Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
✝ Margeir Bene-dikt Steinþórs-
son fæddist á
Skagaströnd 19.
ágúst 1932. Hann
lést á Hlévangi,
Reykjanesbæ, 10.
júní 2017.
Foreldrar Mar-
geirs voru Jósefína
Guðmundsdóttir,
vinnukona í Skaga-
firði, f. 19. mars
1908, d. 8. september 1989, og
Steindór Sigtryggur Guðmanns-
son, vinnumaður í Skagafirði, f.
10. mars 1903, d. 22. mars 1954.
Eina barn þeirra hjúa var Mar-
geir Benedikt (skráður Stein-
þórsson). Margeir Benedikt ólst
upp fyrstu ár ævi sinnar hjá for-
eldrum sínum er voru þá vinnu-
hjú á bæjum. Síðan var hann
settur í fóstur. Árið 1952 kemur
Margeir sem vinnumaður í
Aðalból í Austurárdal í Miðfirði,
síðar fer hann í Borgarfjörð, að
Kjalvararstöðum í Reykholts-
dal, fer svo aftur norður 1954 á
Aðalból en var hjá sitt hvorum
bóndanum þar. Margeir er svo
lengst á Skeggjastöðum, eða frá
1956-1964, en hann klárar skól-
ann á Hólum í Hjaltadal. Á ár-
unum 1977-1978 kemur Margeir
til Hólmavíkur sem flutningabíl-
riksdóttir. 3) Bjarni, f. 3.5. 1957,
verkamaður, búsettur í Garði,
sambýliskona Irena María Mo-
tyl, f. 19.10. 1963. Fyrrverandi
eiginkona Bjarna Guðmundína
Lára Guðmundsdóttir, f. 19.12.
1959, d. 16.8. 1995. Börn þeirra
eru þrjú: a) Brynja Ósk, f. 15.12.
1983. Unnusti hennar er Hjalti
Snær Heiðarsson. Dóttir Brynju
er Aþena Mist, saman eiga þau
Söndru Maríu og Aron Heiðar.
b) Birgir Óttar, f. 2.6. 1986.
Eiginkona hans Sigrún Inga
Ævarsdóttir og dóttir þeirra
Rakel Júlía. c) Börkur Óðinn, f.
22.2. 1989. Hann á einn son, Ótt-
ar Bjarna. 4) Kristín, f. 28.3.
1962, sjúkraliði, búsett á Akra-
nesi. Eiginmaður Árni Magnús
Björnsson, f. 11.8. 1962, stýri-
maður. Börn þeirra eru þrjú: a)
Steingrímur Guðni, f. 16.9.
1981. Eiginkona Svala Ástríðar-
dóttir. Börn þeirra eru þrjú:
Gabríel, Ástríður Kristín og Ás-
rún Magnea. b) Ásdís Birna, f.
7.3. 1985. Unnusti hennar Ólaf-
ur Hallur Halldórsson. Börn
þeirra eru Valgerður Ósk,
Kristbjörg Árný og sonur Ásdís-
ar Daníel Bergmann. c) Björn
Árnason, f. 12.8. 1990. Unnusta
er Rúna Dís Þorsteinsdóttir,
þau eiga eina dóttur saman, Ís-
old Nótt, og börn Rúnu eru Sól-
dögg Rún og Ástrós Tara. 5)
Loftur Hilmar, f. 17.7. 1963,
verkamaður. 6) Finnbogi Guð-
björn, f. 17.7. 1963, d. 13.8.
1993.
Útför Margeirs hefur farið
fram í kyrrþey.
stjóri. Þar kynnist
hann Ástu Bjarna-
dóttur, bónda og
húsmóður, frá Stað
í Steingrímsfirði.
Þau byrja að búa
saman með börnum
hennar og móður.
Þau undu sér vel á
Hólmavík og voru
virk í félags-
störfum. Árið 1988
flytja þau til Njarð-
víkur og byrja að búa þar. Mar-
geir giftist Ástu hinn 25. desem-
ber 1983. Ásta Bjarnadóttir og
Steingrímur Bergmann Lofts-
son, látinn, eignuðust sex börn.
Börn Ástu og Steingríms eru: 1)
Andvana fæddur drengur, f.
26.6. 1954. 2) Magnús, f. 24.5.
1955, bóndi á Stað, kona hans
Marta Sigvaldadóttir, f. 30.10.
1957, bóndi. Börn þeirra eru
þrjú; a) Erlendur Breiðfjörð, f.
28.5. 1976, eiginkona Aðal-
heiður Jóhanna Hjartardóttir.
Börn þeirra eru þrjú: Jóhann
Breiðfjörð, Alexander Breið-
fjörð og Hjörtur Magnús. b)
Guðrún Hildur, f. 13.7. 1978.
Unnusti hennar er Magnús
Thorlacius Doyle og sonur
þeirra er Víkingur Týr. c) Sig-
valdi Bergmann, f. 30.3. 1984.
Unnusta er Margrét Lilja Frið-
Þar kom enn eitt kallið og mað-
ur fyllist sorg og söknuði og ég
fer að rifja upp liðnar stundir.
Mamma og Margeir kynntust á
Hólmavík og man ég vel eftir
honum þegar ég sá hann fyrst.
Hann var svo stór og sterklegur
maður með mikið skegg. Hann
var snöggur í snúningum og vipp-
aði sér léttur úr flutningabílnum,
hann kallaði með svo rámri rödd:
„Daginn stelpa!“ Hann kom til
mín og heilsaði mér. Mamma og
Margeir byrjuðu að búa saman,
þá bjuggum við þrjú systkinin hjá
þeim og amma Guðbjörg. Mar-
geir tók okkur öllum vel, hann
var ávallt kurteis við okkur systk-
inin og ömmu. Hann hafði gaman
af lífinu og öllu í kringum sig.
Þegar ég var á leiðinni suður
þá fékk ég að sitja með honum í
flutningabílnum og man ég að
einu sinni þurftum við að stoppa á
Ennishálsinum í fljúgandi hálku
og hann þurfti að bakka niður.
Bíllinn rann út á kantinn og ég
stelpurófan var beðin að stíga á
bremsuna og ekki hreyfa mig
þar. Ég var hrædd en sterk.
Hann keðjaði bílinn á mettíma og
upp fórum við. Ég fór aftur
seinna með honum suður, en var-
að var við slæmri spá í Hvalfirð-
inum. Margeir ákvað að taka
Akraborgina frá Akranesi til
Reykjavíkur. Í Akraborginni var
ástandið rétt þolanlegt. Margeir
varð sjóveikur, hljóp inn á kló-
sett. Til baka kom hann, ekki
sáttur, en það flaut upp úr kló-
settum vegna veðurs. En ferðirn-
ar hjá honum gengu alltaf vel fyr-
ir sig þrátt fyrir að hann hafi farið
út um allar trissur í allrahanda
veðri og ófærð.
Margeiri leið vel á Hólmavík
með Ástu og fjölskyldu og vinum.
Hann var skemmtilega stríðinn,
las mikið af bókum og beið alltaf
eftir Strandapóstinum inn um
dyrnar. Margeir prjónaði af list
og saumaði í, hann spilaði bridge
og félagsvist. Margeir þekkti
landið okkar mjög vel og fór
hringveginn og öræfin mörgum
sinnum. Hann gat alltaf leiðrétt
mann ef maður fór ekki með rétt
kennileiti um landið.
Margeiri þótti vænt um allt sitt
samferðafólk. Hann talaði fallega
um fólkið í Húnavatnssýslunni og
í Skagafirðinum. Margeir sagðist
vera frá Brautarholti í Skagafirði
og að hann hefði verið nokkur ár
á Skeggjastöðum við Húnaflóa og
víða þar í kring.
Þegar mamma og Margeir
fluttu til Njarðvíkur fékk hann
strax vinnu í Nesfisk. Seinna fær
hann heilablóðfall og verður veik-
ur. Margeir var ekki þekktur fyr-
ir að gefast upp, en sterkur var
hann og duglegur og náði sér vel
til baka nema hægri höndin var
óþekk, að hans sögn. Hann fór í
reglulegar gönguferðir með staf-
inn sinn. Mamma mín var dugleg
og mjög þolinmóð en hún hjálpaði
honum mikið.
Við fórum margar ferðir til
hans, þá á rúntinn um Suðurnes-
in, við drukkum kaffi og komum
með blóm og súkkulaði sem hon-
um þótti gott. Við sýndum honum
myndir af börnunum okkar og
sögðum fréttir.
Þetta ár hrakaði heilsu Mar-
geirs og fór hann í hjólastól. Mar-
geir veiktist fyrir um hálfum
mánuði og náði sér ekki upp úr
þessu, svo hægt og hægt dró af
honum blessuðum.
Elsku ástkæri fóstri minn og
vinur okkar, hafðu hjartans þökk
fyrir samfylgdina og Guð blessi
minningu þína.
Þín
Kristín Steingrímsdóttir og
Árni M. Björnsson.
Okkur langar að minnast afa
okkar Margeirs.
Margeir þekktum við ekki
öðruvísi en afa okkar þrátt fyrir
að vera seinni maður ömmu okk-
ar, Ástu Bjarnadóttur. Hann var
blíður og góður við okkur systk-
inin og kom alltaf vel fram. Hann
átti ekki erfitt með að spjalla við
okkur um daginn og veginn, hann
var áhugasamur um okkur og
skemmtilegur. Hann átti það til
að grínast í okkur og okkur
fannst það gaman. Þegar við
komum inn úr kuldanum tók
hann ávallt í hendurnar okkar og
kreisti vel. Það var hans aðferð
að hita upp hendurnar og sú að-
ferð virkaði vel. Við komum til
ykkar ömmu í heimsókn og feng-
um ávallt nýlagað kaffi og kökur.
Þið voruð oftast með einhver
verkefni handa okkur til að
hjálpa ykkur við, eins og hand-
og hársnyrtingu, þrif, að setja
upp gardínur og fleira. Það var
alltaf velkomið í okkar huga að
rétta ykkur hjálparhönd, enda
við heimalningar hjá ykkur frá
fæðingu.
Það er erfitt að kveðja þig, afi
sæll, en við vitum þú ert á góðum
stað núna og þér líður vel. Við
þökkum þér fyrir allar okkar
stundir og við söknum þín, kæri
afi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Guð blessi minningu þína.
Þín
Steingrímur, Ásdís
og Björn.
Margeir Benedikt
Steinþórsson
✝ Björn Harald-ur Sveinsson
fæddist í Reykja-
vík 6. júlí 1940.
Hann lést á heimili
sínu, Hafnarstræti
3, Akureyri, 6. júlí
2017.
Foreldrar
Björns voru
Sveinn Jón Sveins-
son frá Stóru-
Mörk, f. 30. mars
1901, d. 24. febr-
úar 1969, og Þórunn Úlfars-
dóttir frá Fljótsdal í Fljótshlíð,
f. 31. janúar 1903, d. 21. des-
ember 1988. Björn átti fjögur
hálfsystkini, sammæðra: 1)
Njáll Haraldsson, f. 25. ágúst
1926, d. 30. desember 2012. 2)
Úlfar Haraldsson, f. 2. mars
1928, d. 15. október 2000. 3)
Soffía Haraldsdóttir, f. 6. jan-
úar 1930, d. 28. febrúar 1984.
4) Birna Haraldsdóttir, f. 6.
janúar 1930, d. 13. desember
1937. Björn kvæntist þann 31.
desember 1968 Kolbrúnu
Jónasdóttur frá Dalhúsum, f.
23. mars 1940, d. 15. febrúar
2015. Börn þeirra eru: 1) Sæv-
Önnu Karen Sigurjónsdóttur,
f. 1991, eiginmaður Almar Örn
Sigurðsson, f. 1989. Synir
Önnu og Almars eru Baltasar
Patrik, f. 2011, Sebastian Óli-
ver, f. 2013. b) Sylvíu Sigfús-
dóttur, f. 1994, d. 1995. 4)
Sveinn Björnsson, f. 1968, eig-
inkona Leena-Kaisa Viitanen,
f. 1977. Synir þeirra eru
Sveinn Verneri, f. 2000, Atli
Þór, f. 2002, Úlfur Sami, f.
2007, Stefán Paavo, f. 2010. 5)
Birgitta Linda Björnsdóttir, f.
1972, eiginmaður Kristján
Heiðar Kristjánsson, f. 1979.
Börn þeirra eru Kristján Ingi,
f. 2010, og Ólöf Birna, f. 2014.
Björn kynntist Kolbrúnu í
Reykjavík og bjuggu þau þar í
13 ár þar sem Björn lærði hús-
gagnabólstrun. Árið 1970
fluttust þau til Akureyrar í
Hafnarstræti 3 þar sem þau
bjuggu allar götur síðan.
Björn sinnti ýmsum störfum en
hann vann meðal annars hjá
Eimskipafélagi Íslands, Sani-
tas, Húsgagnaversluninni Ein-
ir og Bólstrun KB. Lengst af
rak hann þó sitt eigið bólstr-
unarverkstæði á Akureyri allt
þar til hann hætti störfum
vegna aldurs árið 2015. Björn
var virkur í Oddfellowreglunni
á Akureyri frá árinu 1996.
Útför Björns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 20. júlí
2017, klukkan 13.30.
ar Már Björnsson,
f. 1959. Eiginkona
Inga Randvers-
dóttir, f. 1963.
Börn þeirra eru
Kolbrún Egedía, f.
1996, unnusti Mar-
inó Hólm Ingvars-
son, f. 1988. Sonur
Kolbrúnar og Mar-
inós er Björn Ingv-
ar, f. 2017. Elísa-
bet Ingibjörg, f.
1999. Fyrir á Inga
eina dóttur, Fjólu Ómars-
dóttur, f. 1986. Börn Fjólu eru
Ómar Freyr, f. 2007, Sævar
Orri, f. 2013. 2) Sigurlaug
Björnsdóttir, f. 1964, eig-
inmaður Jóhannes Ævar Jóns-
son, f. 1965. Sonur Sigur-
laugar er Björn Már
Jakobsson, f. 1981, unnusta
Rósa Guðjónsdóttir, f. 1981.
Dætur Björns og Rósu eru
Katrín Rós, f. 2004, og Kol-
brún, f. 2008. 3) Jónas Björns-
son, f. 1965, eiginkona Ásta
Garðarsdóttir, f. 1974. Synir
þeirra eru Dagur Freyr, f.
2003, Jónas Guðni, f. 2005.
Fyrir á Ásta tvær dætur: a)
Pabbi minn, já elsku pabbi
minn, það er ótrúlega skrítið að
þú sért farinn frá okkur í þitt
síðasta ferðalag. Mér finnst það
bara mjög óraunverulegt og ég
bíð alltaf eftir því að þú kíkir til
okkar hvort sem það er í mat
eða bara kíkir inn í smástund
með blöðin eins og þú gerðir svo
oft. Alltaf hljóp litla stelpan mín
á móti þér fagnandi og fékk
afaknús.
Það var mikið högg að þú
skyldir fara svona snöggt frá
okkur og án nokkurs fyrirvara,
en það er eitthvað sem við
verðum að sætta okkur við. Þú
varst yndislegur og góðhjart-
aður maður, pabbi minn, vildir
allt fyrir alla gera og máttir
ekkert aumt sjá, varst vinur
vina þinna og stutt í húmorinn.
En nú eruð þið mamma sam-
einuð á ný og eruð eflaust að
njóta ykkar í Sumarlandinu.
Við höfum gengið í gegnum
ótrúlega hluti með þér og við
vitum öll að þér leið ekki vel og
því verður nú ekki neitað að ég
hugsa oft hvernig lífið hefði
mögulega getað verið öðruvísi,
án áfengisins.
Ég trúi því að það hafi verið
tilgangur með þessu, kannski til
að gera okkur sterkari.
Engu að síður, elsku pabbi,
þá eru það góðu minningarnar
sem standa upp úr. Hláturinn
og góðmennskan. Það er svo
ótrúlega tómlegt og sárt að hafa
þig ekki með okkur og ég vildi
óska þess að þú hefðir fengið
fleiri góðar stundir með okkur
og afa- og langafabörnum sem
voru þér svo kær.
Ég man þegar ég var ung-
lingur þá fórum við svo oft á
rúntinn um helgar fórum á bíla-
sölurnar og ég benti á bílana
sem ég gat keypt fyrir pening-
inn sem ég átti og enduðum svo
á að fá okkur ís. Það voru ófáar
söluferðirnar sem þú fórst með
mér í út á land, þér fannst ótrú-
lega gaman að fá bara að sitja
og njóta ferðarinnar og ekki
fannst mér verra að hafa þig
með. Londonferðin okkar var
líka æðisleg, skoðunarferðirnar
og sérstaklega Queen showið,
þetta fannst þér geggjað eins og
þú sagðir sjálfur. Já, þessar og
margar fleiri góðar minningar
eigum við saman og þær geym-
ast vel.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
kveðjunni sem þú samdir til
mömmu þegar hún kvaddi okk-
ur.
Þegar kallið kemur
og líkaminn kólna fer
veit ég að Jesú Kristur
tekur á móti þér.
(BHS)
Linda.
Elsku afi minn. Nú er svo
margt sem ég vil segja en kem
engu orði að. Ég hélt ég fengi
meiri tíma með þér, besta vini
mínum, meiri tíma til að koma í
heimsókn og spjalla saman um
hitt og þetta. Gera grín og segja
brandara eins og þér var einum
lagið. Panta pitsur og eiga góð-
ar stundir saman. Ég bíð alltaf
eftir símtali og það er sárt að
þurfa að sætta sig við að þau
verða ekki fleiri.
Þau eru mér ofarlega í huga
öll skiptin sem ég gisti hjá þér
og ömmu, sat inni hjá þér með-
an þú varst í leik í tölvunni, lást
inni í rúmi að lesa Fréttablaðið
eða hlusta á útvarpið. Bara að
vera hjá þér, skipti ekki máli
hvað við gerðum. Allir íshokkí-
leikirnir sem ég fór á með þér,
bíltúrarnir, sundferðirnar og
laugardagsnammi á Byggðavegi
eða vera hjá þér á verkstæðinu.
Allt eru þetta yndislegar minn-
ingar sem ég er svo heppin að
eiga. Sérstaklega á svona stund-
um þegar söknuðurinn er sem
mestur og sárastur.
Þú ert besti maður sem ég
hef kynnst. Duglegur og svo
góðhjartaður og vildir öllum vel.
Varst alltaf í góðu skapi, lést
aldrei sjá á þér ef það var eitt-
hvað að. Enda man ég aldrei
eftir að hafa séð þig í vondu
skapi. Það er reyndar eitt
skipti, þegar ég var að gista hjá
ykkur ömmu og hafði verið að
gefa ketti að éta fyrir utan húsið
þegar hann kom inn seinna um
kvöldið. Þá man ég að þú varst
ekkert rosalega glaður að hafa
ekki náð kettinum strax. En við
hlógum bara daginn eftir.
Nú ertu kominn upp til
ömmu. Það gefur mér huggun
að vita að þið séuð saman aftur.
Enda voruð þið alltaf best sam-
an. Bestu amma og afi í heimi.
Ég elska þig svo mikið, elsku
besti afi minn. Ég mun aldrei
gleyma þér og ég mun alltaf
sakna þín. Litli Björn mun fá að
heyra sögur af langafa sínum
þegar hann verður eldri. En nú
er komið að kveðjustund í
hinsta sinn. Fallegi engill að ei-
lífu.
Þín
Kolbrún (Kolla).
Björn Haraldur
Sveinsson
ildaöflunin kostaði bæði tíma, út-
sjónarsemi, faxtæki og símhring-
ingar. Eina leiðin til að sigrast á
þessu risavaxna verkefni var að
gera eins og músin sem át fílinn,
taka einn bita í einu. Slík var þrá-
seta okkar við skýrslugerðina að á
endanum var Guðni klagaður til
yfirmanns Hagstofunnar fyrir að
halda við einhverja stelpu og nota
vinnustaðinn til þeirra verka. Sú
uppákoma hvatti okkur auðvitað
enn frekar til dáða! Guðni átti
mikið safn erlendra bóka og al-
þjóðlegra tímarita og gat dregið
fram ótrúlegustu úrklippur með
fróðleik um stöðu mála í öðrum
löndum. Þetta smá mjakaðist.
Í október 1994 skilaði nefndin
af sér og lagði til löggjöf um stað-
festa samvist og verndarákvæði
fyrir samkynhneigða. Það var
stórsigur sem skaut Íslandi í
fremstu röð mannréttindaþjóða á
þeim tíma. Þess ber þó að geta að
fulltrúar Samtakanna 78 börðu
höfðinu lengi, en algjörlega ár-
angurslaust, við stein Þjóðkirkj-
unnar í nefndinni góðu. Jarðnesk-
ir fulltrúar almættisins töldu
einkarétt á hugtakinu og fyrir-
bærinu „hjónabandi“ vera sinn og
þar máttum við Guðni lúta í lægra
haldi um stund. „Staðfest sam-
vist“ varð málamiðlunin, með að-
stoð Íslenskrar málstöðvar, en
kirkjan mátti seinna játa sig sigr-
aða þegar Ísland tók upp eitt
hjónaband fyrir alla, á 21. öldinni.
Feimni þögli maðurinn, sem
talaði helst bæði lítið og lágt í fjöl-
menni, opnaði sig smám saman á
tveggja manna tali okkar í verk-
efninu stóra, sagði mér brandara
og tísti af hlátri með drengslegt
blik í augunum. Þarna var hann á
heimavelli að vinna að sínu helsta
hugðarefni, jöfnum mannréttind-
um fyrir alla, óháð kynhneigð. Sú
glóð lifði í huga Guðna þar til yfir
lauk. Hann missti lífsförunaut
sinn, Helga Magnússon, langt fyr-
ir aldur fram árið 2003, aðeins 48
ára gamlan, og seinni árin voru
Guðna án efa erfið. Mér er efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast góðum manni og
merkum brautryðjanda og sendi
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hans og vina. Hin-
segin samfélagið á Guðna Bald-
urssyni mikið að þakka.
Lana Kolbrún Eddudótt-
ir, fyrrverandi formaður
Samtakanna 78.
Ekki óraði okkur, samstarfs-
fólk Guðna hjá Þjóðskrá Íslands,
fyrir því að hann yrði svo fyrir-
varalaust hrifinn á brott þegar
hann var við störf fáum dögum
fyrir andlát sitt.
Guðni átti manna lengstan
starfsaldur hjá Þjóðskrá Íslands
og ekki eru það margir sem ná svo
háum starfsaldri hjá sama vinnu-
stað sem hann. Hann vann með
margs konar vinnslur í þjóðskrá
og alveg var það ljóst að hann lét
uppbyggingu og högun skrárinnar
sem og réttleika skráningarupp-
lýsinganna sig miklu varða. Hann
hélt tryggð við vinnustaðinn og
þau verkefni sem hann bar ábyrgð
á og ávallt var hann reiðubúinn að
leysa sín verkefni af hendi hvenær
sem var þrátt fyrir að vinnulotur
stæðu yfir helgar eða um kvöld.
Guðni var ljúfmenni og ekki
maður margra orða, en þeir
starfsmenn sem hafa einna lengst
unnið með honum rifja upp að
hann var á árum áður stundum
snöggur til svars og lagði raun-
sætt mat á hlutina. Ferðalög voru
honum hugleikin og skemmtilegt
var að heyra frásagnir hans af
ferðum erlendis sem hann hafði
skipulagt sjálfur og þar fór hann,
eins og í öðru, sínar eigin leiðir.
Nú er Guðni lagður af stað í
hinstu förina, sem er kannski sú
eina sem ekki var skipulögð í
þaula. Samstarfsfólk hjá Þjóðskrá
Íslands fyrr og síðar þakkar hon-
um samfylgdina og þá alúð sem
hann lagði í sín verkefni. Foreldr-
um hans og fjölskyldu eru hér
færðar innilegar samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks Þjóðskrár
Íslands,
Margrét Hauksdóttir,
forstjóri.