Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 68
68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Útilegur og útivist
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í sumar stendur Elín Esther Magn-
úsdóttir vaktina á tjaldsvæðinu við
Úlfljótsvatn. Hún er skáti með meiru,
hefur yndi af útivist og er rétta mann-
eskjan til að leita til þegar vantar góð
ráð fyrir útileguna.
Elín segir ekki hlaupið að því að
gefa algild ráð um hvernig á að und-
irbúa útilegu. „Í dag ferðast fólk á svo
fjölbreyttan hátt og á tjaldsvæðinu
okkar sjáum við t.d. allt frá ferða-
löngum sem eru að skoða landið á
reiðhjóli með allt sitt hafurtask í
þremur litlum töskum yfir í fjöl-
skyldur sem koma með tíu metra
hjólhýsi með gervihnattamóttakara í
eftirdragi. Báðir eru þessir hópar í
útilegum, en eru að sækjast eftir
gjörólíkri upplifun.“
Sjálf grípur Elín oft til þess ráðs að
setja upp excel-skjal þar sem hún
skipuleggur hvað taka þarf með í
lengri ferðir. „Það þarf að hugsa um
grunnþarfirnar, sem eru þær sömu
hjá öllum: við þurfum að sofa og
borða, okkur þarf að vera hlýtt og
það er voðalega gott ef það er líka
gaman hjá okkur.“
Notalegur nætursvefn
Nokkrir hlutir eru ómissandi, þeg-
ar Elín heldur af stað út í náttúruna:
„Það er útbreidd mýta hjá Íslend-
ingum að fólki verði að vera kalt þeg-
ar sofið er í tjaldi. En við sem gerum
það að gamni okkar að sofa uppi á
jöklum vitum að til er einfalt ráð til að
leysa þennan vanda og nokkuð sem
margir gleyma: að hafa góða dýnu til
að einangra svefnpokann frá jörðinni.
Þessar dýnur geta kostað sitt, en
verðið á þeim nær samt ekki upp í
kaupverðið á dráttarbeisli á góðu
hjólhýsi.“
Það er ágætt að vera vel útbúinn
og í fötum sem halda líkamanum
þurrum og hlýjum. En Elín segir
marga gera þau mistök að kaupa mun
fullkomnari og dýrari útivistarfatnað
en þörf er á ef ætlunin er að fara í
ósköp venjulega íslenska útilegu.
„Það er auðvelt að láta glepjast af
flottum merkjum, en líka auðvelt að
skjóta hátt yfir markið í búnaði. Rán-
dýr þriggja laga fatnaður er til dæm-
is ekki endilega nauðsynlegur í
dæmigerðar útilegur og gönguferðir
og flíkur sem eru frekar gerðar fyrir
erfiðar vetrarferðir,“ útskýrir Elín.
„Þriggja laga fatnaðurinn hefur þann
eiginleika að anda vel, en það er
nokkuð sem við þurfum ekki á að
halda á sumrin og dugar þá einfald-
lega að renna niður ef fólki verður of
heitt. Í sjálfu sér kemur fullkomni
búnaðurinn ekki niður á útilegunni,
að öðru leyti en því að fólk borgar of
mikið fyrir hann.“
Ferðast létt og útsofin
Segir Elín ekkert til að skammast
sín fyrir að taka með meira en minna,
en samt sé alltaf gott að geta sloppið
við að burðast með óþarfa í útileg-
unni. „Með reynslunni má byrja að
sigta út hvað það er sem raunveru-
lega er notað í útilegunum og hvað
hefði alveg mátt skilja eftir heima. Að
rogast ekki um með of mikið af dóti
er hluti af því að upplifa frelsið í nátt-
úrunni.“
Fleira en rétti útbúnaðurinn lætur
útileguna heppnast vel: „Ég myndi
segja að það væru lykiltriði að fá góð-
an nætursvefn og borða vel. Fyrir
mig persónulega var það ákveðin
uppljómun að skilja að maður þyrfti
ekki að borða núðlur í öll mál í útilegu
og vel hægt að láta það eftir sér að
elda góðan mat í ferðinni.“
Er líka óþarfi að vera í algjörum
spreng í útilegunni. „Eitt af því sem
mér finnst skipta mestu máli er að
muna að hægja aðeins á mér, vera
ekki að rembast við að komast yfir
tuttugu áfangastaði á einni helgi
heldur leyfa mér að slaka á með fjöl-
skyldunni og njóta samverunnar.“
Síminn látinn í friði
Þessu tengt reynir Elín líka að lág-
marka notkun raftækja í útilegum og
kveðst ekki nota farsímann nema í
hana sé hringt. Segir hún sérstaklega
vert að prófa það með unga fólkinu að
slökkva á raftækjunum. „Við erum
með skólabúðir hér á Úlfljótsvatni á
veturna og tökum á móti nokkur
hundruð börnum yfir veturinn. Gildir
sú regla að ekki má vera með síma á
meðan dvalið er í búðunum og það
fyrsta sem við gerum við komu
barnanna er að fara í tveggja tíma
fjallgöngu, sama hvernig viðrar. Þeg-
ar komið er upp á fjall með hóp af 14-
15 ára krökkum er algengt að þau
væli bæði yfir veðrinu og símal-
eysinu, en svo gerist eitthvað innra
með þeim þegar við byrjum að fikra
okkur niður í móti og þau fara að átta
sig á hvað þau hafa afrekað og fer að
líka við útivistina,“ segir hún. „Þar
með er ekki sagt að það sé nokkuð at-
hugavert við að halla sér aftur í hjól-
hýsinu á kvöldin og horfa á fréttirnar
í símanum eða jafnvel á flatsk-
jássjónvarpi, en það er einfaldlega
önnur upplifun.“
En hvert á að halda? Ef dæmigerð
íslensk vísitölufjölskylda ætlar að
skapa góðar útileguminningar, hvert
á að setja stefnuna? Ætti kannski að
elta veðrið, eða forðast kraðakið við
vinsælustu náttúruperlurnar? „Sjálf
reyni ég að velja staði sem bjóða upp
á fallegt útsýni og möguleika á að
skoða mig um á nokkuð stóru svæði.
Ég vil líka hafa aðgang að vatnssal-
erni og heitum sturtum og að eitt-
hvað sé í boði fyrir yngstu fjölskyldu-
meðlimina,“ segir Elín. „Oft er
stefnan sett á vinsæla staði á borð við
Ásbyrgi eða Hamra við Akureyri, og
leitað að góðu tjaldstæði á vefsíðum
eins og www.tjalda.is, en svo er þeirri
reglu fylgt að ef við keyrum fram hjá
tjaldsvæði sem okkur líst vel á þá ein-
faldlega er stoppað þar þá nóttina.“
Morgunblaðið/Kristján
Ekki fara dýnulaus í útilegu
Elín Esther segir dýnuna einangra svefnpokann frá kaldri jörðinni, og ætti það að bæta nætur svefninn
Það gerir útileguna skemmtilegri að borða góðan mat og vera ekki í algjörum spreng á milli áfangastaða
Morgunblaðið/Hanna
Rólegheit Elín Esther Magnúsdóttir segir allt í lagi að hægja stundum ferð-
ina. Að vera á miklum þeytingi í útilegu er ekki endilega skemmtilegt.
Eitt er það sem ekki má
gleyma að taka með í útileg-
una: ruslapokinn. Segir Elín
að flestir gangi vel um og
skilji ekki annað eftir sig í
náttúrunni en fótsporin. Virð-
ist það einkum á stórum hátíð-
um sem slæm umgengni getur
farið úr böndunum, en það vill
líka henda að fólk gerir óvilj-
andi mistök. „Ég varði einmitt
drjúgum parti af mánudeg-
inum í að hreinsa upp rusl af
hluta af tjaldstæðinu okkar
við Úlfljótsvatn því einhver
hafði skilið eftir ruslapoka úti
og refurinn komist í og tætt
um allt svæðið,“ segir Elín og
hamrar á því að nokkrir sam-
anbrotnir ruslapokar séu
ómissandi hluti af útilegubún-
aðinum. „En það verður líka
að ganga rétt frá ruslinu og
muna að villtu dýrin geta sótt í
ruslapoka sem skildir eru eft-
ir.“
Ruslapokinn er
ómissandi
Minningar Börn að leik á
tjörn við tjaldsvæði. Ekki má
gleyma að finna eitthvað
skemmtilegt fyrir yngstu
kynslóðina að dunda sér við.