Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 79

Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt að standa fast á þínu og ekki láta hvern sem er vaða yfir þig á skítugum skónum. Gakktu bara í verkið og þú munt undrast hversu auðvelt það er. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu rólegheit annarra ekki fara í taug- arnar á þér því allir þurfa sinn tíma og það er ekki á þínu valdi að breyta því. Nú er tími til að slappa af og síðan skaltu vinna úr hlut- unum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft á nánum samböndum að halda og ættir því að leita leiða til að bæta sambönd þín. Inn- og útganga nýrra persóna hrindir heppilegri atburðarás af stað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu ekki að pukrast þetta úti í horni. Einbeittu þér að því að tala hreint út um hlutina frekar en byrgja þá inni. Með því ertu fljótur að finna lausnirnar því aðrir hafa mikið til málanna að leggja. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er mikil orka í loftinu sem þú þarft að reyna að nýta á jákvæðan hátt. Deildu ein- hverju persónulegu. Með því skilar orkan sér beint aftur til þín og gefur þér aukna fyllingu í lífið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Leyndardóms- fullar spurningar leita á hugann. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú lendir í þeirri aðstöðu að yfirráð þín eru dregin í efa. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið rólegur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er víst að allt sem ljónið er að fást við takist í fyrstu atrennu. Fjarlægðu stressið, með því hverfur tilhneigingin til þess að fara yfir strikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð furðulegar hugmyndir, og sumar þeirra virka ekki. Vertu því ekki smeykur þótt þér sýnist margt snúið við fyrstu sýn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Aðstæður dagsins eru dæmdar til þess að bjóða heim misskilningi og ágengni. Hentu því sem þú þarft ekki og þrífðu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fæstir njóta velgengni án hjálpar annarra. Til þess að samband geti gengið vel verður þú að vera eins góður félaga þínum og hann er þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt hefur sinn tíma og það á líka við um góða hluti og slæma. Taktu boðinu og þú munt sjá áhrifamátt fyrirgefningarinnar. Helgi R. Einarsson skrifaði mérfyrir helgi, – var úti í Bíldsey á Breiðafirði að rýja fé: Til Bíldseyjar sigldi bátur, menn brostu og glumdi við hlátur. Allt siðan breyttist og áhöfnin þreyttist er eltist við sauðþráar skjátur. Engir lengur hér aldur sinn ala og því ekkert er vert um að tala. Þó seli og fé og fugla ég sé, sem fallega’ í núinu hjala. Þar sem veðrið er svo gott, stafa- logn og 14° hér í Reykjavík og 12° fyr- ir vestan þegar þetta er skrifað þótti mér rétt að rifja upp „Lysthúskvæði“ eftir Eggert Ólafsson og hygg ég flestir kunni eða þekki fyrsta erindið: Undir bláum sólar sali Sauðlauks- uppi í lygnum -dali fólkið hafði af hanagali hvörsdags skemmtun bænum á, fagurt galaði fuglinn sá: og af fleiri fugla hjali frygð um sumarstundir; listamaðurinn lengi þar við undi. Úr þessari rómantík þótti mér freistandi að bregða mér austur á Langanes að heyra í Páli Jónassyni æðarbónda í Hlíð sem hefur frá fugl- um að segja og orti þrjár hanalimrur í lotunni: Haninn á Máfamýri var monthani, Drottinn minn dýri, uns minknum hann mætti sem varirnar vætti og úti var ævintýri. Haninn á Hænufossi er helvíti mikill bossi, svo orðunefnd fer, sem eðlilegt er, að heiðra ‘ann með hanakrossi. Haninn sem kunni ekki á klukku á Kántrýbæ gerði enga lukku, hann morgunhress gól, þegar sigin var sól, og heimtaði kaffi í krukku. Helgi fer víðar: Út um þingeyska mela og móa flýgur mjúkrödduð heimkomin lóa. Syngur sprellfjörugt lag um þann spaugsama dag þegar hitti hún sporléttan spóa. Þessi limra er um „hugástir“: Í huganum lóuna lagði lómurinn glaður í bragði, en eitt er að þrá og annað að fá eins og kerlingin sagði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrir vestan og þaðan austur á Langanes Í klípu „JÁ, VIÐ HÖFUM KOMIST AÐ NIÐUR- STÖÐU. OG, TIL ÞESS AÐ GERA MIKIÐ ÚR STUNDINNI, TÖLDUM VIÐ ÞAÐ SNIÐUGT EF VIÐ VÆRUM ÖLL Í RÖNDÓTTU Í DAG.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HAFÐU AFTUR EFTIR MÉR: „DÁLEIÐSLA ER VIRÐI FIMMÞÚSUNDKALLS Á TÍMANN“.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þar sem kraftaverkin gerast. ÉG GLEYMI ÞVÍ ALLTAF HVAÐA DAGUR ER Í DAG ÉG SÉ ENGA MYND AF ÞÉR HÉRNA, VINUR! HÉRNA, SJÁÐU DAGATAL MEÐ SÆTUM KÖTTUM ÞAÐ ER ÉG! HEPPNI EDDI! ÉG KEYPTI ÞESSA BRYNJU ÚR DÁNARBÚI! ÉG GERÐI EINA BREYTINGU Á HENNI… … FYRIR ÞAU SKIPTI SEM ÉG VIL FLÝJA HRATT AF HÓLMI! Sjónvarpsgláp er Víkverja eðl-islægt. Ein fyrsta æskuminning hans tengist sjónvarpi, en Víkverji, sem litli feiti krakkinn sem hann var, horfði ótæpilega á He-Man- teiknimyndir og annað afþreying- arefni þegar hann var barn. Áhorfið skilaði sér síðan margfalt til baka, sem sást best á því að ólíkari menn í útliti en He-Man og Víkverja var vart að finna. Er Víkverji enn að reyna að bæta þann samanburð sér í hag með því að mæta reglulega í ræktina, en við litla velgengni. x x x Æskuminningin gamla er hinsvegar allt að því „trámatísk“, þar sem Víkverji ákvað einn góðan veðurdag að kveikja á sjónvarpinu og horfa á teiknimyndirnar. Á þeim tíma tók það sjónvarpið smátíma að birta mynd, en það er staðreynd sem lætur „krakka“ nútímans oft hvá. „Ha, þurfti að bíða áður en kviknaði á sjónvarpinu?“ Ójá. Og meðan á þeirri bið stóð var lítið annað fyrir Víkverja að gera en að vappa þung- um skrefum í átt að leðurhornsóf- anum og fá sér sæti. Og þá var myndin samt ekki komin enn. x x x Þegar sú stund loks rann upp varðVíkverji hins vegar fyrir sárum vonbrigðum, því ekkert sjást á skján- um annað en stillimyndin og svo skerandi píp. Móðir Víkverja kom og útskýrði vandann fyrir honum: „Vík- verji minn, það er sko fimmtudagur. Þú verður bara að fara út að leika þér.“ Sárari orð gat Víkverji varla heyrt, illa svikinn af vini sínum, sjón- varpinu. Ekkert sjónvarp á fimmtu- dögum eða í júlí. Þvílík martröð! x x x Þetta rifjar Víkverji nú upp í ljósiþess að með nútímasjónvarps- tækni þarf Víkverji og hans fólk aldr- ei að fara út að leika sér frekar en það vill. Heilu sjónvarpsseríunum er streymt í gegnum netið og tíðkast jafnvel að allir þættir í seríunni séu „frumsýndir“ á sama degi, þannig að þeir sem hafa tíma og nennu til geta jafnvel klárað seríuna innan sólar- hrings frá því hún kom út. Nú er hún Snorrabúð stekkur, segir Víkverji bara. vikverji@mbl.is Víkverji Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. (Orðs. 3:5) Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI SPEGLAR Framleiðum spegla eftir máli og setjum upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.