Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
✝ Halldór Þórð-arson fæddist
19. nóvember 1933
á Stóra-Fljóti í
Biskupstungum.
Hann lést 6. júlí
2017 á Dvalarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði.
Foreldrar hans
voru Þorbjörg Hall-
dórsdóttir, f. 1892,
d. 1967, og Þórður
Kárason, f. 1889, d. 1968, sem
bjuggu lengst af á Litla-Fljóti.
Hann var eina barn foreldra
sinna en þau ólu einnig upp Ás-
laugu Magnúsdóttur og Alfreð
Jónsson. Þau eru bæði látin.
Halldór kvæntist Guðmundu
Júlíönu Tyrfingsdóttur, f. 1930.
Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Þórður Jó-
hannes, f. 1956, búsettur á
Litla-Fljóti, Tyrfingur, f. 1958,
búsettur á Eyrarbakka, Björg,
f. 1963, búsett í
Ölfusi, og Kristín
Margrét, f. 1964,
búsett í Svíþjóð.
Barnabörnin eru
átta talsins og
barnabarnabörnin
fimm.
Við sex ára ald-
ur flutti Halldór að
Litla-Fljóti með
foreldrum sínum
og bjó þar síðan
allan sinn búskap. Á yngri ár-
um stundaði hann nám við
smíðaskólann í Hólmi og
búnaðarnámskeið í Stóru-
Sandvík. Áhugi hans beindist
ávallt að ættfræði og kveðskap.
Síðustu æviárunum eyddi hann
á Dvalarheimilinu Ási í Hvera-
gerði.
Útför Halldórs fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 20. júlí
2017, og hefst athöfnin kl. 14.
Jarðsett verður á Torfastöðum.
Kominn er sá tímapunktur í líf-
inu að við kveðjum okkar hjarta-
hlýja og yndislega afa. Minning-
arnar streyma og setjum við
nokkrar niður á blað til að minn-
ast hans.
Afi Dóri var bóndi í Biskups-
tungunum og munum við eftir til-
hlökkuninni að komast í sveitina í
öllum fríum. Þar fengum við að
bralla mikið með honum í úti-
störfunum og var hann þolinmóð-
ur og yfirvegaður í að kenna okk-
ur handtökin. Tilraunir með
rabarbara, kúmentínsla og við-
gerðir með baggaböndum eru
nokkur atriði sem koma upp í
hugann á meðan við ritum þessi
orð. Við munum svo sannarlega
sakna þess að fá ekki kúmenið
hans afa til að setja í uppskriftina
að brauðinu sem við fengum hjá
ömmu.
Hann unni landinu, fjölskyld-
unni og sveitinni sinni mikið.
Hann fór ófáar ferðirnar og alltaf
sagði hann sögur eftir á. Að
mörgu leyti má segja að Hvítár-
nes hafi verið einn af hans uppá-
haldsstöðum og hafði hann gam-
an af því að segja okkur sögur af
draugnum þar. Afi var mikill
sagnamaður og áhugamaður um
ættfræði. Þegar hann sagði sögur
fyllti hann inn í þær með alls kon-
ar upplýsingum og vísum sem
gerði það að verkum að sögurnar
urðu langar. Alltaf komst hann þó
aftur á sporið og eftir sátu ofsa-
lega miklar upplýsingar.
Hann var mikill grúskari og
safnari og hélt mikið upp á hand-
verk og bækur. Ef okkur vantaði
upplýsingar um forna hætti þá
var hann hafsjór. Hann var einnig
handlaginn maður og mikill smið-
ur. Hann eyddi ófáum stundum í
gamla bænum og smíðaði marga
fallega hluti sem við höldum mik-
ið upp á. Einnig metum við vís-
urnar sem hann samdi en það má
segja að afi hafi getað allt. Hann
var sannkallaður súperafi.
Afi tók sér góðan tíma í að
hlusta á hvað við vorum að brasa
og var áhugasamur um líf okkar.
Hann hvatti okkur áfram og var
stoltur af afrekunum.
Elsku afi, mikið ofsalega eigum
við eftir að sakna þín. Þótt við get-
um ekki leitað til þín þá gerum við
það í hjarta okkar og í minning-
unum því þar munt þú ávallt vera.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Júlíana Tyrfingsdóttir,
Garðar Tyrfingsson og
Halldór Tyrfingsson.
Kæri Halldór.
Það eru orðin nokkur ár síðan
ég hitti þig fyrst, þegar Júlíana
bauð mér fyrst að koma með ríð-
andi í réttir. Mikið er ég fegin að
hafa þegið það boð, því að það var
upphafið að því að ég eignaðist
aukafjölskyldu. Allir tóku mér
svo vel, þú bauðst mig velkomna
og sagðir að ég mætti haga mér
eins og heima hjá mér. Það var
alltaf svo gaman að hitta þig og
hlusta á þig segja sögur. Eitt sinn
hafðirðu áhyggjur af því að mér
leiddist að hlusta á „svona gamlan
karl röfla“. Ég svaraði að mér
þætti nú vænt um þennan gamla
karl, þar sem ég ætti engan afa á
lífi til að segja mér sögur. Þú
varst snöggur að svara: „Ætli þú
megir ekki eiga svolítið í mér.“
Mikið þótti mér vænt um þessa
setningu og það hefur einkennt
samskipti mín við þig og alla þína
fjölskyldu. Mér finnst eins og ég
eigi bara pínulítið í ykkur öllum.
Ég mun varðveita minningu þína í
hjarta mínu. Hvíl í friði, kæri vin-
ur.
Dóra Guðrún Ólafsdóttir.
Halldór á Litla-Fljóti var jöfur
sinnar sveitar. Ekki að hann bæri
það með sér enda ævilangt frem-
ur heilsulítill bóndi. En ríki hans í
Tungum var bæði stærra og
merkara en svo að stundarleg vel-
ferð skipti þar nokkru. Enginn
annar Tungnamaður reiddi inn í
21. öldina jafn magnaðan fjársjóð
sagna og minninga. Og Dóri hafði
einstakt lag á að njóta þessa arfs
og auðga með honum líf sitt og
annarra.
Bar hér margt til að skapa
Dóra sérstöðu í samfélagi mann-
anna. Þótt fæðing hvers manns sé
vissulega kraftaverk þá átti það
enn frekar við en endranær hinn
19. nóvember 1933 þegar hús-
freyjan Þorbjörg Halldórsdóttir
frá Hrosshaga fæddi einkasoninn
Halldór. Hún var komin yfir á
fimmtugsaldur og hafði verið í
barnlausu hjónabandi í 13 ár. Og
þar með var ekki öll sagan sögð
því í stórfjölskyldu Þorbjargar
húsfreyju var barnsfæðing þessi
mikil tímamót.
Sex af átta bræðrum frá
Bræðratungu kvæntust en ef frá
var talinn Þórður eldri sem týnd-
ist til Ameríku hafði enginn
þeirra náð því að verða afi. Þegar
hér var komið sögu var það mót
öllum vonum að orðið gæti. Á
þriðja áratug 20. aldar efaðist
enginn um að hérlendis yrði al-
dauða öll ætt Halldórs Þórðar-
sonar hreppstjóra í Bræðra-
tungu. Með óvæntri fæðingu
Dóra varð þar breyting.
Þessi einkasonur á Fljóti varð
við fæðingu arftaki mikillar sögu
sem hann varðveitti af trú-
mennsku þess sem gefið var gott
minni. Það hefur þurft sterk bein
til að vera einasta ungmenni
stórrar ættar og sjálfur hefur
Halldór lýst vel því frjálsræði
sem hann naut í uppvextinum.
Honum voru ekki ætluð störf inn-
anhúss og hann taldi sig heldur
ekki mikinn búmann.
En Dóri hafði annað sem vó
þyngra í því að miðla áfram arfi
sinnar ættar. Hann var sagna-
maður af Guðs náð og naut þess
að segja frá. Þar sagði hann
hverja sögu eins og hann heyrði
hana en var um leið fús til að ræða
þær skekkjur sem laumast höfðu
inn í hinar munnlegu sagnir og
stundum mátti rétta til með sam-
anburði við skjallegar heimildir.
Á Litla-Fljóti opnaðist sýn inn í
löngu horfið bændasamfélag
Biskupstungna. Það var fjarri
Dóra að miklast af ætt sinni eða
draga um of taum hennar í frá-
sögum. Þar fékk hver að njóta
sinna verka en sögur af spaugi-
legum hliðum tilverunnar ekki
dregnar í dilka.
Oflof hæfir illa í minningar-
greinum og vitaskuld átti Dóri á
Fljóti eins og allir menn sína
sigra og sína ósigra. Búskapur
hans á Litla-Fljóti var langt frá
því að teljast til fyrirmyndar og
heilsuleysi hafði áhrif á alla lífs-
göngu bóndans. Halldór var oft
harla frjálslegur og um margt
nokkur munur á allri framkomu
hans og þeirra veraldarhöfðingja
sem samtími okkar mælir sig við.
Þá var skipbrot áratuga hjúskap-
ar honum ekki létt.
En einmitt í grallaralegu hisp-
ursleysi Dóra gagnvart gjörvallri
veröldinni lá falin sú forna höfð-
ingslund sem lét veraldlegt gengi
aldrei beygja sig. Þeim sem gaf
sér tíma til að hlusta duldist ekki
að það gull sem þessi gamli þulur
lumaði á var honum til meiri
ánægju og blessunar en nokkurt
það veraldarinnar góss sem hæst
er jafnan hampað.
Blessuð sé minning Halldórs
Þórðarsonar.
Bjarni Harðarson.
Á kveðjustundu þökkum við
kærum vini, Dóra á Litla-Fljóti,
allar samverustundirnar, visku
hans og ótæmandi fróðleikinn.
Við söknum hans úr sæti sínu í
eldhúshorninu hjá okkur en þar
ræddum við saman marga stund-
ina, um fortíð sem nútíð, um fjall-
ferðir og horfna vini og vanda-
menn. Alltaf var hann fræðarinn
og við ræddum hve gott hefði ver-
ið ef hann hefði átt þess kost að
ganga menntaveginn en þar
hefðu hæfileikar hans nýst til
fullnustu. Ég heyrði fljótt að hug-
ur Dóra hafði staðið til þess á
yngri árum en sem einbirni taldi
hann það skyldu sína að stofna til
búskapar á föðurleifð sinni á
Litla-Fljóti.
Nú síðustu árin eftir að við vor-
um öll flutt til Hveragerðis
styrktist vináttan enn frekar og
má segja að við höfum nær dag-
lega annaðhvort hist eða rætt
saman í síma. Og margt var þá
rætt og rifjað upp en Dóri hélt
einstöku minni sínu fram í andlát-
ið.
Við biðjum fyrir honum og fjöl-
skyldu hans og þökkum allar
góðu samverustundirnar. Þær
verða ekki fleiri í bili en enginn
veit hvað síðar verður. Við biðjum
Dóra Guðs blessunar á nýjum
lendum.
Drottinn veg þér vísi,
vel þig ætíð geymi;
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(HA)
Elínborg og Snorri.
Halldór Þórðarson
Nafni breytt
Við úrvinnslu minning-
argreinar Sigurðar J. Jóns-
sonar um Júlíönu Hinriks-
dóttur var nafni dóttur hans
breytt vegna misskilnings,
Sigurða var kölluð Sigurður
og því mátti svo á líta að hann
ætti tvo syni en ekki son og
dóttur. Útgangsorð grein-
arinnar eru því svohljóðandi
eftir leiðréttingu:
Elsku Beta og Guðmundur
Heiðar, Siggi og Sjöfn og fjöl-
skyldur, og aðrir ættingjar og
vinir. Á þessari stundu eigið
þið hug og samúð okkar Sæju
og fjölskyldna þeirra Sig-
urjóns og Sigurðu. Geymið
allt hið góða tengt Júllu í
hjörtum ykkar. Þá mun vel
farnast.
LEIÐRÉTT
✝ Guðni Baldurs-son fæddist í
Reykjavík 4. mars
1950. Hann lést á
heimili sínu 7. júlí
2017.
Foreldrar
Guðna eru Baldur
H. Aspar, prentari
frá Akureyri, f.
8.12. 1927, og Þóra
Guðnadóttir, fyrrv.
móttökuritari frá
Reykjavík, f. 17.2. 1931.
Guðni lauk landsprófi frá
Vogaskóla 1966, stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1970 og viðskipta-
fræði frá HÍ 1976. Guðni var í
símavinnu nokkur sumur og hóf
störf hjá Hagstofu Íslands með-
fram námi í viðskiptafræðinni
og síðar Þjóðskrá og vann hann
þar til dánardags.
Guðni stóð að stofn-
un Samtakanna ’78,
mannréttindafélags
hinsegin fólks, og
sat í stjórn þess
lengi vel. Hann kom
einnig að stofnun
Alnæmissamtak-
anna á Íslandi, síðar
HIV Ísland, 1988 og
sat í stjórn þess frá
upphafi til dánar-
dags.
Guðni hóf sambúð vorið 1979
með Helga Viðari Magnússyni,
starfsmanni á Landspítala, f.
11.3. 1955, d. 17.12. 2003, og
gengu þeir í staðfesta samvist
23.11. 1998.
Útför Guðna fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 20. júlí
2017, klukkan 13.
Í dag kveðjum við kæran
frænda okkar, Guðna Baldurs
eins og hann var alltaf kallaður í
fjölskyldunni til aðgreiningar frá
öllum hinum Guðnunum. Guðni
var elstur okkar systkinabarna,
einkasonur föðursystur okkar
Þóru Guðnadóttur og Baldurs
Aspar. Þegar fjölskyldan unga
beið eftir að íbúðin í Sólheimum
25 yrði tilbúin bjó hún hjá okkur í
Skeiðarvoginum um tíma og síðan
þá hefur alltaf verið mikill sam-
gangur milli fjölskyldnanna.
Enda þótt Guðni væri fáskiptinn
maður og segði ekki mikið að
fyrra bragði gátu runnið upp úr
honum sögur af fólki og fyrir-
brigðum ef sá gállinn var á hon-
um. Kom þá í ljós hve fjölfróður
og athugull hann var um margt og
var jafnan stutt í íronískan húmor
hans.
Frá unga aldri hlustaði Guðni
mikið á tónlist. Á unglingsárunum
var hann orðinn ákafur safnari,
bæði á það nýjasta og það sér-
kennilega í tónlist, t.d. skrýtnar
útgáfur á Bítlalögunum í flutningi
ýmissa listamanna. Í þá daga var
nýjasta dægurlagatónlistin lengi
að berast til Íslands en Guðni
hlustaði á Radio Luxemburg og
fleiri útlendar stöðvar og tók upp
alla nýjustu tónlistina á risastórt
segulbandstæki. Hann var því
kominn með allt það nýjasta nýtt
2-3 vikum áður en það heyrðist í
útvarpi landsmanna.
Guðni kom eins og hvellur inn í
pólitík og samfélagsumræðu með
stofnun Samtakanna ’78, baráttu-
samtaka samkynhneigðra. Kjark-
ur Guðna og áræði kom okkur öll-
um á óvart þegar þessi hægláti
frændi okkar varð fyrsti formað-
ur samtakanna. Fumlaust tók
hann sér stöðu með öðrum frum-
kvöðlum sem ruddu brautina fyrir
þá sem á eftir komu. Með einurð
sinni og rökfestu átti hann stóran
þátt í að opna umræðu um sam-
kynhneigð sem fram að þessu
hafði verið þögguð í þjóðfélaginu.
Sambýlismaður Guðna var
Helgi Viðar Magnússon. Hann
lést úr krabbameini árið 2003 og
var lát hans Guðna mikill missir.
Við þökkum Guðna samfylgdina
og sendum Þóru og Baldri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Systkinin í Skeiðarvogi 1,
Sigurbjörg, Guðmundur,
Jónína, Bjarni og Snjáfríður.
Guðni Baldursson er látinn 67
ára að aldri. Útför þessa einstaka
brautryðjanda og baráttumanns
fyrir mannréttindum og réttlát-
ara samfélagi fer fram í dag.
HIV Ísland, áður alnæmisam-
tökin, voru stofnuð 1988. Guðni
var einn af stofnfélögunum og var
hann beðinn um að taka sæti í
fyrstu stjórninni og hafði hann
svo til óslitið setið í stjórn síðan,
eða í tæplega 30 ár, félaginu til
mikilla hagsbóta. Það var ómet-
anlegt að fá greindan og lífs-
reyndan baráttumann í fé-
lagsstarfið, Guðni þekkti hlutina
eftir að hafa rutt brautina í byrjun
fyrir mannréttindum homma og
lesbía árin á undan. Það var
styrkur í nærveru þessa hógværa
og æðrulausa manns, á þeim
þungbæru tímum þegar alnæm-
isfaraldurinn var að breiðast út.
Ástandið var ólýsanlega erfitt á
þessum árum þegar ungt fólk
þurfti að mæta dauða sínum í
skugga fordóma, útskúfunar og
ótta. Auður Matthíasdóttir var
fyrsti formaður félagsins, en hún
lést á síðasta ári, þau Guðni urðu
ekki gömul, blessuð sé minning
þeirra beggja.
Við erum fjölmörg sem eigum
Guðna mikið að þakka, hann var
fyrsti formaður Samtakanna ’78
og hans þáttur í réttindabaráttu
og sýnileika samkynhneigðra á
Íslandi er stór og má ekki gleym-
ast. Úthald, kjarkur, eldmóður og
þrautseigja þeirra sem stóðu í
stafni á þessum árum var svo öfl-
ug að þess verður lengi minnst.
Baráttumenn eins og Guðni sem
hér er minnst, Hörður Torfason
og Þorvaldur Kristinsson og fleiri
hafa, sem betur fer, orðið heiðurs
aðnjótandi fyrir störf sín. Líklega
tók þetta allt meiri toll en menn
gerðu sér grein fyrir, heilsa
Guðna fór versnandi síðustu árin,
hann var einmana, átti í erfiðleik-
um með áfengisneyslu sína og dró
sig í hlé, hann saknaði Helga heit-
ins Magnússonar mannsins síns
mikið. Þrátt fyrir allt hafði Guðni
gaman af ferðalögum og hann átti
ferðafélaga úti í Evrópu og fóru
þeir víða.
Við Guðni þekktumst í marga
áratugi og vorum meira að segja
tengdir fjölskylduböndum. Við
náðum stundum að spjalla og þeg-
ar vel lá á Guðna gat hann alveg
sagt virkilega góða brandara og
þá var hlegið dátt.
Ég veit að ég tala fyrir hönd
margra þegar ég segi að Guðna,
þessa velviljaða drengs, er minnst
með virðingu og hlýhug og honum
þökkuð samferðin.
Við vinir hans hjá HIV Ísland
sendum foreldrum hans, þeim
Þóru og Baldri, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Einar Þór Jónsson.
Við Guðni kynntumst á vett-
vangi Bandalags jafnaðarmanna
árið 1983. Þar var hann ekki
mættur til leiks af persónulegum
pólitískum metnaði heldur til þess
að berjast fyrir auknum sýnileika
og jafnrétti samkynhneigðra á við
aðra. Þess vegna var það honum
kappsmál að vera titlaður formað-
ur Samtakanna ’78 á framboðs-
listanum fremur en viðskipta-
fræðingur – og til marks um tíðar-
andann má nefna að mörgum
fannst djarft af Vilmundi Gylfa-
syni að samþykkja þetta.
Í dag þegar viðhorf til hinsegin
fólks hér á landi hafa gjörbreyst
hefur það að einhverju leyti
gleymst hvernig staðan var þegar
Guðni og nokkrir aðrir brautryðj-
endur hófu baráttuna. Fjölmargir
sem nú njóta góðs af voru heldur
ekki einu sinni fæddir á þessum
tíma. Það er skiljanlegt að þeir
átti sig kannski ekki á þeim gríð-
arlega kjarki sem þurfti til að
vera í framvarðasveit Samtak-
anna ’78 fyrstu árin og fórnunum
sem margir af kynslóð Guðna
færðu. Við eigum þeim svo óend-
anlega mikið að þakka.
Guðni fór fremstur í flokki sem
fyrsti formaður samtakanna og
ötull talsmaður – á tímum þegar
vanþekking í þjóðfélaginu var slík
að fólki fannst fjarstæðukennt að
samkynhneigð fyrirfyndist á Ís-
landi. Og orðin hommi og lesbía
voru hreinlega bönnuð í Ríkisút-
varpinu. En Guðni stóð ekki einn.
Fyrir utan félagana í Samtökun-
um gekk Helgi, maðurinn hans,
með honum fram fyrir skjöldu.
Þeir opnuðu heimili sitt fyrir fjöl-
miðlafólki, fóru í viðtöl og sátu
fyrir á myndum.
Með þessu afsöluðu Guðni og
Helgi sér á vissan hátt einkalífi
sínu í okkar litla samfélagi. Það
var örugglega ekki auðvelt. Guðni
sagði mér eitt sinn frá blaðamanni
sem kom í heimsókn til þeirra,
horfði undrandi í kringum sig og
sagði: „Þetta er bara eins og
„venjulegt“ heimili.“
Já, þannig var þekkingarleysið,
við þetta var að glíma, og margir
hefðu eflaust gefist upp. En Guðni
var hugsjónamaður og takmarkið
var að ná fram lagalegu jafnrétti,
fullum mannréttindum. Síðar
tóku aðrir við keflinu og hann dró
sig í hlé, búinn að missa Helga
sinn. Mig grunar að baráttan hafi
kostað þennan sómamann meira
en margir áttuðu sig á.
Guðni Baldursson reyndist
mér traustur og ráðagóður þegar
ég leitaði til hans nokkru eftir
pólitískt brölt okkar í Bandalagi
jafnaðarmanna. Ég sagðist finna
fyrir tilfinningum sem hefðu kom-
ið mér gjörsamlega á óvart. Var
hugsanlegt að ég væri allt í einu
orðin ástfangin af konu, liðlega
þrítug manneskjan? Guðni spurði
ýmissa spurninga, velti vöngum
og kvað svo upp úrskurð: „Þetta
er ást.“ Við rifjuðum þetta samtal
oft upp síðar þegar leiðir lágu
saman á förnum vegi.
Ég dáðist að Guðna Baldurs-
syni og bar til hans mikinn hlý-
hug. Þáttur hans í mannréttinda-
baráttu hinsegin fólks var stór og
má alls ekki gleymast.
Jónína Leósdóttir.
Þegar ég kom á vettvang Sam-
takanna 78, árið 1987, var fyrsti
formaður félagsins, Guðni Bald-
ursson, búinn að draga sig í hlé.
Bæri nafn hans á góma var það
jafnan nefnt af virðingu en ég
skynjaði undir niðri að leiðir hafði
skilið. Eftir sjö ára starf hafði
Guðni gengið vígamóður af velli.
Með óbilandi pólitíska hugsjón að
vopni tók hann að sér formennsku
í örsmárri fylkingu samkyn-
hneigðra á Íslandi þegar réttinda-
leysi hinsegin fólks var algert og
hommar voru barðir til óbóta fyrir
það eitt að vera til.
Stjórnmál voru Guðna hugleik-
in og fljótlega á formannsferlin-
um lagði hann til atlögu við Al-
þingi. Hann bauð sig fram,
fyrstur Íslendinga, sem opinber-
lega samkynhneigður maður, með
Bandalagi jafnaðarmanna í upp-
hafi níunda áratugarins. Þögnin
var rofin og málefni samkyn-
hneigðra komust á dagskrá lög-
gjafarþingsins. Fyrst kom ein
þingsályktunartillaga, svo önnur,
og árið 1993 skipaði forsætisráð-
herra nefnd til að rannsaka stöðu
samkynhneigðra á Íslandi og gera
tillögur um úrbætur. Örlögin hög-
uðu því svo að þar kynntist ég
Guðna Baldurssyni.
Nefndin fundaði vikulega í
Bankastræti og síðan sátum við
Guðni meira og minna allar helg-
ar á skrifstofunni hans á Hagstof-
unni. Borðuðum bútterdeigshorn
með sardínum og fengum okkur
bollasúpur með rjóma. Þetta var
fyrir tíma internetsins og heim-
Guðni
Baldursson