Morgunblaðið - 21.07.2017, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
Það eina sem ég veit er að ég er að fara í golf hjá golfklúbbnumOddi með stelpunum mínum og manninum mínum, en meiraveit ég ekki. Þau vilja ekki segja mér neitt meira,“ segir Helga
Friðriksdóttir, forstöðumaður hjá Landsbankanum, spurð hvað hún
ætli að gera í tilefni 50 ára afmælisins í dag. Eiginmaður Helgu er
Knútur Bjarnason, en hann á fasteignasöluna Helgafell, og dætur
þeirra eru Högna 22 ára og Melkorka 18 ára.„Markmiðið er síðan að
halda skemmtilegt kvennaboð áður en ég verð 51 árs, en ég hlakka til
að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni, hvað sem verður.“
Helga var forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar hjá Lands-
bankanum en ákvað að hætta því starfi. „Ég tók þessa ákvörðun í
mars og er nýbúin að kveðja gamla starfið og er núna í sumarfríi. Það
er ekki ákveðið hvað ég fer að gera síðan hjá bankanum.
Í sumarfríinu er ég búin að vera rosadugleg að spila golf,“ en Helga
er með 13 í forgjöf. „Svo hef ég verið dugleg að lesa, allt frá skemmti-
legum stjórnendabókum yfir í skandinavíska krimma, en þar er Jo
Nesbö í uppáhaldi. Ég kláraði MBA-nám í fyrra og finnst mjög gaman
að lesa viðtöl og ævisögur um stjórnendur sem hafa náð árangri í sínu
starfi,“ en Helga er enn fremur verkfræðingur að mennt.
Helga fylgist einnig mikið með fótbolta og eru FH og Chelsea henn-
ar lið. „Það er enn von fyrir okkur FH-inga á Íslandsmótinu og við
spyrjum að leikslokum, en aðalmálið núna eru stelpurnar okkar á EM
og mun ég ekki missa af neinum leik með þeim.“
Mæðgurnar Helga með móður sinni Kristbjörgu og Stubbi.
Fer í golf í dag en
veit síðan ekki meir
Helga Friðriksdóttir er fimmtug í dag
B
jörn Andrés Bjarnason
fæddist í Reykjavík 21.
júlí 1957. Hann ólst
upp í Nóatúni, „en á
hverju sumri dvaldi ég
á Hofsósi hjá móðurforeldrum mín-
um“.
Björn gekk í Ísaksskóla og Voga-
skóla. Eftir grunnskóla fór hann í
Iðnskólann í Reykjavík þar sem
hann lærði bifreiðasmíði. „Enda
var hugurinn mikið tengdur bílum.
Ég lærði bifreiðasmíði hjá meistara
Árna Gíslasyni.“
Eftir námsárin fór Björn að
vinna hjá Brimborg í nokkur ár, en
stofnaði sitt eigið fyrirtæki ásamt
Kolbeini Reynissyni 1985. Þeir
unnu saman í nokkurn tíma en
1998 breytti Björn fyrirtæki sínu í
einkahlutafélag og stækkaði fyrir-
tækið og rekur það í dag ásamt
Björn Bjarnason bifreiðasmiður – 60 ára
Á Rauðasandi Björn á ferðalagi með fjölskyldunni í fyrra. Í dag verður Björn að heiman í veiðiskap.
Hefur rekið eigið fyrir-
tæki í meira en 30 ár
Hjónin Björn og Sigurbjörg í skíðaferðalagi í Rúmeníu.
Frú Sigríður Jóhannesdóttir,
fyrrverandi kaupmaður í versl-
uninni Seymu, heldur upp á 90
ára afmæli sitt í dag. Í tilefni
dagsins brá hún undir sig betri
fætinum og hélt til Djúpavíkur,
en þar stofnaði hún og Sigurður
Jónsson (látinn 29.8. 2005) fjöl-
skyldu sína árið 1948. Hún kemur
aftur í bæinn fyrir vetur.
Árnað heilla
90 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri