Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 18

Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kínverjar hafaá prjónunumaukin umsvif á heimshöfunum. Í upphafi fimmtándu aldar lagði kínverski landkönnuðurinn Zheng He af stað með 317 skip í fyrsta könn- unarleiðangur sinn af sjö. Sigldi hann í Persaflóa og að austur- strönd Afríku með varning af ýmsum toga og kom með fullfermi til baka. Á þessum tíma var Kína mesta sjóveldi heims. Tæp öld var í að Kristófer Kólumbus léti úr höfn í leit að Indlandi og rakst á Ameríku. Nú byggja Kínverjar upp veldi sitt á höfunum að nýju. Hu Jintao lýsti yfir því í upphafi þessa ára- tugar og notaði þá orðið sjóveldi. Xi Jinping hefur haldið þeirri stefnu til streitu. Hann sagði fyrir þremur árum að Kínverjar hygð- ust ekki aðeins opna að nýju hina fornu silkileið frá vesturhéruðum Kína um Mið-Asíu til Mið- Austurlanda og Evrópu, heldur einnig „sjávarsilkileið 21. ald- arinnar“. Þessi áform birtast með ýmsu móti. Það vakti mikla athygli í Þýskalandi og víðar þegar til- kynnt var í lok liðinnar viku að kínverskt fyrirtæki hefði borið sigur úr býtum í hugmynda- samkeppni hafnaryfirvalda í Hamborg um fimmtu gámahöfn- ina þar með 1100 metra langri bryggju. Þetta hefur vakið reiði þeirra, sem fyrir eru við höfnina, og segja þeir stækkun með öllu óþarfa. Hafnaryfirvöld segja að ekki fylgi skuldbinding sigrinum í keppninni. Hins vegar kom í ljós að fjármögnunarþátturinn í til- lögu Kínverjanna hafði ráðið úr- slitum. Það er kannski ekki að furða. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins Hamburger Morgenpost á Jack Ma, einn af auðugustu mönnum heims, þátt í tillögunni. Auðæfi hans eru metin á 34,4 milljarða dollara og á hann þau einkum vefversluninni Alibaba að þakka. Umsvif Alibaba í Kína eru meiri en hjá EBay og Amazon í öllum heiminum. Þegar kauphall- arviðskipti hófust með hlutabréf í fyrirtækinu runnu 25 milljarðar evra í vasa þess. Það er meira en samanlagður ávinningur af upp- hafi viðskipta með Google, Face- book og Twitter. Blaðið sér sér- staka ástæðu til að halda því til skila að Jack Ma sé sérvitringur og hafi í fyrirtækjaveislum farið í gervi söngkonunnar Lady Gaga. Áform Kínverja í Hamborg eru ekki einsdæmi. Blaðið Financial Times birti í upphafi vikunnar fréttaskýringu þar sem sagði að ekki yrði auðvelt að hemja metn- að Kínverja í skipaflutningum. Þar er rakið hvernig Kína hafi haldið áfram skuldsettum fjár- festingum þrátt fyrir niðursveiflu á heimsvísu í skipaflutningum. Á fyrri hluta þessa árs vörðu Kínverjar 20 milljörðum dollara í að kaupa hafnir utan Kína, helm- ingi meira fé en á sama tímabili í fyrra. Ákvörðun flutn- ingafyrirtækisins Cosco um að kaupa keppinaut sinn frá Hong Kong, OOCL, beri því einnig vitni. Tilboð þess hefur nú verið sam- þykkt og segir í blaðinu að þar með verði Cosco í stöðu til að taka fyrsta sætið af þeim tveimur keppinautum, sem hafa mest um- svif í greininni, evrópsku skipa- félögunum Maersk og MSC. Blaðið bendir á að yfirráð yfir skipaleiðum muni hjálpa Kína á tímum átaka og ágreinings. Eign- arhald á erlendum höfnum muni auðvelda kínverska sjóhernum að ná því markmiði að sigla reglu- lega fjarri heimahöfnum. Þá geti fjárfestingar skapað velvild. Blaðið tekur Grikkland sem dæmi. Grikkir hafi í júní beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið for- dæmdi Kínverja vegna mannrétt- indabrota á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Margir fréttaskýrend- ur hafi spyrt þá ákvörðun við að Grikkir þurfi að reiða sig á fjár- festingar Kínverja. Cosco náði í fyrra meirihluta í stjórn hafnar- innar í Píreus, helstu hafnarborg Grikklands. Bandaríkjamenn og Indverjar hafa einkum gagnrýnt þessi auknu umsvif Kínverja og áhyggj- ur í Evrópu fara vaxandi. Indverj- ar óttast að tilgangurinn sé ekki aðeins viðskiptalegur, heldur einnig hernaðarlegur, þrátt fyrir fullyrðingar Kínverja um að sjáv- arsilkileiðin verði gata friðar og allir, sem þátt taki muni græða. Sjávarsilkileiðin liggur greini- lega víða. Ekki er langt síðan kín- verskt fyrirtæki keypti höfn í Panama og í hittifyrra gerði sama fyrirtæki 99 ára samning um höfnina í Darwin í Ástralíu. Kínverjar átta sig einnig á þeim möguleikum, sem kynnu að fylgja því að siglingaleiðir opnuð- ust við bráðnun íssins á norður- skautinu. 2013 fengu Kínverjar aukaaðild að Norðurskautsráð- inu, meðal annars með fulltingi Íslendinga. Áhugi Kínverja á Ís- landi birtist með ýmsum hætti. Mikil umræða skapaðist þegar Huang Nubo, kínverskur við- skiptajöfur, þó ekki í sömu deild og Jack Ma, sýndi því áhuga að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Ög- mundur Jónasson var þá innan- ríkisráðherra og stóð í vegi fyrir því. Ögmundur segir í fréttaskýr- ingu um þessi mál í Morg- unblaðinu í gær að Kínverjum sé hugleikið að skapa sér ítök sem víðast. Upp úr aldamótum hafi menn tekið eftir miklum áhuga Kínverja á að ná sér í eignarland: „Það var nokkuð sem menn tóku eftir í öllum álfum heimsins.“ Er ástæða til að óttast áform Kínverja? Viðskiptasjónarmið ráða vitaskuld miklu, en fráleitt væri að afskrifa hernaðarþáttinn og valdapólitíkina. Kínversk fyr- irtæki fjárfesta ekki á skjön við stefnu stjórnvalda, allra síst þeg- ar þau ganga fyrir ríkislánum. Það er því full ástæða til að hafa vara á nú þegar Kínverjar taka upp þráðinn sex ö-ldum síðar. Kínverjar kaupa markvisst hafnir og skipafélög} Sjóveldisáform Kína A f hverju ert þú til? Fokkaðu þér. Það verða allir glaðir ef þú deyrð. Ljóta mella, það vill enginn byrja með þér. Ojjjj hvað þú ert ljót. Þetta eru nokkur dæmi um orð sem börn og ungmenni láta falla í samskiptum sín á milli á smáforritinu Musical.ly, en vakin var athygli á þeim í vikunni og greint frá þeim í fjölmiðlum. Svipaðar fréttir hafa oft verið fluttar áður af samskiptum barna og unglinga á ýmsum öðr- um forritum eða vefsíðum. Í gjörvallri sögu mannkyns hefur líklega aldrei verið til fólk sem hefur fengið jafn mikla fræðslu og kennslu um hvernig koma eigi fram við aðra eins og einmitt nú. Lífs- leikni, þar sem ein aðaláherslan er á að fræða börn um skaðsemi eineltis, hefur um skeið verið skyldu- námsgrein í tíu ár í grunnskólunum. Í Aðalnámskrá grunnskóla segir m.a. að lífsleikni sé kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum og að lífsleikni „gegni mik- ilvægu hlutverki við að styrkja á skapandi hátt áræði, frumkvæði, hlutverk, ábyrgð og sjálfsmynd nemenda“. Þessu til viðbótar er skólum skylt að setja upp eineltis- áætlanir. Vel má vera að samskiptin á samfélagsmiðlunum væru enn verri ef lífsleikni væri ekki kennd eða ef eineltis- áætlanir hefðu ekki verið gerðar, en þetta virðist samt ekki skila því að börnin okkar komi fram hvert við annað af virðingu. Auðvitað er kostnaðurinn, fái einelti að þríf- ast óáreitt, miklu meiri en nokkurn tímann verður metið til fjár. En það hefur aldrei verið kannað hver heildarárangurinn er af þessari fræðslu og séu þessi samskipti á netinu einhver mæli- kvarði á það hversu vel tekst til er hann ekk- ert sérlega góður. Breska Barnaverndarstofan birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að 88% aukning hefði orðið í áreitni- og eineltismálum barna á netinu. Þar kom líka fram að börn allt niður í sjö ára hefðu orðið fyrir slíku og þeim fannst að þau ættu engrar undankomu auðið frá ein- eltinu; netið er jú alls staðar. Forstjóri bresku Barnaverndarstofunnar hefur skil- greint einelti á netinu sem eitt mest aðkall- andi barnaverndarmál okkar tíma. En þar sem netníð og dólgsháttur á netinu virðist ná til allra aldurshópa mætti líklega kalla það víðtækt lýðheilsuvandamál. Eitt dæmi um það eru viðbrögð við ummælum Hjalta Más Björnssonar, læknis á bráðadeild Landspítalans, á RÚV í vikunni, um að þau höfuðhögg sem Gunnar Nel- son bardagaíþróttamaður hefði orðið fyrir í bardaga um síðustu helgi gætu valdið heilaskaða og að ofbeldi yrði ekki að íþrótt með því einu að keppt væri í því. Í kjölfarið var Hjalti kallaður sóðalegt bakteríubú, að útlit hans væri ekki boðlegt og að best væri að forðast að fara til svo fordómafulls læknis. Í kjölfar fréttaflutnings af samskiptum barna á Musical.ly hafa margir orðið til þess að hvetja foreldra til að fylgjast betur með því sem börnin þeirra aðhefðust á netinu. Það er góð og þörf ábending. En hver á að fylgj- ast með þeim fullorðnu? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hver á að fylgjast með fullorðnum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ogAlþjóðaheilbrigðismálstofn-unin (WHO) gáfu í lok síð-asta mánaðar út sameig- inlega yfirlýsingu um jafnrétti til heilbrigðisþjónustu, sbr. vef WHO. Í yfirlýsingunni er að finna sameigin- legt ákall um endurskoðun laga og niðurfellingu á refsingum, m.a. fyrir neyslu og vörslu vímuefna til per- sónulegra nota og vændi sem stund- að er af fullorðnum einstaklingum og með fullu samþykki, þar sem sannað þyki að refsistefna í þessum mála- flokkum hafi haft neikvæð áhrif á lýðheilsu í þeim ríkjum sem eru að- ilar að stofnununum. Þetta o.fl. sé liður í langtímastefnu stofnananna til ársins 2030 um sjálf- bæra þróun heilbrigðisþjónustu þar sem „enginn er skilinn útundan“ og „hinir síðustu verði fyrstir“, en jað- arsetning og útilokun á ýmsum við- kvæmum hópum fólks með refsi- stefnu komi í veg fyrir að þau markmið nái fram að ganga. Óskað eftir tilnefningum Velferðarráðuneytið hefur sent bréf dags. 17. júlí sl. f.h. heilbrigð- isráðherra þar sem óskað er eftir til- nefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál, en stofnun þess vett- vangs er skv. „skýrslu heilbrigð- isráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efn- anna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélag- inu í heild“ sem fyrrverandi heil- brigðisráðherra, Kristján Þór Júl- íusson, lagði fyrir Alþingi veturinn 2015-16. Skulu geðsvið Landspítala, vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar, SÁÁ, Rauði krossinn, embætti Ríkislög- reglustjóra, embætti Landlæknis, dómsmálaráðuneyti, Afstaða félag fanga og velferðarráðuneyti skipa fulltrúa en heilbrigðisráðherra skip- ar formann og varaformann. Skulu allir þessir aðilar hafa skipað fulltrúa fyrir 10. ágúst nk. „Undirbúningur samráðsvett- vangs, eins og segir til um í 10. til- lögu skýrslu fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, var ákveðið sem fyrsta skref í að byrja að innleiða nýja stefnu í vímuefnamálum,“ segir Unn- steinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. „Það hefur tafist þar sem í millitíð- inni er búið að halda alþingiskosn- ingar og það tók 10 vikur að mynda ríkisstjórn, þannig að það hefur hægt talsvert á framgangi þessa máls,“ bætir hann við og vonast til þess að skipun samráðsvettvangsins takist fyrir haustið. Engin vinna virðist vera í gangi varðandi stefnubreytingu á löggjöf um vændi skv. upplýsingum frá stjórnvöldum. Alþjóðastofnanir ganga lengra Skýrsla fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra inniheldur 12 tillögur. Til- lögur 1-3 miða að breytingum á lög- um og reglum til að draga úr refsinæmi vímuefnaneyslu og þeim neikvæðu áhrifum sem refsingar hafa á neytendur vímuefna, en lagt er til afnám fangelsisrefsinga fyrir neyslu og vörslu vímuefna til per- sónulegra nota, í stað þess verði beitt fjársektum. Smávægileg vímuefna- brot fari ekki á sakaskrá nema sekt- arfjárhæð nái ákveðinni fjárhæð og þvagprufa verði ekki notuð til mæl- inga á vímuefnum í blóði ökumanna. Segja má að sameiginlegt ákall stóru alþjóðastofnananna SÞ og WHO gangi enn lengra en tillögur skýrslunnar, beinlínis er kallað eftir afnámi refsilöggjafar, en íslensk stjórnvöld virðast í tillögum sínum vilja ganga skemmra í þá átt þar sem sektir og skráning í sakaskrá verði enn notaðar til refsinga. Í síðasta mánuði, á alþjóðlegum degi gegn vímuefnamisnotkun, kallaði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, eftir því að tekist yrði á við vand- ann með „forvörnum og meðhöndl- un“, í samræmi við mannréttindi fólks. Ákall um niður- fellingu refsinga Morgunblaðið/Ómar Skaðaminnkun Hreinar sprautunálar eru afhentar hjá Frú Ragnheiði. Alþingi lýsti með ályktun sinni hinn 16. maí 2014 vilja sínum til að endurskoða stefnu í vímu- efnamálum á grundvelli lausna- miðaðra og mannúðlegra úr- ræða, á forsendum heilbrigðis- kerfisins og félagslega kerfis- ins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félags- legum réttindum þeirra, að- standendum þeirra og sam- félaginu í heild. Ályktun Alþingis ENDURSKOÐUN VÍMUEFNASTEFNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.