Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 22
Þemað í
ár er
ofurhetjur
og fimm
krakkar sem
taka þátt í
lestrarátakinu verða
valdir af handahófi úr
pottinum og gerðir að
persónum í næstu bók.
Ævar Þór Benediktsson
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@365.is
4 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ
Við höfum boðið upp á fjarnám frá árinu 2001. Þetta er vinsæll valmöguleiki
og á síðustu önn voru um 1.300
nemendur í fjarnámi við skólann,“
segir Steinunn H. Hafstað, fjar-
námsstjóri Fjölbrautaskólans við
Ármúla.
Skráning og greiðsla fer fram á
heimasíðu skólans til 10. janúar. Á
síðunni kemur fram hvaða áfangar
eru í boði og lýsing á þeim. Þurfi
fólk aðstoð við að finna út hvaða
áfanga það þarf að taka býðst þeim
ráðgjöf frá skólanum.
„Námið er sett upp í kennslu-
kerfinu Moodle og hefur nemandi
þar aðgang að kennurum, verk-
efnum og prófum og því námsefni
sem ekki þarf að kaupa. Í kerfinu
er einnig ítarefni, myndbönd og
hljóðupptökur og þá fær hver
nemandi námsáætlun og skila-
áætlun verkefna yfir önnina. Í lok
annar eru próf og þá þarf nemand-
inn að mæta í skólann eða á ein-
hvern stað hann býr ekki á höfuð-
borgarsvæðinu eða erlendis,“ segir
Steinunn.
Hverjir sækja fjarnám?
„Afar fjölbreyttur hópur nýtir
sér fjarnámið á nánast öllum
aldri. Til dæmis nemendur í
framhaldsnámi sem þurfa að
endurtaka áfanga eða vilja flýta
fyrir sér. Einnig nemendur sem
lokið hafa starfsnámi og þurfa að
bæta við sig til stúdentsprófs og
nemendur sem þegar hafa lokið
stúdentsprófi en þurfa að bæta við
áföngum til að uppfylla inntöku-
skilyrði háskóla. Stór hluti nem-
enda í fjarnámi er fólk sem hefur
nám að nýju efir hlé. Þá erum við
með stóran hóp nemenda í 9. og
10. bekk grunnskóla sem taka
áfanga í fjarnámi hjá okkur. Þeir
nemendur fá námsefni við hæfi
sem fæst metið inn í framhalds-
skólana. Það flýtir fyrir krökkun-
um og gerir grunnskólunum kleift
að koma til móts við styrkleika
þeirra án þess að þau þurfi að
stökkva yfir bekki.“ Að auki býður
skólinn upp á fjölbreytt nám á
heilbrigðisbrautum.
Aðstoð við heimanám
Öllum nemendum skólans, bæði í
dagskóla og fjarnámi, býðst aðstoð
við heimanám í námssetri skólans
sem opið er á hverjum degi.
Aðstoðinni sinna bæði kennarar
og nemendur.
Nánari upplýsingar á http://www.
fa.is/fjarnam/um-fjarnam/
Fjarnemar í Fá á annað þúsund
Fjölbrautaskólinn í Ármúla býður upp á almennt framhaldsskólanám í fjarnámi. Nemendur geta
tekið einn áfanga og upp í fullt nám á hverri önn. Innritun stendur til 10. janúar.
Fjölbrautaskólinn
í ármúla býður
upp á almennt
framhaldsskóla-
nám í fjarnámi.
Innritun stendur
yfir. mYNd/Fá
Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, var að hefja
lestrarátak nú í byrjun janúar. Þetta
er fjórða árið í röð sem Ævar stendur
fyrir lestrarátaki, en átakið snýst
um að hvetja grunnskólabörn til
að lesa sem mest. Átakið stendur
yfir í tvo mánuði, til 1. mars, og á
því tímabili geta krakkar í 1. til 10.
bekk fyllt út svokallaða lestrarmiða
sem verður skilað inn í stóran pott.
Fimm krakkar verða svo dregnir úr
Lestrarátak
Ævars hafið
í fjórða sinn
Ævar Þór Bene-
diktsson hóf
lestrarátak 1.
janúar, fjórða
árið í röð. Átakið
stendur til 1. mars
og snýst um að
hvetja grunn-
skólabörn til að
lesa. Fimm þátt-
takendur verða
persónur í næstu
bók Ævars.
pottinum að átakinu loknu og þeir
verða persónur í næstu bók Ævars.
„Hingað til hafa samtals verið
lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í
átökunum,“ segir Ævar. „Það er nátt-
úrulega bara æðislegt og það hvetur
mann til að halda áfram.“
Þátttakendur um allan heim
„Krakkar fylla út svokallaða lestrar-
miða fyrir hverjar þrjár bækur sem
þeir lesa. Hljóðbækur og ef einhver
les fyrir þig telst með. Miðana er
hægt að fá á skólabókasöfnum og
á vefnum mínum og þeir eru svo
sendir í pottinn sem verður dregið
úr. Því fleiri bækur sem krakkar lesa,
þeim mun fleiri miða geta þeir átt
í pottinum,“ segir Ævar. „Skólarnir
hafa verið mjög duglegir að taka
þátt hingað til og Heimili og skóli
taka svo við öllum miðum fyrir mig.
Hingað til hefur það verið þannig
að þegar miðarnir byrja að koma
þá kemst fólkið þar ekki í mat því
það eru svo
margir að
koma með
miða, sem
er algjörlega
geggjað.
Ef skólinn
sjálfur tekur
ekki þátt
mega krakkar
líka bara senda
inn sína eigin
miða,“ segir
Ævar. „Í fyrra
byrjaði ég líka
að hvetja íslenska krakka sem búa
erlendis til að taka þátt og íslenskir
krakkar út um allan heim gerðu það,
sem var brjálæðislega gaman. Meira
að segja íslenskir krakkar sem eiga
íslenska foreldra, tala íslensku og
lesa á íslensku, en hafa aldrei komið
til Íslands, sem er mjög töff.“
Nýjar reglur
„Þetta hefur náttúrulega þróast
með hverju árinu og á hverju ári
hefur líka sniðugum hugmyndum
verið gaukað að mér,“ segir Ævar.
„Til dæmis gerði ég þá breytingu
eftir fyrsta árið að það megi lesa á
hvaða tungumáli sem er. Það má
líka lesa teiknimyndasögur, það eru
alveg jafn miklar bókmenntir og
hvað annað. Ég lærði að lesa þannig.
Orðaforðinn úr Tinna dugar manni
alveg út lífið.
Á þessu ári ákvað ég líka að leyfa
krökkum upp í 10. bekk að taka
þátt,“ segir Ævar. „Þetta hefur alltaf
verið bara 1.-7. bekkur, en ég hef
fundið fyrir áhuga frá eldri krökkum
svo að í ár ákvað ég að hafa þetta
alveg upp í 10. bekk. Það er bara
betra að hafa fleiri með.
Þemað í ár er ofurhetjur og fimm
krakkar sem taka þátt í lestrar-
átakinu verða valdir af handahófi
úr pottinum og gerðir að persónum
í næstu bók, sem ber vinnuheitið
Ofurhetjuvíddin og kemur út í vor,“
segir Ævar. „Þetta er fjórða bókin
í bernskubrekum Ævars vísinda-
manns og það bætast alltaf fimm
nýir krakkar í hópinn á hverju ári
sem taka þátt í bók ársins.“
Veggspjöld sem hreyfast
„Auglýsingastofan Brandenburg
slóst í hópinn í fyrra og hannaði og
teiknaði veggspjöldin,“ segir Ævar.
„Þau gerðu þrjú æðisleg veggspjöld
og unnu meira að segja Lúðurinn,
íslensku auglýsingaverðlaunin, fyrir
bestu veggspjöldin.
Í ár kom upp sú hugmynd að gera
plaköt sem hreyfast þegar maður
labbar fram hjá þeim,“ segir Ævar.
„Það þurfti að hanna þau alveg sér-
staklega og Þorvaldur Sævar Gunn-
arsson, sem teiknar veggspjöldin
fyrir mig, teiknaði í raun tvö plaköt
sem voru skeytt saman í eitt. Það
er ekki hægt að búa til þessi plaköt
á Íslandi svo við þurftum að leita
til fyrirtækis í Tyrklandi. Það var
mikil spenna þegar þau losnuðu úr
tollinum að sjá hvort þetta virkaði
ekki örugglega. En þau eru algjörlega
æðisleg!“
mikil vinna
Ævar leggur á sig mikla vinnu
fyrir átakið. „Verkefnið er styrkt af
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu, Forlaginu, Brandenburg
auglýsingastofu, Póstinum, Reykja-
vík Bókmenntaborg UNESCO,
Heimili og skóla, DHL á Íslandi,
Barnavinafélaginu Sumargjöf og
Þjónustumiðstöð bókasafna,“ segir
hann. „Síðustu ár hef ég fengið fólk
til að hjálpa mér að pakka vegg-
spjöldunum sem eru send í skóla
landsins, en í ár ákvað ég að sjá bara
um þetta sjálfur, og gefa öðrum
smá frí. Eftir á að hyggja voru það
kannski mistök, þar sem þetta tók
heila helgi.“
Lestrarátak Ævars er nú í fullum
gangi. Allar nánari upplýsingar og
lestrarmiðarnir eru á vefnum
visindamadur.is.
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-F
B
D
4
1
E
A
9
-F
A
9
8
1
E
A
9
-F
9
5
C
1
E
A
9
-F
8
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K