Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Ný glæsileg heimasíða acredo.is Hátúni 6a Sími 577 7740 carat.is acredo.is Trúlofunarhringir fh Giftingarhringir fh Demantsskartgripir Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Útvarpsstöðin K100 er í stöðugum vexti um þessar mundir og bætir nú við sig öflugum mannskap sem mun standa vaktina í útvarpinu í sumar. Dans Hans liggur á línunni Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson leysa Svala og Svavar af í sumar og endurnýja kynnin hvort af öðru, en heil kyn- slóð krakka ólst upp með Bárði og Birtu í Stundinni okkar á RÚV, sem þau léku. „Mér finnst gríð- arlega gaman að vinna í útvarpi, ég var með þátt á Rás 2 í nokkur ár með Atla Þór Albertssyni. Þetta er fjölbreytt og skemmtileg vinna,“ segir Jóhann, eða Jói eins og hann er alltaf kallaður, og bætir við að ekki skemmi fyrir að fá að takast á við þetta verkefni með Þóru vin- konu sinni. Eðli málsins samkvæmt þarf að vakna snemma þegar mað- ur stjórnar morgunþætti og segir Jói það ganga fínt að vakna á morgnana. „Vekjaraklukkan er stillt á 05:45 og þó ég sé hálfnaður á Selfoss þegar ég kem af Seltjarn- arnesi þá næ ég að koma mér upp í Hádegismóa á um það bil 12-15 mínútum án þess að brjóta umferð- arlög. Það eru ekki margir á ferð- inni á þessum tíma,“ segir Jói og bætir við að hann sé A-manneskja í vinnslu. „Ég var mikill B-maður en hef á síðustu árum verið að fær- ast í A þannig að þetta venst og er hætt að vera vont,“ segir Jói og brosir. Eins og fram kom hér að ofan störfuðu Þóra og Jói lengi saman í Stundinni okkar. „Við unn- um saman á hverjum degi í um það bil fjögur og hálft ár, síðast að ein- hverju ráði 2006 en höfum haldið sambandi. Hún flutti til Bahama og fór svo á kaf í veitingageirann og ritstörf en það er dásamlegt að rifja upp sambandið. Við erum miklir vinir og eigum mjög auðvelt með að vinna saman. Hún er svo skemmtileg,“ segir Jói og bætir við að upplegg þáttanna verði að hafa gaman og koma hlustendum rétt- um megin fram úr rúminu á morgnana. Jói segir að Birta og Bárður muni ekki spila rullu í þættinum en þó hefur gamall vinur bankað fast á hurðina undanfarna daga. „Dans-Hans liggur á línunni. Við þorum ekki að hleypa honum að,“ segir Jói og hlær. Verður með EM á hreinu Valtýr Björn Valtýsson er flestum landsmönnum kunnur fyrir störf sín í fjölmiðlum. Valtýr er nú mættur til leiks á K100 og mun flytja hlustendum fréttir af gengi stelpnanna okkar á EM í knatt- spyrnu sem fer fram í Hollandi um þessar mundir. „Mér líst mjög vel á K100. Starfsandinn hér er æð- islegur og það má segja að þessi stöð sé lítil og krúttleg en á hraðri uppleið. Ég er fenginn hingað vegna EM kvenna í fótbolta og það verkefni leggst vel í mig. Vonandi verður íslenska liðið sem lengst í keppninni en þrátt fyrir tap í fyrsta leik gegn Frökkum þá lofar leikur liðsins góðu upp á fram- haldið að gera,“ segir Valtýr og bætir við að hann muni einnig læða sér inn í önnur verkefni á stöðinni á næstunni. „Ég er með fastar inn- komur í morgunþættinum sem og í Magasíninu. Þá læðir maður sér inn annars staðar og á laugardag leikur Ísland sinn annan leik í riðl- inum og þá verð ég ásamt Kristínu Sif í loftinu frá kl. 12-16 en leik- urinn hefst klukkan 16,“ segir Val- týr, en hann mun einnig taka þátt í að skemmta landsmönnum um verslunarmannahelgina á K100. Valtýr er nokkuð bjartsýnn á gengi stelpnanna á mótinu. „Ég held og vona að þær eigi eftir að komast í 8-liða úrslit að minnsta kosti. Þær eru með risastórt hjarta, eru skipulagðar og agaðar í leik sínum. Þetta á vonandi eftir að fleyta þeim langt,“ segir Valtýr. Hefur rennt hýru auga til útvarpsins Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona, betur þekkt sem Rikka, hefur gengið til liðs við síð- degisþáttinn Magasínið á K100 og mun leysa af Huldu Bjarnadóttur sem er í sumarfríi. Rikka hefur áralanga reynslu úr fjölmiðlum og hefur starfað við sjónvarp og prentmiðla en spreytir sig nú í fyrsta sinn í útvarpi. Rikka segir það leggjast vel í sig að hefja störf í útvarpi. „Ég hlusta mikið á út- varp og hef rennt hýru auga til miðilsins undanfarið, þetta er því ljómandi skemmtilegt tækifæri sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Rikka. Hún er hvað þekktust fyrir störf sín í sjónvarpi á Stöð 2 og segir hún ekki mikinn mun vera á miðlunum. „Hvort tveggja snýst um að undirbúa sig vel og vera maður sjálfur í því sem maður er að fást við. Mér finnst því kær- komin áskorun að vera í beinni út- sendingu í útvarpi og sjónvarpi á sama tíma,“ segir Rikka, en K100 sendir einnig út í sjónvarpi á K100.is og á Rás 9 í Sjónvarps- þjónustu Símans. Öflugt fólk stendur vaktina í sumar Morgunblaðið/Golli Kvíðablandin tilhlökkun Þóra og Jói þegar þau voru upplýst um að það þyrfti að stilla vekjaraklukkuna á 05:45! Við hljóðnemann Rikka hefur rennt hýru auga til útvarpsins og hlakkar til að starfa í Magasíninu. Reynslubolti Valtýr Björn spáir því að stelpurnar okkar komist í 8-liða úrslit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.