Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 8
Héðinn hefur störf hjá Tannlæknaþjónustunni
Tannlæknaþjónustan.is
Reykjavík
Valhöll, Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
Selfoss
Austurvegur 10
800 Selfoss
Hella
Suðurlandsvegur 3
850 Hella
Meðfram störfum mínum á Höfn í Hornafirði hef ég hafið störf hjá
Tannlæknaþjónustunni, Valhöll Háaleitisbraut 1,105 Reykjavík.
Ég býð gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.
Tímapantanir í síma 482-3333. Við tökum vel á móti þér Héðinn Sigurðsson
tannlæknir Reykjavík
Hitaðu bílinn með fjarstýringu
– Webasto bílahitari
-8°
-6°
-7°
0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 3 27.10.17 14:2
21° Tilfinning
BÍLASMIÐURINN HF
BÍLDSHÖFÐA 16
SÍMI: 567-2330
www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is
Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að
undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi
með útrás í Ölfusá eða sjó við Eyrarbakkahöfn.
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum
nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og
hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna
umhverfismatið.
Drög að tillögu að matsáætlun hafa legið frammi til
kynningar frá 13. desember sl. á vefsíðu EFLU;
www.efla.is/mat-a-umhverfisahrifum/
Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.
Athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til
15. janúar 2018.
Athugasemdir skal merkja „Hreinsistöð fráveitu á
Selfossi“ og senda með tölvupósti á netfangið
jon.agust.jonsson@efla.is eða með bréfpósti á:
EFLA verkfræðistofa
B.t. Jóns Ágústs Jónssonar
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Umhverfismat fyrir
hreinsistöð fráveitu
á Selfossi
EFLA VERKFRÆÐISTOFA
+354 412 6000 efla@efla.is www.efla.is
Íran Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær
Bandaríkjastjórn, einkum Donald
Trump forseta, um „viðurstyggileg“
afskipti af innanríkismálum sínum.
Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar
sendu Sameinuðu þjóðunum. Í
bréfinu segir að Bandaríkjaforseti
hafi „með því að skrifa fjölda stór
undarlegra tísta hvatt Írana til þess
að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot
á alþjóðalögum.
Óeirðirnar sem vísað er til eru mót
mæli sem hafa farið fram undanfarið
í nokkrum borgum ríkisins og eru
jafnframt þau mestu frá árinu 2009
þegar mótmælt var vegna ósættis við
forsetakosningar.
Upphaflega var það óánægja með
verðlag og spillingu sem vakti einna
helst reiði mótmælenda en með vax
andi fjölda þátttakenda var einblínt
í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að
mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei.
Stjórnvöld hafa tekið á mótmæl
unum af hörku en alls beið 21 bana
og að minnsta kosti 450 voru hand
tekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingar
varðliðsins, Mohammad Ali Jafari,
að tekist hefði að slökkva bálið.
„Í dag getum við með sanni sagt að
komið sé að lokum uppreisnar ársins
1396. Megi Guð vera okkur hliðholl
ur og megi ósigur þeirra verða algjör,“
sagði Jafari og vísaði til íranska tíma
talsins.
Gholamali Khoshroo, sendiherra
Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í
því segir enn fremur að Bandaríkja
menn hafi lengi og ítrekað skipt sér
af innanríkismálum Írana. „Núver
andi stjórnvöld í Bandaríkjunum
hafa farið yfir öll strik og brotið allar
reglur og grundvallaratriði alþjóða
laga um milliríkjasamskipti.“
Eins og í bréfinu segir tísti Trump
um mótmælin. „Ég ber mikla virð
ingu fyrir írönsku þjóðinni sem
reynir að endurheimta ríki sitt af
spilltum ráðamönnum. Bandaríkin
munu styðja ykkur þegar það er við
eigandi,“ tísti forsetinn.
Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir
þennan stuðning Trumps. Benti hann
á að með ferðabanni sínu, sem Trump
hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi
hann meinað venjulegum írönskum
ríkisborgurum að ferðast til Banda
ríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt
neitað að lögfesta fjölþjóðlegan
samning um kjarnorkuáætlun Írana.
Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa
þó ekki einungis beint sjónum að
Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einn
ig verið sakaðir um óeðlileg afskipti
sem og SádiArabar, en við þá eiga
Íranar í köldu stríði.
Rússneska utanríkisráðuneytið tók
undir með Írönum í gær. Sagði frétta
stofa ItarTass frá því að ráðuneytið
hvetti Bandaríkjamenn til þess að
láta af afskiptunum.
Nikki Haley, sendiherra Banda
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði á þriðjudag að fráleitt væri að
önnur ríki væru að hafa áhrif á mót
mælendur.
„Íranska þjóðin er að krefjast frels
is. Öllum frelsisunnendum er skylt að
standa með henni í þeirri baráttu,“
sagði Haley. thorgnyr@frettabladid.is
Íranar harðorðir vegna
afskipta af mótmælum
Stelpa í samstöðumótmælum í Brussel með mynd af Armin Sadeghi, þrettán
ára pilti sem lést þegar hann mótmælti í Íran. FréttABlAðið/EPA
Tíst Donalds Trump um
mannskæð mótmæli í
Íran þykja óeðlileg af-
skipti af innanríkismál-
um. Íransstjórn kvartar
til Sameinuðu þjóðanna
og sakar jafnframt Ísra-
ela og Sádi-Araba um
sams konar hátterni.
Bandaríkjamenn neita
alfarið en Rússar taka
undir með Írönum.
Núverandi stjórn-
völd í Bandaríkj-
unum hafa farið yfir öll strik
og brotið allar reglur og
prinsipp alþjóðalaga um
milliríkjasam-
skipti.
Gholamali
Khoshroo,
sendiherra Írans
hjá SÞ
Ég ber mikla virð-
ingu fyrir írönsku
þjóðinni sem reynir að
endurheimta ríki sitt af
spilltum ráðamönnum.
Bandaríkin munu styðja
ykkur þegar
það er við-
eigandi.
Donald Trump,
forseti Banda-
ríkjanna
BandarÍkin Lögfræðingar Donalds
Trump, forseta Bandaríkjanna,
hyggjast koma í veg fyrir útgáfu bókar
sem inniheldur skaðlegar ásakanir á
hendur ríkisstjórninni. Bókin, Fire
and Fury: Inside the Trump White
House, kemur út á þriðjudag en kafl
ar úr henni hafa birst í bandarískum
miðlum undanfarna daga.
Í bókinni segir Steve Bannon,
fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, að
Donald Trump yngri sé landráða
maður og föðurlandssvikari. Þá er
dregin upp mynd af Trump sem vit
leysingi sem vildi ekki í raun vinna
forsetakosningarnar.
Ríkisstjórnin hefur nú krafið
Bannon um að ræða ekki við blaða
menn um störf sín fyrir forseta á
grundvelli samkomulags um þag
mælsku. Trump sagði á miðviku
dag að Bannon hefði ekkert með
stjórnar hætti sína að gera og Sarah
Sanders upplýsingafulltrúi sagði bók
ina í gær „skáldskap af verstu sort“.
Höfundur bókarinnar, Michael
Wolff, fékk sams konar kröfu í gær.
Þar var þess krafist að bókin yrði
ekki gefin út vegna fjölda rangra full
yrðinga um Trump, ellegar myndu
lögfræðingar forseta kæra fyrir meið
yrði. – þea
Múlbinda Bannon og reyna nú að
koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-F
1
F
4
1
E
A
9
-F
0
B
8
1
E
A
9
-E
F
7
C
1
E
A
9
-E
E
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K