Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
TIPPAÐU Á EM MEÐ K100
Tippaðu á leik dagsins á mbl.is
og þú gætir unnið glæsilega vinninga!
Áfram Ísland!
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
Á morgun, föstudag, kemur út
lagið Litir regnbogans sem verður
opinbert lag Hinsegin daga 2017.
Daníel Arnarsson flytur lagið en
hinn kunni lagahöfundur Örlygur
Smári vann lagið með honum. Daníel
er nýútskrifaður úr Háskóla Íslands
með BA-gráðu í félagsfræði og starf-
ar sem framkvæmdastjóri Samtak-
anna 78 auk þess sem hann sinnir
sönglistinni í hjáverkum. „Ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á söng og
tónlist og hef sungið á síðustu tíu ár-
um í afmælum, brúðkaupum, jarð-
arförum og í raun við hvaða tilefni
sem er. Á sama tíma hef ég reynt
fyrir mér með nokkrum hljóm-
sveitum, unnið með lagahöfundum,
tekið upp demó og þess háttar,“ seg-
ir Daníel þegar hann er spurður út í
bakgrunn sinn í tónlist.
Grísku goðin innblástur
Daníel segir að hann hafi lengi
langað til þess að gera eitthvað fyrir
Hinsegin daga en ekki vitað hvar
styrkur sinn lægi fyrir hátíðina. „Ég
hef komið fram á síðustu opn-
unarhátíðum og hef haft mjög gam-
an af því en svo fór ég að pæla með
lag fyrir Hinsegin daga, hafði sam-
band við stjórn Hinsegin daga og
þau voru til í að vinna þetta með
mér. Ég hafði rakleiðis samband við
Örlyg Smára, því ég hef alltaf haft
mikið dálæti á honum og hans mús-
ík, og hann í raun sagði já strax og
var mjög til í þetta verkefni. Textinn
er svo saminn af manninum mínum,
Hólmari Hólm, sem er menntaður í
fornfræði, grísku og latínu, sem út-
skýrir kannski ýmsar vísanir í
gríska og rómverska guði og gyðjur,
sem binda textann í raun saman,“
segir Daníel og bætir við að lagið sé
óður til ástarinnar, regnbogans og
grísku goðanna Afródítu, Erosar og
Írisar. „Kveikjuna að laginu má
rekja til fornra höfunda og heim-
spekinga, eins og Hesíódosar og
Parmenídesar, sem nefna Eros
einna fyrstan í tilurð heimsins en
hann þekkja flestir sem guð ást-
arinnar, Amor. Þannig er heimurinn
ekkert án ástarinnar, sem Eros og
Afródíta standa fyrir. Eins tekur
regnboginn á sig aðra mynd en hann
var tákn sendigyðjunnar Írisar sem
sá um að tengja ólíka heima guða og
manna. Nú er regnboginn auðvitað
tákn fjölbreytileikans og þar sem
ólíkir heimar mætast gefur fjöl-
breytileikinn lífinu lit,“ segir Daníel.
Verðmætt að
vera hluti af hátíðinni
Daníel segir það vera góða til-
finningu að gera lag fyrir Hinsegin
daga. „Það er ótrúlega verðmætt að
vera hluti af þessari hátíð sem mér
þykir afskaplega vænt um því hún
sameinar alla í ástinni. Sama hver þú
ert eða hvaðan þú kemur þá geturðu
fagnað ástinni með öllum öðrum á
Hinsegin dögum,“ segir Daníel sem
mun koma fram á hátíðinni og flytja
lagið. „Ég mun koma fram á opn-
unarhátíð Hinsegin daga sem fram
fer í Gamla bíó 10. ágúst og mjög lík-
lega á stóra sviðinu á laugardeginum
þegar ganga fer fram,“ segir Daníel.
Eins og áður segir kemur lagið út á
morgun, föstudag, og verður það
frumflutt á K100 klukkan 11:30 í
fyrramálið.
Óður til
ástarinnar og
regnbogans
Hátíðin Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8.-13.
ágúst Sérstakt einkennislag hátíðarinnar verður gefið út í ár.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson
Einkennislagið Örlygur Smári
semur lagið ásamt Daníel.
Fjölbreytileiki Hinsegin
dagar 2017 fara fram
dagana 8.-13. ágúst í ár.
Skapandi Daníel ásamt mann-
inum sínum Hólmari Hólm
sem semur texta lagsins.