Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is VIÐTAL Þorgerður Anna Gunnarsd. thorgerdur@mbl.is „Rökkur er dramatísk ráðgátu- hrollvekja með samkynhneigðu tvisti,“ segir Erlingur Óttar Thor- oddsen, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem von er á í kvik- myndahús 27. október næstkom- andi. Kvikmyndin hefur þegar ver- ið sýnd á kvikmyndahátíðum í Gautaborg og München og þegar blaðamaður heyrði í Erlingi var hann á leið í flug til Los Angeles þar sem kvikmyndin Rökkur, eða Rift eins og hún kallast á ensku, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á hátíð sem kallast Outfest og gef- ur sig út fyrir að vera ein stærsta hinsegin kvikmyndahátíð heims. Erlingur segir myndina fjalla um tvo unga menn sem voru eitt sinn par en eru hættir saman þegar myndin hefst. „Hún byrjar þannig að annar aðilinn í sambandinu hringir í hinn um miðja nótt þar sem hann er staddur í sumarhúsi og hljómar eins og eitthvað mikið sé að, eins og hann sé að fara að gera eitthvað slæmt við sjálfan sig. Hinn brunar upp á Snæfellsnes til þess að reyna að bjarga honum en þegar hann er kominn á staðinn uppgötvar hann að það er eitthvað allt annað í gangi.“ Rökkur er ekki fyrsta hrollvekja Erlings en hann hefur áður gert kvikmyndina Child Eater sem varð til út frá lokaverkefni hans í kvik- myndagerð í Columbia-háskólanum í New York. „Ég hef verið mikið á flakki á milli Íslands og New York síðan ég kláraði námið. Lokaverk- efnin mín voru tvær stuttar hroll- vekjur, Child Eater og The Ban- ishing, sem gekk báðum vel á kvikmyndahátíðum og hlutu nokkur verðlaun.“ Í kjölfarið segist hann hafa farið í samstarf við framleiðandann sem gerði Child Eater með honum, Perri Nemiroff, og þau hafi ákveðið að láta reyna á að gera myndina í fullri lengd. „Okkur tókst það ein- hvern veginn, ótrúlegt en satt, og myndin kom út fyrir tæpu ári,“ segir Erlingur. „Þegar ég var krakki fór ég aldr- ei leynt með hvað mig langaði til að gera. Áður en ég fór út í kvik- myndagerðina lærði ég bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Ég held það hafi verið mjög góður grunnur, að læra inn á frásagnarlistina.“ Hræddur um að enginn kæmi Erlingur segir Rökkur hafa feng- ið góðar viðtökur bæði í Gautaborg og München og að uppselt hafi ver- ið á sýningarnar. „Ég hafði svolitl- ar áhyggjur af því að enginn myndi koma og sjá myndina því ég er ekki þekkt nafn og þótt leikararnir séu kannski þekktir á Íslandi eru þeir það ekki erlendis. Það var því mjög gaman að mæta á staðinn og sjá troðfullan sal,“ segir Erlingur. Hann segir myndina líka skilja eft- ir margar spurningar, sem sé ætlunin. „Ég er sérstakur aðdáandi mynda sem innihalda ráðgátur sem eru ekki endilega fullkomlega leyst- ar og skilja mann eftir í lausu lofti.“ Eftir sýningarnar hefur hann ásamt öðrum aðstandendum mynd- arinnar svo svarað spurningum frá áhorfendum. „Það er mikið hægt að tala um og mín upplifun hefur verið sú að áhorfendur fíli þetta rosalega vel. Ég hef líka setið í salnum og séð hvernig fólk bregst við óhugn- anlegu atriðunum og bregðu-atrið- unum. Það er mjög skemmtilegt.“ Stærsta hinsegin kvikmyndahátíðin Erlingur segir að í eitt skipti hafi liðið yfir konu á sýningunni en þor- ir ekki að fullyrða af hvaða ástæð- um það var; hvort það hafi verið vegna þess hve óhugnanleg myndin var eða einhvers annars. Hann tek- ur þó fram að það hafi verið í lagi með konuna eftir aðhlynningu lækna og sjúkraflutningamanna. Erlingur hlakkar til að fara með myndina á Outfest, bæði vegna þess að þetta er frumsýning á henni í Bandaríkjunum og vegna þess að þetta er ein stærsta LGBT- kvikmyndahátíð í heiminum. „Það er sjaldgæft í íslenskum kvikmyndum að fjallað sé um sam- kynhneigða karlmenn þótt það hafi kannski aðeins verið að breytast upp á síðkastið. Í Rökkri er sam- band tveggja karlmanna í for- grunni. Mér hefur alltaf fundist svolítið áhugavert að þrátt fyrir að standa framarlega í réttindabáráttu samkynhneigðra hefur kvikmynda- listin ekki fjallað mikið um sam- kynhneigð. Þetta er fyrsta íslenska myndin mín og ég var mjög með- vitaður um að gera eitthvað til þess að breyta þessu og skrifaði hand- ritið með það í huga,“ segir Erling- ur. Þess má geta að Rökkur hlaut verðlaun á Outfest sem listrænt af- rek (2017 Programming Award for Artistic Achievement), eftir að við- talið var tekið. Dagsetningin virkar fullkomlega Nýlega var dreifingarréttur kvik- myndarinnar í Bandaríkjunum seldur til dreifingarfyrirtækisins Breaking Glass Pictures og ætlar það að koma myndinni á markað í vetur. Erlingur býst við að það verði um svipað leyti og Rökkur kemur í kvikmyndahús á Íslandi. Um ástæður þess að myndin er frumsýnd svo seint hér á landi seg- ir hann að þau hafi langað að at- huga fyrst hvort hægt væri að koma henni á kvikmyndahátíðir. „Þetta er ódýr kvikmynd og við höfum ekki mikinn auglýsinga- eða markaðskostnað svo okkur langaði til að vekja athygli á henni með þessum hætti fyrst. Við vildum heldur ekki vera í samkeppni við aðrar íslenskar myndir svo við ákváðum þessa dagsetningu í sam- ráði við Senu,“ segir Erlingur að lokum. „Svo fannst okkur líka passa betur að sýna hana um vetur upp á stemninguna í myndinni svo þetta virkar fullkomlega.“ Morgunblaðið/Eggert Með tvisti „Rökkur er dramatísk ráðgátuhrollvekja með samkynhneigðu tvisti,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen. Úr Rökkri Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson. „Fór aldrei leynt með hvað mig lang- aði til að gera“  Ný íslensk hrollvekja í kvikmynda- hús í október  Önnur kvikmynd leik- stjórans Erlings Óttars í fullri lengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.