Morgunblaðið - 21.07.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.07.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðviku- daginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþeg- ar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Skipin sem um ræðir voru Mein Schiff 4, sem er 99.430 brúttótonn, Sea Princess, 77.500 tonn, og Aida- vita, sem er 42.300 tonn. Brúttó- tonnafjöldinn var því vel yfir 200 þús- und. Á morgun, laugardag, er skemmti- ferðaskipið Norwegian Jade vænt- anlegt í sína fyrstu heimsókn til Reykjavíkur. Skipið er 93.558 brúttó- tonn, farþegar eru 2.466 og í áhöfn eru 1.076. Það mun leggjast að Skarfabakka klukkan átta að morgni. Síðan gerist merkilegur atburður á Akranesi sunnudaginn 30. júlí. Þann dag kemur fyrsta skemmti- ferðaskipið til bæjarins. Það er franskt og heitir Le Boreal, tæplega 11 þúsund brúttótonn að stærð. Eins og staðan er núna er reiknað með 133 skipakomum til Reykjavíkur í sumar, samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna. Til samanburðar voru skipakomur 114 í fyrra. Alls komu 98.676 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í fyrra en í ár er áætlað að farþegar verði rúmlega 127 þúsund talsins. sisi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Sundahöfn Fjölmenni var við höfnina á miðvikudaginn þegar þrjú skemmtiferðaskip voru þar samtímis. Hávertíð skemmtiferðaskipanna  5.500 farþegar voru í Reykjavík sama daginn Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Við höfum ekki verið að fylgjast betur með þessum hópi en öðrum og hlaupum ekki upp til handa og fóta vegna frétta um þjófnað á Ásbrú,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá Rauða kross- inum, um ólgu á Ásbrú í Reykja- nesbæ þar sem hælisleitendur dvelja á vegum Útlendingastofnunar í skammtíma- úrræði. Lögreglan á Suðurnesjum stað- festi í fyrradag í samtali við Morg- unblaðið að allmargar kvartanir hefðu borist til þeirra varðandi hæl- isleitendurna og þá helst vegna þjófnaðar á reiðhjólum. Að sögn Brynhildar er allt með kyrrum kjörum hjá teyminu frá Rauða krossinum sem vinnur á Ásbrú. „Það er ekkert öðruvísi staða en vanalega hjá okkur og allt gengur vel. Það hefur ekki verið neitt ves- en,“ segir hún. Að sögn Brynhildar sinnir Rauði krossinn talsmannaþjónustu fyrir hælisleitendur og veitir þeim fé- lagslegan stuðning á Ásbrú. Vandmeðfarið að alhæfa Brynhildur segir að Rauði kross- inn hafi efasemdir um að þjófnaður- inn tengist allur hælisleitendum. „Þeir búa aðeins í einni blokk á Ásbrú af rúmlega 70,“ segir hún og nefnir að Rauði krossinn standi fyrir ákveðnu hjólaverkefni þar sem hæl- isleitendur fái að gera upp hjól og hafi þar með aðgang að hjólum. Brynhildur segir hælisleitendurna á Ásbrú blöndu af einstaklingum og fjölskyldufólki. „Það eru þarna ein- hverjir sem voru á Víðinesi, sem var lokað fyrr í mánuðinum, en það voru mest einstaklingar,“ segir hún og nefnir að Ásbrú sé aðeins skamm- tímaúrræði fyrir fólk sem bíður eftir úrlausn sinna mála. Hún segir vandmeðfarið að ætla að tala um að aðeins einn hópur standi á bak við þjófnaðina í Reykja- nesbæ. „Þetta er aðeins fólk sem vonast eftir að geta lifað betra lífi,“ segir hún. „Það hefur ekki verið neitt vesen“  Margar kvartanir berast lögreglu Brynhildur Bolladóttir Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) eru ósammála þeirri afstöðu Fjármála- eftirlitsins (FME) að tilgreind sér- eign sé flytjanleg frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutrygg- ingar. Þetta kemur fram í sameig- inlegu bréfi sem ASÍ og SA sendu FME í fyrradag. Orðrétt segir m.a. í bréfi ASÍ og SA: „Með kjarasamningi SA og ASÍ, dags. 15.1. 2016, var framlag launa- greiðenda hækkað úr 8,0% í 11,5% í þremur áföngum og var það veiga- mikill áfangi í jöfnun lífeyriskjara á almennum og opinberum vinnu- markaði.“ Í niðurlagi bréfsins til FME kem- ur fram að samtökin telji að þau hafi fulla heimild til að gera kjarasamn- ing um tilgreinda séreign sem lúti öðrum regum en ákvæðum laga um séreign varðandi vörsluaðila, ávöxt- un og útgreiðslu. ASÍ og SA beina því til FME að skýra frekar og end- urskoða tilmælin til lífeyrissjóðanna. ASÍ og SA viðurkenna þó í bréfi sínu að á grundvelli óbreyttra laga sé uppi túlkunarágreiningur um það hvort samningsaðilum sé heimilt að binda framlög í tilgreinda séreign við skyldutryggingarlífeyrissjóð. Þeirri óvissu verði væntanlega eytt um næstu áramóti gangi áform um lagabreytingar eftir. agnes@mbl.is ASÍ og SA ósammála túlkun FME  Vilja að tilgreind séreign sé bundin Óskað var eftir aðstoð slökkviliðs eftir að olía tók að leka úr rútubíl sem stóð við Vonarstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliði láku um 25 lítrar af olíu út á götuna og þurfti um tíma að loka fyrir umferð vegna þessa. Ekki fengust upplýsingar um ástæðu lekans, en einn dælubíll var sendur á vettvang auk þess sem hreinsibílar frá borginni þrifu göt- una með vatni og sápu. Olía lak úr rútubíl í miðbæ Reykjavíkur Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Röskun á ferðum Herjólfs til Land- eyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmanna- eyjum miklu tjóni. Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, segir ótryggar samgöngur á háannatíma hafa gríð- arleg áhrif og bæta gráu ofan á svart. „Þetta er alveg hræðilegt eins og þetta er búið að vera und- anfarið ár. Það hjálpaði ekki til að Herjólfur fór utan í slipp í maí.“ Júlí er aðalmánuður ársins að sögn Gísla Matthíasar. „Þá tvo daga sem samgöngur voru tæpar í júlí misstum við fimm hópa. Það má áætla að tap vegna þess sé um 2,5 milljónir króna. Fastur kostnaður, hráefni og starfsmannahald helst óbreytt þó svo Herjólfur sigli ekki. Fréttir af ótryggum samgöngum valda líka skaða,“ segir Gísli Matt- hías og bendir á að öll óvissa skemmi traust til ferðaþjónustunn- ar. „Ég held að fólk sé mjög ósátt við stöðu mála. Við verðum að halda í bjartsýnina, hafa trú á nýju skipi og að farið verði í endurbætur á Landeyjahöfn.“ Drulluerfitt „Auðvitað er það drulluerfitt þeg- ar röskun verður á ferðum Herjólfs á háannatíma,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Hann segir að blessunarlega sé mikið pláss í skipinu þannig að flutningar gangi vel. „Ferðirnar sem fallið hafa niður og eru óörugg- ar í næstu viku eru þær sem mest eru notaðar og það hefur veruleg áhrif,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það sé fordæmalaust að ferð- ir falli niður í júlímánuði. Að sögn Gunnlaugs er dýpkun það eina sem bætt getur ástandið en hún sé á könnu Vegagerðarinn- ar. Hann viti til þess að dýpkunar- skipið Galilei sé í slipp í Englandi og Dísa í slipp í Hafnarfirði. „Það er óvíst hvenær skip fæst en dýpkun gæti tekið einn til einn og hálfan sólarhring. Það var ekki reiknað með neinum dýpkunum í sumar en náttúran fer ekki eftir neinum með- altölum,“ segir Gunnlaugur. Hann segir það jákvæða þróun að farþegafjöldinn dreifist meira yfir daginn. Fólk komi í meira mæli með seinni ferðunum og gisti þá í Eyj- um. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, segir að tekjutap safns- ins þegar ferðir Herjólfs falla niður skipti hundruðum þúsunda. „Auk þess sem það skaðar ferðaþjón- ustuna og trúverðugleik hennar þegar Herjólfur þarf að sigla eftir sjávarföllum á háannatíma.“ Milljónatjón vegna röskunar ferða  Þörf á bjartsýni  Áætlað tap 2,5 milljónir króna  Trúverðugleiki í hættu Morgunblaðið/Kristinn Ótryggt Röskun ferða skaðar ferða- þjónustuna í Vestmannaeyjum. 30 ÁRA Útsölustaðir: • Momo.is – Garðabæ • Cocos – Grafarvogi • Kroll – Laugavegi • Share – Kringlunni • Stíll – Síðumúli • Dion.is – Glæsibæ • Corner - Smáralind • Smartey.is – Vestmannaeyjum • Rexin – Akureyri • Gallery Ozone – Selfossi • Palóma – Grindavík • Sentrum – Egilsstöðum • Blómsturvellir – Hellissandi • Verslunin Nína – Akranesi • Borgarsport – Borgarnesi • Kóda – Keflavík • Töff föt – Húsavík • Mæðgur og Magasín – Stykkishólmi • SiglóSport – Siglufirði • Efnalaug Dóru – Höfn • Skagfirðingabúð – Sauðárkróki Ada coted buxur í þremur litum Glænýtt frá KAFFE RÚN HEILDVERSLUN run.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.