alexandra Sif Tryggvadóttir
alexandrasif@mbl.is
Árið 2007 byrjaði Bjarni að inn-
rétta efri hæð verkstæðisins sem
íbúð og flutti þar inn ári seinna en
neðri hæðina notar faðir Bjarna
enn sem verkstæði.
„Ég sá alltaf fyrir mér að búa í
svona hálfgerðu lofti eins og í
New York eða San Francisco,“
sagði Bjarni en hann bjó í San
Francisco í mörg ár þar sem hann
kláraði meistaranám í myndlist.
Loftíbúðir eru vinsælar í stór-
borgum Bandaríkjanna og ein-
kennast af opnum og björtum
rýmum sem áður voru notuð fyrir
einhverskonar iðnað. „Lofthæð
íbúðarinnar er mjög há og ekkert
nema flot á gólfunum en við vilj-
um ekkert annað,“ segir Bjarni
um íbúð þeirra hjóna.
Bjarni segir íbúðina vera með
„bóhemískt vintage lúkk“ en þeim
hjónum finnst gaman að blanda
saman fjölbreyttum hönn-
unarstefnum. Bjarni smíðaði mat-
arborðið og sófaborðið á heimilinu
sjálfur en svo eru þau með stóla
frá alls kyns hönnuðum eins og
Chesterfield, Bauhaus og Le
Corbusier.
„Þetta er ekkert mjög fínt eða
pússað,“ segir Bjarni þegar hann
ber íbúð þeirra hjóna saman við
týpískt íslenskt heimili. „Þetta er
meira svona kaótískt, en samt al-
Morgunblaðið/Hanna
Innlit í loftíbúð í Kópavoginum
Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir. Húsið byggði faðir Bjarna á árunum 1978 til 1983 og var það upphaflega hugsað sem verkstæðishúsnæði.
Borðstofuborð Bjarni smíðaði borðið sem er fjögurra metra langt.
Plexígler Listaverk Bjarna eru notuð til að
skipta upp rýmum heimilisins.