Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 77
hvernig skólinn getur mætt öllum nemendum og veitt þeim gæða- menntun, tryggt félagslegt réttlæti og virka þátttöku allra, bæði nem- enda og starfsfólks. Við vorum að gefa út bókina Skóla margbreytileik- ans. Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca. Ritstjórar ásamt mér voru Ólafur Páll Jónsson og Herm- ína Gunnþórsdóttir og fengum við 17 íslenska fræðimenn til að skrifa um rannsóknir sínar á þessu sviði hér á landi. Að því leyti er þessi bók bæði skemmtileg og tímamótaverk. „Sonur minn, Benedikt, fæddist 1980 mikið fatlaður. Þá þarf maður að læra upp á nýtt hvað það er að vera maður og hvað skiptir raun- verulega máli. Frá upphafi var ég staðráðin í að hann ætti erindi í sam- félag okkar allra. Saman höfum við farið um heiminn, búið í þremur heimsálfum og sex löndum þar sem ég hef verið að læra og vinna. Af- drifaríkust var dvöl okkar við Syra- cuse-háskóla í Bandaríkjunum en þar kynntist ég þeim hugmyndum sem ég hef síðan gert að mínum. Sonur minn var nánast alltaf í al- mennum skólum, hér með ráðherra- leyfi Birgis Ísleifs í Æfingaskóla Kennaraháskólans þar sem hann eignaðist góða vini og félaga sem enn tengjast lífi hans. Hann á nú íbúð á Melunum, hæfilega langt frá móður sinni, þar sem hann býr með jafn- öldrum, þremur aðstoðarmönnum sem hjálpa honum til skiptis. Hann á bíl, vinnur í miðasölunni upp í Hall- grímskirkjuturn, ferðast og nýtur lífsins. Mér finnst gott að verja tíma með syni mínum. Við Benedikt förum mikið á tónleika, allt frá Moses High- tower til Þóru Einarsdóttur, og hann er áskrifandi að Sinfóníutónleikum. Við ættum bæði erfitt með að lifa án tónlistarinnar. Nú þegar ég er orðin frí og frjáls frá háskólanum hef ég ákveðið að spreyta mig á nýju verkefni. Ég ætla að reyna að skrifa sögu þriggja óvenjulegra kvenna sem tengjast Ís- landi og fjölskyldu minni. Best er að segja ekki meira um það í bili.“ Fjölskylda Sonur Dóru er Benedikt Hákon Bjarnason, f. 22.12. 1980, starfs- maður í Hallgrímskirkju. Systkini Dóru eru Ingibjörg Bjarnason, f. 11.4. 1951, leikstjóri, og Ingi Þorleifur Bjarnason, f. 17.7. 1959, jarðeðlisfræðingur og rann- sóknarprófessor við Háskóla Íslands. Foreldrar Dóru voru Ingi Hákon Bjarnason, f. 30.6. 1914, d. 27.12. 1958, efnaverkfræðingur í Reykja- vík, og k.h. Steinunn Ágústa Jóns- dóttir, f. 22.5. 1923, d. 7.2. 2017, gjaldkeri í Reykjavík. Úr frændgarði Dóru S. Bjarnason Dóra S. Bjarnason Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Sigurvöllum Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Sigurvöll- um á Akranesi Halldóra Guðmundsdóttir húsfr. í Reykjavík Jón Þorvarðarson kaupmaður í Verðanda í Rvík Steinunn Ágústa Jónsdóttir gjaldkeri í Reykjavík Ragnheiður Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorvarður Daníelsson vegaverkstjóri og sjómaður í Rvík Karilla Andersen húsfreyja í Nyköping í Danmörku Leifur Bjarnason hagfr. og frkvstj. SÍS í New York Ingibjörg Stein Bjarnason myndlistarmaður í Berlín, París, Rvík og Buenos Aíres Guðmundur Jónsson óperusöngvari Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþing- iskonan og skólastj. Kvennaskólans Jón Halldór Jónsson forstjóri í Keflavík Ágúst H. Bjarnason prófessor og rektor Háskóla Íslands Brynjólfur H. Bjarnason kaupmaður í Rvík ÞorvarðurJónsson járnsmiður,dó ungur af slysförum Lárus H. Bjarnason sýslumaður og alþingismaður Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Gunnar Jónsson verslunarmaður Karitas Markúsdóttir húsfr. í Arnarbæli Ísleifur Gíslason prestur í Arnarbæli í Ölfusi Sigrún Isleifsdóttir húsfreyja í Rvík Þorleifur H. Bjarnason yfirkennari og rektor við Hinn al- menna menntaskóla í Reykjavík Ingi H. Bjarnason efnaverkfræðingur í Reykjavík Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja á Bíldudal Hákon Bjarnason kaupmaður í Flatey á Breiðafirði og síðar á Bíldudal Sonurinn Benedikt Hákon. ÍSLENDINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 95 ára Veronika Pétursdóttir 90 ára Arndís Magnúsdóttir Guðmundur Vagnsson Ingibjörg Einarsdóttir Pétur Jónsson 85 ára Guðbjörg M. Hjörleifsdóttir Petrína Benediktsdóttir Ragnar Áki Jónsson 80 ára Brynhildur Ingjaldsdóttir Elín Guðmundsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Sigurður Þorkelsson Þorgerður Sveinbjarnard. 75 ára Björn Árnason Erlingur Runólfsson Halldór Karel Jakobsson Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir Sigríður Jónsdóttir 70 ára Auður Helga Hafsteinsd. Bertha Steinunn Pálsdóttir Einar Jóhann Guðleifsson Hermína Ósk Valgarðsd. Héðinn Jónasson Hulda Sigurvinsdóttir Markús Ívarsson Ragnheiður Ósk Friðgeirsd. Sigurður Örn Hansson Snorri Sævar Konráðsson Sólveig Hannam Vilhelm Þ. Árnason Þórarinn Einarsson 60 ára Ásmundur Jónasson Frosti Frostason Guðjón Egilsson Guðrún Soffía Karlsdóttir Gunnar Smári Helgason Hans Egilsson Hrafnhildur Karlsdóttir Ingibjörg R. Kristinsdóttir Kristjana S. Kristinsdóttir Ólafur Brynjar Halldórsson Stefán Jónsson Sverrir Ásgrímsson 50 ára Andrea Klara Hauksdóttir Arnar Sigurjón Árnason Auður Finnbogadóttir Ásmundur Ö. Guðmundss. Brynja Ósk Stefánsdóttir Brynjar Þór Árnason Hafdís Ósk Víðisdóttir Helga Guðmundsdóttir Hrönn Sturludóttir Kristín Gunný Jónsdóttir Kristín Stefánsdóttir Óskar Örn Ólafsson Sigrún Jónsdóttir Stefán Úlfarsson Sveinn Ólafur Arnórsson Viktor Jens Vigfússon Þorsteinn H. Þorgeirsson Þorsteinn Torfason 40 ára Daníel Rafn Guðmundsson Sveinn Aðalst. Bjarnason Tómas Hafliðason 30 ára Árni Rúnarsson Benjamín Ingólfsson Dagný Lind Jakobsdóttir Dóra Steinunn Jóhannsd. Freydís Þrastardóttir Hans Niklas Tingström Óskar Halldórsson Rúnar Ingi Guðjónsson Stefán Arnórsson Svava Kristjánsdóttir Þorsteinn Ívar Þorsteinss. Til hamingju með daginn 30 ára Birkir er Akureyr- ingur en býr í Reykjavík. Hann er byggingafræð- ingur hjá Arkþing arki- tektum. Maki: Elsa Sveinsdóttir, f. 1984, uppeldisfræðingur. Börn: Ísafold Esja, f. 2011, og Arney Elísabet, f. 2016. Foreldrar: Árni Þorgils- son, f. 1958, vélvirki, og Guðrún Brynja Sigurðar- dóttir, f. 1954, kennari í Lundarskóla á Akureyri. Birkir Árnason 30 ára Eyrún er Hafnfirð- ingur og er hársnyrtir á Barbarellu í Reykjavík. Maki: Kjartan Hreinn Njálsson, f. 1987, frétta- maður á 365. Börn: Jónína Hugborg, f. 2013. Foreldrar: Guðmundur Friðbjörn Eiríksson, f. 1959, rafmagnsverkfr. hjá Landsneti, og Brynja Guð- mundsdóttir, f. 1963, verslunarstjóri hjá Timberland í Kringlunni. Eyrún Guðmundsdóttir 30 ára Ingibjörg er Grund- firðingur og er kennari í Grunnskóla Grundarfjarðar. Maki: Runólfur Jóhann Kristjánsson, f. 1985, skip- stjóri á Hamri frá Rifi. Börn: Kristján Pétur, f. 2012, og Hilmar Örn, f. 2014. Foreldrar: Bergvin Sævar Guðmundsson, f. 1961, sjó- maður í Grundarfirði, og El- ínborg Þorsteinsdóttir, 1966, vinnur í Landsb. í Ólafsvík. Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir  Örn Arnaldsson hefur varið dokt- orsritgerð sína við stærðfræðideild University of Minnesota. Ritgerðin ber heitið Sjálfhverfir hreyfi- grunnar (Involutive Moving Fram- es). Leiðbeinandi var Peter Olver, prófessor við stærðfræðideildina. Í ritgerðinni var staðfest tilgáta franska stærðfræðingsins Élies Cartans um endanleika jafngild- isaðferðar hans, en tilgátan var sett fram á fjórða áratug tutt- ugustu aldar. Þá kynnti ritgerðin til leiks nýja jafngildisaðferð sem samtvinnar aðferð Cartans og aðferð hins jafn- breytta hreyfigrunns fyrir gervi- grúpur, en þá síðari uppgötvaði leiðbeinandi Arnar árið 2008. Hin nýja jafngildisaðferð, sem var nefnd Aðferð hins sjálfhverfa hreyfigrunns, er töluvert skilvirkari en forverar hennar tveir og getur leyst jafngild- isvandamál sem áður þóttu of reiknislega þung. Frá sjónarhóli hinnar nýju að- ferðar verða ýmsar þungar setningar auð- veldar, svo sem setning Lie-Tresses og ok- stöðusetningin um diffranlegar óbreytur. Til að ná fram meginnið- urstöðum sínum þróaði Örn reikni- rit sem finnur Pommaret-grunna fyrir margliðumótla, sannaði útgáfu af hinni klassísku Cartan- Kuranishi-setningu og alhæfði klassíska setningu um samsniða hlutvíðáttur í Lie-grúpum svo að hún næði líka til hinna óendanlega víðu Lie-gervi-grúpa. Örn Arnaldsson Örn Arnaldsson er Reykvíkingur, fæddur árið 1984. Hann lauk námi af eðlis- fræðibraut MR árið 2004, hlaut MS-gráðu í stærðfræði frá HÍ árið 2010 og MS- gráðu í hagnýtri stærðfræði frá University of Washington árið 2013. Örn hyggur á áframhaldandi stærðfræðirannsóknir og er í umsóknarferli fyrir rannsóknar- stöður í háskólum fyrir næsta skólaár. Þá veitir hann ráðgjafarþjónustu fyrir líf- eyrissjóði vegna tryggingafræðilegrar stöðu þeirra. Örn er kvæntur Ástu Mar- gréti Sigurðardóttur lögfræðingi og eiga þau eina dóttur, Björk. Doktor )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.