Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 20

Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 20
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 mikið út á að greina þessi áhrif til að hægt sé að ná settum markmið- um. Með áherslu á sjávarbyggðir og auðlindir hafs og stranda nýtum við okkur þær aðstæður sem eru til staðar hér á Vestfjörðum náminu til framdráttar,“ segir Peter. Fjölbeyttur hópur nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun Þegar Peter er spurður fyrir hverja nám í haf- og strandsvæðastjórnun sé hugsað segir hann það henta vel fyrir nemendur sem hafa áhuga á skynsamlegri umgengni um auð- lindir lands og sjávar. „Námsbak- grunnur nemenda er ólíkur og þótt flestir þeirra komi úr námsgreinum sem tengjast grunnstoðum náms- ins, s.s. vistfræði, félagsvísindum eða hagfræði, má segja að bak- grunnur þeirra spanni allt frá líffræði til lista. Nemendur koma víða að úr heiminum og því er bak- grunnur þeirra einnig ólíkur hvað það varðar. Iðulega fáum við líka fólk sem sest aftur á skólabekk eftir nokkur ár á vinnumarkaðnum. Úr verður skemmtilegur suðupottur reynslu og hugmynda sem auðgar námið,“ nefnir Peter brosandi. Sjávarbyggðafræðin samþættir þekkingu Hvað sjávarbyggðafræðina varðar þá er hún hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á byggðamálum á Íslandi og á norðlægum slóðum almennt. „Sjávarbyggðafræði hentar vel fyrir nemendur sem hafa lokið grunnnámi í einhverjum af undirstöðugreinum námsleiðar- innar, þ.e. félagsvísindum, land- fræði eða hagfræði, og vilja sam- þætta þessa þekkingu í tengslum við eitt viðfangsefni. En námið er líka opið nemendum með annan bakgrunn og er kjörið fyrir þá sem hafa reynslu af störfum í byggða- þróun. Fyrst og fremst er það ætlað þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á byggðaþróun framtíðarinnar og leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á hana,“ segir Peter. Staðbundið nám á Ísafirði Nám hjá Háskólasetri Vestfjarða er svolítið frábrugðið námi í háskól- um landsins. „Það er staðbundið og kennt á Ísafirði, sem þýðir að nær allir nemendur eru aðkomnir. Við leggjum áherslu á að nemendur komi ekki hingað aðeins til að lesa af bók sem þeir gætu allt eins lesið heima. Samræður, umræður, hóp- vinna, vinna í nánd við viðfangs- efnið skipar því stóran sess,“ segir Peter en á Ísafirði er allt til alls. „Bærinn er paradís fyrir úti- vistar fólk ekki síst hvað varðar skíði og ýmislegt sjósport eins og kajakróður, köfun og brimbretti. Tónlistarlífið er einnig annálað með rótgróinn tónlistarskóla að ógleymdri rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður. Á Ísafirði er líka öflugt íþróttalíf, góðir grunnskólar og menntaskóli,“ upplýsir Peter brosandi. Sumarönn getur flýtt námslokum Eðlilega krefjast þessar námsleiðir sérhæfðra kennara og þess vegna eru öll námskeið kennd í lotum, oftast í tvær eða þrjár vikur. Hjá Háskólasetrinu hefur þar að auki frá upphafi verið kennd sumarönn, sem gerir nemendum kleift að ljúka öllum námskeiðum á u.þ.b. 10 mánuðum. „Þetta þýðir að nemendur dvelja á Ísafirði frá hausti og fram í miðjan júní. Þá tekur við vinna við lokaritgerð sem nemendum er frjálst að vinna hvar sem er. Námið er 120 ECTS, eins og algengast er með meistaranám, en það er að jafnaði tvö ár. Hjá okkur er skipu- lagið hins vegar þannig að nem- endur klára námskeiðin á innan við einu ári og geta þá hafist strax handa við lokaritgerð um sumarið. Við leggjum reyndar mikla áherslu á að nemendur byrji snemma að móta lokaverkefni sitt og höldum mjög vel utan um þann hluta námsins,“ segir Peter. Nemandi sem tekur ekkert sumarfrí getur lokið náminu með lokaritgerðarvörn á u.þ.b. 18 mán- uðum og það eru alltaf nokkrir sem gera það. Kennsla á ensku af hagnýtum ástæðum Haf- og strandsvæðastjórnun er kennd á ensku og verður sjávar- byggðafræðin það einnig. „Fyrir því eru þrjár ástæður: Í fyrsta lagi eru þetta mjög sérhæfðar náms- leiðir og þar af leiðandi kannski ekki næg eftirspurn á öllu landinu til lengri tíma til að fylla heilu árgangana. Í öðru lagi verður námsleiðin í sjávarbyggðafræðum kennd á ensku til að nýta sem best samlegðaráhrifin sem verða af tveimur námsleiðum. Í þriðja lagi þurfum við alltaf að leita út fyrir landsteinana eftir kennurum því sérfræðingarnir hér á landi er umsetnir. Með því að opna fyrir kennara frá útlöndum fáum við tækifæri til að fá sérhæfða kennara í hverja lotu í báðum námsleiðum og um leið víkkum við sjóndeildar- hringinn til nágrannalanda og ann- arra heimshluta.“ Góðir atvinnumöguleikar að námi loknu Hvað atvinnumöguleika varðar hafa nemendur í haf- og strand- svæðastjórnun átt mjög auðvelt með að finna vinnu í hinum ýmsu greinum um víða veröld. „Margir fara inn í opinbera geirann og vinna við auðlinda- og skipu- lagsmál. Einnig fara margir inn í einkageirann og starfa við ráðgjöf og rannsóknir. Þá má nefna að þótt áhersla námsins sé hagnýt hefur fjöldi nemenda haldið áfram í doktorsnám. Svo námið opnar ýmsar dyr. Við reiknum með að sjávarbyggðanámið gefi svipaða raun,“ segir Peter að lokum. Sjávarbyggðafræðin er þverfræðilegt nám sem byggist einkum á hagfræði, félagsvísindum og landfræði. Nemendur koma víða að úr heiminum og með ólíkan bakgrunn. Oft er um að ræða fólk sem sest aftur á skóla- bekk eftir nokkur ár á vinnumarkaðnum. Úr verður skemmtilegur suðupottur reynslu og hugmynda sem auðgar námið. Framhald af forsíðu ➛ Byggðafræðin snýst um að greina samfélög og finna leiðir til að stýra þróun og sjá í tæka tíð það sem verða vill í framtíðinni svo hægt sé að taka góðar ákvarðanir. Nemandi sem tekur ekkert sumarfrí getur lokið náminu með lokaritgerðarvörn á u.þ.b. 18 mánuðum og það eru alltaf nokkrir sem gera það. Námsbakgrunnur nemenda er ólíkur og þótt flestir þeirra komi úr námsgreinum sem tengjast grunnstoðum náms- ins, s.s. vistfræði, félagsvísindum eða hagfræði, má segja að bakgrunnur þeirra spanni allt frá líffræði til lista. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða 2 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSKÓLAR OG NÁmSKeIÐ 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 9 -E 8 1 4 1 E A 9 -E 6 D 8 1 E A 9 -E 5 9 C 1 E A 9 -E 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.