Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Það væri
fádæma
ábyrgðarleysi
að veðja á að
lukkan verði
aftur með
okkur í liði í
þetta sinn.
Týr skilar skólpskömminni
Huldupenninn Týr tuskar höf-
unda áramótaskaupsins til í Við-
skiptablaðinu. Sumt í skaupinu
þótti honum fyndið en annað
síður. Botninum var náð í því sem
hann kallar „umvöndunarsketsar
handritshöfunda Samfylkingar-
innar“. Samfylkingarpennarn ir
hafi þannig kosið að hlífa Degi.
Eggertssyni borgarstjóra í sjó-
sundsgríninu í tengslum við
klóakskandalinn við Faxaskjól
sem hann kallar „hið ótrúlega
klóakdælumál Dags B. Eggerts-
sonar“. Þar kom Dagur hvergi
við sögu en „þess í stað lítið gert
úr fréttamanninum sem svipti
hulunni af málinu og látið að því
liggja að hún væri bara einhver
puntudúkka“. Svo skemmtilega
vill til að umrædd fréttakona
er María Sigrún Hilmarsdóttir,
eiginkona Péturs Árna Jónssonar,
eiganda Viðskiptablaðsins.
Varaþingmaður í atvinnuleit
Gunnar Hrafn Jónsson, nú vara-
þingmaður Pírata, missti vinnuna
óvænt þegar ríkisstjórnin sprakk
í haust og boðað var til kosninga.
Gunnar Hrafn hefur gripið til
þess ráðs að auglýsa eftir vinnu á
Facebook og segist þar tilbúinn til
þess að fórna varaþingmennsk-
unni fyrir rétta starfið og jafnvel
hætta alfarið í stjórnmálum finni
hann annað starf á réttum vett-
vangi. Hann er reyndur frétta-
maður og glansaði sem slíkur í
erlendum fréttum RÚV um langt
árabil áður en hann hellti sér út í
pólitíkina. thorarinn@frettabladid.is
Skoða verður af fullri alvöru hvernig hægt er að bregðast við í samfélagi þar sem álag og áreiti eykst sífellt. Sem betur fer er skilningur á mikil-
vægi þess að stytta vinnutímann að aukast.
Bæði Reykjavíkurborg og ríkið eru nú með til-
raunaverkefni í gangi til að skoða kosti og galla
styttingar vinnuvikunnar. BSRB hefur talað fyrir því
um áratuga skeið og hefur krafan færst sífellt ofar á
kröfulistann. Bandalagið leggur áherslu á að vinnu-
vikan verði stytt úr 40 stundum í 36.
Nú er samfélagið farið að taka við sér svo um
munar. Reykjavíkurborg hefur leitt vagninn með
tilraunaverkefni sem unnið hefur verið með BSRB frá
árinu 2015. Annar áfangi verkefnisins hefst bráðlega
en þá geta allir vinnustaðir borgarinnar sótt um að
taka þátt. Sambærilegt tilraunaverkefni ríkisins og
BSRB er einnig í gangi.
Markmiðið með tilraunaverkefnunum er að rann-
saka langtímaáhrifin af því að stytta vinnuvikuna án
þess að skerða laun. Þær niðurstöður sem komnar
eru úr fyrsta áfanga tilraunaverkefnis borgarinnar
sýna að styttingin hefur gefið góða raun. Starfs-
ánægja hefur aukist og skammtímaveikindi dregist
saman á meðan afköstin hafa haldist óbreytt.
Önnur sveitarfélög hafa einnig sýnt málinu áhuga,
af augljósum ástæðum. Ef vinnustaðir geta með einni
aðgerð dregið úr álagi og veikindum án þess að það
bitni á afköstum er það augljós hagur allra að skoða
málið. Það ættu framsýnir stjórnendur fyrirtækja á
almennum vinnumarkaði einnig að gera.
Með styttri vinnuviku má stuðla að fjölskyldu-
vænna samfélagi. Fæst viljum við að börn séu í meira
en átta tíma á dag í skólum og leikskólum. Flestir
gætu hugsað sér meiri tíma til að hreyfa sig, sinna
fjölskyldu og áhugamálum. Með styttri vinnuviku
má einnig auka jafnrétti á vinnumarkaði, enda vinna
konur frekar hlutastörf en karlar og eru líklegri til að
sinna börnum í meira mæli. Við höfum allt að vinna
og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna.
Bregðumst við
álagi og áreiti
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
Þær niður-
stöður sem
komnar eru
úr fyrsta
áfanga
tilraunaverk-
efnis borgar-
innar sýna að
styttingin
hefur gefið
góða raun.
Kristján Þórir Hauksson, löggiltur fasteignasali
kristjan@fastlind.is · Sími 696 1122
FAGLEGT SÖLUFERLI
Þó svo að mikil eftirspurn sé á fasteigna-
markaðnum, þá skiptir miklu máli að allt söluferlið
sé faglegt og rétt, því þá fæst hæsta verðið fyrir
eignina.
Hvers virði er þín eign?
Hafið samband og fáið
frítt söluverðmat.
Um eitt virðast flestir vera sammála. Snúa þurfi af þeirri braut sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað um áratugaskeið þar sem launþegahópar knýja á um launaleiðréttingar fyrir sinn hóp á víxl. Niðurstaðan hefur enda
nánast undantekningarlaust verið sú hin sama. Samið
er um innstæðulausar nafnlaunahækkanir sem leiða
til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægra gengis
krónunnar. Vandamálið er hins vegar að þótt flestir
vilji forðast þetta þekkta stef þá eru á sama tíma allir
launþegahópar þeirrar skoðunar að það þurfi einungis
að „leiðrétta“ þeirra laun. Og framhaldið þekkja allir.
Nú er vanhugsað útspil kjararáðs, sem hefur ákvarðað
tugprósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem
heyra undir ráðið, notað sem rök fyrir því að rjúfa þá
launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á
almennum markaði 2015. Ólíklegt er að nokkur muni
græða á því að leggja upp í slíka vegferð. Öllum ætti
að vera ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana er
ekki fyrir hendi. Því verður vart trúað að forystumenn í
verkalýðshreyfingunni ætli að efna til kjarastríðs eftir að
kaupmáttur hefur hækkað um 20 prósent frá því 2015.
Það hljómar eins og hvert annað öfugmæli.
Sá tónn sem heyrist frá samtökum opinberra
starfsmanna, sem eiga nú í kjaraviðræðum við ríkið,
gefur þó ekki tilefni til að ætla að þar verði horft til
þess að semja um launahækkanir í samræmi við stöðu
þjóðarbúsins. Allir virðast hafa gleymt því markmiði
að við gerð kjarasamninga verði lært af reynslu hinna
Norðurlandanna þar sem kaupmáttur hefur aukist
á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs
gengis. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega
tveggja prósenta nafnlaunahækkun á vinnumarkaði,
litlu meira en verðbólga mælist þar í landi. Af hverju? Af
því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum
á vinnumarkaði að atvinnulífið stendur ekki undir meiri
launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður.
Staðan er þessi. Eftir miklar launahækkanir og
gengisstyrkingu krónunnar frá 2015 hefur raungengið
sjaldan verið hærra. Launakostnaður fyrirtækja hefur
hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent
meira en í helstu samkeppnisríkjum. Hlutfall launa
af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum og
Seðlabankinn hefur sagt að geta fyrirtækja til að taka
á sig frekari kostnaðarhækkanir gæti verið „komin að
endamörkum“. Laun verða ekki ákvörðuð án tillits til
verðmætasköpunar heldur hljóta þau að taka mið af
samkeppnishæfni landsins hverju sinni en við blasir að
helstu útflutningsgreinarnar eru í aðþrengdri stöðu.
Mestu skiptir að standa vörð um kaupmáttaraukningu
síðustu ára og þann verðstöðugleika sem hefur gefið
Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Sökum óvenju-
legra aðstæðna – mikillar gengisstyrkingar, hagstæðra
viðskiptakjara og lægra vöruverðs vegna afnáms tolla og
vörugjalda – þá fór verðbólgan ekki af stað eins og óttast
var eftir þær launahækkanir sem samið var um í síðustu
kjarasamningum. Það væri fádæma ábyrgðarleysi að
veðja á að lukkan verði aftur með okkur í liði í þetta sinn.
Sá leikur verður alveg örugglega ekki endurtekinn í bráð.
Ekki aftur
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r10 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-E
D
0
4
1
E
A
9
-E
B
C
8
1
E
A
9
-E
A
8
C
1
E
A
9
-E
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K