Morgunblaðið - 21.07.2017, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Maðurinn erlendur hælisleitandi
2. Gunnar fékk 45 daga …
3. Ólíklegt að maðurinn sé …
4. Lugu til um pakkasendingu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Breska hjómsveitin Mumford &
Sons mun koma fram á tónlistarhá-
tíðinni Iceland Airwaves í Valshöllinni
sunnudaginn 5. nóvember, á loka-
tónleikum hátíðarinnar. Mumford &
Sons hefur verið með vinsælustu
hljómsveitum heims hin síðustu ár
og haft mikil áhrif á aðrar hljóm-
sveitir. Plötur hljómsveitarinnar hafa
selst gríðarvel en þær eru þrjár, Sigh
No More sem kom út árið 2009, Ba-
bel frá 2012 og Wilder Mind sem kom
út fyrir tveimur árum. Mörg laga
hljómsveitarinnar hafa notið mikilla
vinsælda víða um lönd og má þar
nefna „I will wait“, „The Cave“,
„Little Lion Man“ og „Believe“. Þá
þykir hljómsveitin með allra bestu
tónleikasveitum í heiminum í dag.
Aðrir tónlistarmenn og hljóm-
sveitir sem koma fram þetta kvöld í
Valshöllinni, 5. nóvember, verða
kynnt síðar en þeir sem kaupa arm-
band fyrir alla hátíðina og armband
sem gildir á Akureyri og í Reykjavík
eiga rétt á að fá miða á tónleika
Mumford & Sons. Miðarnir verða af-
hentir í Bíó Paradís degi fyrir tónleika
og þar gildir reglan „fyrstur kemur,
fyrstur fær“. Auk þess verða 500
miðar seldir á tónleikana og hefst
miðasala næsta þriðjudag, 25. júlí kl.
10, á miðasöluvefnum tix.is.
Mumford & Sons á
Iceland Airwaves
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben
kemur fram í Mengi í kvöld kl. 21 og
flytur eigin tónlist. Pétur á að baki
tvær sólóplötur, Wine For My Weak-
ness sem kom út árið 2007 og
God’s Lonely Man sem
kom út 2012. Hann
vinnur nú að sinni
þriðju plötu með
Helga Jónssyni, tón-
skáldi og básúnu-
leikara, og fleir-
um.
Pétur Ben í Mengi
Á laugardag Suðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum
S- og V-lands, en hægara og víða léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 12
til 25 stig, hlýjast NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s, en hægviðri
V-lands. Lítilsháttar rigning eða þokusúld S- og V-til, léttir til NA-
lands. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast í innsveitum NA-til.
VEÐUR
Hvorki KR né Valur komst
áfram í 3. umferð forkeppni
Evrópudeildarinnar í knatt-
spyrnu eftir tap í einvígum
sínum í 2. umferðinni í gær-
kvöld. Valur stóð vel í slóv-
enska liðinu Domzale ytra
og komst tvívegis yfir en
tapaði að lokum 3:2. Þá
fór Viðar Örn Kjartansson
með sigur af hólmi í Frosta-
skjólinu gegn KR með liði
sínu Maccabi Tel Aviv frá
Ísrael, 2:0. »2-3
KR og Valur eru
bæði úr leik
Hin tvítuga Ragnhildur Kristinsdóttir
úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék best
kvenna á fyrsta degi Íslandsmótsins í
höggleik á Hvaleyrarvelli í gær, en
hún kom í hús á tveimur höggum
undir pari, eða 69 höggum. Heima-
maðurinn Vikar Jónsson, sem einnig
er á tuttugasta aldursári, lék
best í karlaflokki, en hann lék á
65 höggum eða sex högg-
um undir pari. »1
Tvítug á toppnum hjá
konum og körlum
„Menn eru frekar svekktir yfir tapinu
en líka stoltir að hafa komist í átta
liða úrslit,“ sagði Kári Jónsson við
Morgunblaðið eftir að U20 ára lands-
lið karla í körfuknattleik komst ekki í
undanúrslit á EM eftir tap fyrir Ísrael
í gær. Árangurinn er þó sá besti sem
landsliðið hefur náð og framundan
eru leikir um 5.-8. sæti mótsins, fyrst
gegn Serbíu á morgun. »4
Strákarnir eru stoltir af
árangri sínum á EM
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri
tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur
Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurð-
ur um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Ein-
stakra barna.
„Verið var að gera upp nokkrar holur í golf-
klúbbnum okkar hérna í Sandgerði og ég ákvað að
kaupa eina holu og merkja hana Einstökum börn-
um. Ég borga síðan þúsund krónur fyrir hvern fugl
sem farinn er á holunni til samtakanna,“ segir hann
en fugl telst eitt högg undir pari hverrar brautar.
Guðmundur hefur engin tengsl við Einstök börn
og segist ekki alveg vita af hverju hann valdi þau
góðgerðarsamtök frekar en einhver önnur. Hann
segist þó vita að styrkurinn endi á góðum stað.
Skipuleggur styrktarmót
„Ekki eru þetta háar upphæðir sem ég hef verið
að greiða í sumar en margt smátt gerir eitt stórt,“
segir Guðmundur sem borgar samviskusamlega á
hverjum mánudegi til Einstakra barna.
„Mér finnst hins vegar heildarupphæðin vera
frekar lág og tók mig því til og skipulagði golfmót
til styrktar samtökunum.“
Mótið, sem fer fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði
á sunnudag, stefnir í að verða hið glæsilegasta en
allur ágóði mótsins rennur til Einstakra barna og
er það að sjálfsögðu opið öllum.
„Ég er að vona að við getum safnað vel fyrir sam-
tökin en þau hafa verið mjög hjálpleg við skipulagn-
ingu mótsins, aðstoðað mig við að hafa samband við
fyrirtæki og safna vinningum.“
Skorar á fólk að mæta
Allir geta tekið þátt í golfmóti helgarinnar að
sögn Guðmundar, einnig þeir sem ekki spila golf.
„Ágóðinn af hverju keyptu skorkorti rennur til
Einstakra barna hvort sem fólk spilar eða ekki. Þá
verður dregið úr veglegum vinningum og eru öll
keypt kort með í lottóinu,“ segir Guðmundur og
skorar á sem flesta að mæta og njóta dagsins í
góðum félagsskap.
Kirkjubólsvöllur er skemmtilegur 18 holu
völlur í umsjón Golfklúbbs Sandgerðis en
Guðmundur hefur spilað á vellinum í rúm 30
ár, eða frá því hann var opnaður. „Ég hef
gegnt ýmsum störfum fyrir klúbbinn og
spilað lengi á vellinum. Þetta er nefnilega
eini völlur landsins sem er opinn allt árið.“
Biður fólk að mæta á mótið
Golfmót til styrktar
Einstökum börnum
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Golf Guðmundur Einarsson hefur verið viðriðinn Golfklúbb Sandgerðis í rúma þrjá áratugi og nýtir
nú ástríðu sína fyrir golfíþróttinni til að styrkja góðgerðarsamtökin Einstök börn.
„Við fengum heldur betur óvæntan vin í lið
með okkur í vetur þegar golfklúbbur
Sandgerðis var að laga golfvöllinn
sinn,“ segir Guðrún Helga Harðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Einstakra
barna, en það er félag barna með sjald-
gæfa sjúkdóma og heilkenni.
Guðmundur hafði samband við fé-
lagið í vetur og vildi merkja félaginu
eina braut á golfvellinum og styrkja félagið um
1.000 krónur fyrir hvern fugl á holunni.
„Hann hefur samviskusamlega lagt inn á fé-
lagið á hverjum mánudegi og núna hefur hann
tekið sig til og skipulagt heilt golfmót til styrkt-
ar félaginu.“
Guðrún segir félagið einstaklega þakklátt
Guðmundi enda skipti hver króna máli sem komi
inn í starfið.
Óvæntur vinur í lið með okkur
FORSVARSMENN EINSTAKRA BARNA ÞAKKLÁTIR
Guðrún Helga
Harðardóttir