Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 92
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Ferðamaður féll í Gullfoss
2. Skjaldarmerkið birt á rangan … ?
3. Á brjóstahaldaranum á …
4. „Leitað með öllum ráðum og …“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Brynhildur Guðjónsdóttir, Vala
Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Ein-
arsson og Þórunn Arna Kristjáns-
dóttir eru orðin vel þjálfuð í söng-
leikjaforminu eftir að hafa sýnt 188
sýningar á Mamma mia! Öll verða
þau með í næsta söngleik sem Borg-
arleikhúsið setur upp, þ.e. Rocky
Horror í leikstjórn Mörtu Nordal, sem
frumsýndur verður í mars. Brynhildur
og Vala leika Magentu og Columbiu,
Valur Freyr er sögumaðurinn og Þór-
unn Janet. Með hlutverk Brads fer
Arnmundur Ernst Backman. Atli Rafn
Sigurðarson leikur Riff Raff, Haraldur
Ari Stefánsson er Rocky og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir Dr. Scott.
Eins og fram hefur komið bregður
Páll Óskar sér í hlutverk Frank–N–
Furter 27 árum eftir að hann lék hlut-
verkið með Leikfélagi MH.
Morgunblaðið/Eva Björk
Fara úr einum
söngleik í annan
Duo Atlantica, skipað söngkonunni
Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og gít-
arleikararanum Francisco Javier Jáu-
regui, heldur tónleika í kvöld kl.
20.30 í tónleikaröðinni Arctic Con-
certs í Iðnó. Dúettinn mun flytja
þjóðlög frá Evrópu og eru tónleikarn-
ir haldnir í minningu föður Guðrúnar,
Ólafs H. Torfasonar, sem lést í vik-
unni. Duo Atlantica hefur starfað í 15
ár og komið
fram á tón-
list-
arhátíðum
í Evrópu,
Bandaríkj-
unum og
Afríku.
Duo Atlantica flytur
evrópsk þjóðlög
Á föstudag, laugardag og sunnudag Suðaustlæg eða breytileg
átt og skýjað með köflum, en dálítil væta við S- og V-ströndina. Hiti
víða 12 til 17 stig, en yfir 20 stigum inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-18 m/s, hvassast úti
við SA-ströndina, en lægir heldur í kvöld. Hiti víða 10 til 18 stig, en
allt að 25 stigum NA-lands að deginum.
VEÐUR
Tveir leikmenn sem léku í 1.
deild í fyrra hafa sett mest-
an svip á Pepsi-deild karla í
knattspyrnu það sem af er
þessu keppnistímabili. Þeg-
ar keppnin er hálfnuð eru
þeir Andri Rúnar Bjarnason,
sóknarmaður Grindvíkinga,
og Hallgrímur Mar Stein-
grímsson, kantmaður KA-
manna, í tveimur efstu
sætunum í M-gjöfinni,
einkunnagjöf Morgun-
blaðsins. »4
Þeir bestu komu
beint úr 1. deild
„Ég er auðvitað stolt, en ég er alltaf
stolt þegar ég spila fyrir íslenska
landsliðið. Mér leið ekki þannig í gær
að þetta væri einhvers konar „come-
back“. Ég var bara mjög einbeitt í því
að ég væri
að fara að
spila lands-
leik. Þegar
ég geri það legg
ég allt í sölurnar.
Ég var bara í fót-
bolta, að spila landsleik
og ætlaði mér að skilja
allt eftir á vellinum,“
segir Harpa Þorsteins-
dóttir. »2
Ég var bara í fótbolta
að spila landsleik
„Ég sé alveg fyrir mér að við getum
spilað um verðlaunasæti ef við hitt-
um á góða leiki og spilum þessa vörn
sem við höfum gert síðustu tvo
leiki,“ segir körfuboltamaðurinn
Tryggvi Snær Hlinason en U20 ára
landsliðið í körfubolta er komið í átta
liða úrslit Evrópumótsins á Krít eftir
að hafa burstað Svía í gær og mætir
Ísrael í dag. » 1
Við getum spilað
um verðlaunasæti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
að gera Hólmavík að betri bæ, bæði
fyrir íbúa og ferðamenn. Í því skyni
söfnuðu ungmennin saman hátt í eitt
hundrað hugmyndum að úrbótum í
bænum og kennir þar ýmissa grasa.
Vatnsrennibraut í sundlaugina, útsýn-
ispallur upp á vatnstankinn og fleiri
skilti fyrir ferðamenn er meðal þeirra
hugmynda sem nú verða teknar fyrir
innan bæjarins.
Þá fór mikil vinna í að undirbúa
Náttúrubarnahátíð sem fram fer undir
lok mánaðar og mætti kalla nokkurs
konar uppskeruhátíð Náttúrubarna-
skólans þar sem krökkunum gefst færi
á að kynna starfsemina fullorðnum
gestum og gangandi. Hátíðin hefst
með því að gestir fremja veðurgaldur
til að tryggja að gott veður fáist alla
helgina en slíkt er lykilatriði enda fer
hátíðin að mestu fram utandyra. Á
dagskrá eru meðal annars sjósund,
ýmsar smiðjur, náttúrujóga og
kennsla í jurtalitun, auk þess sem
Svavar Knútur og hljómsveitin Ylja
skemmta gestum á tónleikum.
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
„Þegar þetta var að byrja fór ég í ferð-
ir með náttúrufræðingum, veðurfræð-
ingum og fleirum. Þeir sögðu mér allt
sem þeir vissu og svo reyni ég að miðla
því til krakkanna.“ Þetta segir Dagrún
Ósk Jónsdóttir, umsjónarmaður Nátt-
úrubarnaskólans í Strandabyggð og
yfirnáttúrubarn. Náttúrubarnaskólinn
er sumarnámskeið sem starfrækt hef-
ur verið á Sauðfjársetrinu á Ströndum
í nágrenni Hólmavíkur í þrjú sumur. Í
skólanum fræðast börnin um náttúr-
una frá ýmsum sjónarhornum.
„Við bruggum jurtaseyði, skoðum
fugla, búum til fuglahræður, sendum
flöskuskeyti og fleira,“ segir Dagrún.
Flestir þátttakendur eru frá Hólmavík
og sveitinni í kring, en Dagrún segir
einnig eitthvað um að krakkar komi
lengra að og stundum kíki börn í heim-
sókn sem eru á ferðalagi með for-
eldrum sínum. Venjulega fer starfsem-
in fram í sirkustjaldi fyrir utan Sauð-
fjársetrið en búið var að taka það
saman er blaðamann bar að garði þar
sem stormur var í aðsigi. Dagrún
stundar meistaranám í þjóðfræði við
Háskóla Íslands og býr í borginni á
veturna. Meðal viðfangsefna þjóðfræð-
innar eru sögur, atvinnuhættir, tónlist
og ýmsir siðir og venjur. Hún segir
náttúruna aldrei langt undan í þjóð-
fræðinni enda ekki langt síðan þjóðin
lifði öll á náttúrunni. Þjóðsögur eru í
sérstöku uppáhaldi hjá Dagrúnu og
hún er dugleg að deila þeim með börn-
unum.
Börnin bæta bæinn
Sumarnámskeiðin eru ekki það eina
sem Dagrún tekur sér fyrir hendur á
vettvangi Náttúrubarnaskólans því
hún sér einnig um skapandi sumar-
störf á Hólmavík, en þau eru hluti af
unglingavinnu bæjarins sem börnum í
efstu bekkjum grunnskólans býðst að
taka þátt í. Ýmiss konar verkefni voru
unnin í skapandi sumarstörfum en
þeim er nú lokið þetta sumarið. Lögð
var áhersla á að virkja sköpunarkraft
ungmennanna með það að markmiði
Náttúrubörn á Hólmavík
Fræða börn um náttúruna frá ýmsum sjónarhornum Taka þátt í að móta
bæinn með skapandi sumarstörfum Halda uppskeruhátíð í lok mánaðar
Ljósmynd/Dagný Ósk Jónsdóttir
Náttúrubarnaskólinn Öryggið var að sjálfsögðu í fyrirrúmi hjá krökkunum sem léku sér í rekaviðnum.
Í náttúrunni Dagrún Ósk
Jónsdóttir.
Sauðfjársetrið er í um tíu kílómetra akstursfjarlægð frá Hólmavík, með
frábært útsýni yfir Steingrímsfjörðinn. Á setrinu er safn og heitir fasta-
sýning þess Sauðfé í sögu þjóðar, en jafnan eru allt að fjórar sýningar í
gangi hverju sinni. Auk þess að hýsa Náttúrubarnaskólann er þar rekið
hið blómlega kaffihús Kaffi Kind og handverks- og minjagripabúð.
Sauðfjársetrið
ÚTVÖRÐUR STEINGRÍMSFJARÐAR