Fréttablaðið - 05.01.2018, Side 33
KYNNINGARBLAÐ 15 F Ö S T U DAG U R 5 . ja n úa r 2 0 1 8 SKóLAR oG NámSKeIÐ
Vísindamenn ætla að hjálpa stúdentum í Noregi að skilja fræðilegt
tungumál í háskólaumhverfinu.
Margir nemendur koma illa
undir það búnir í háskóla að
skilja hið akademíska tungu-
mál. Ruth Vatvedt, prófessor í
ritfræði við Háskólann í Ósló,
var alin upp á sveitabæ en
þegar hún byrjaði háskólanám
fann hún að það voru mörg orð
sem hún skildi ekki. Henni var
sagt að læra betur orðaforða
háskólamanna. Ruth segir að
það hafi tekið sig langan tíma.
Hún hefur nú tekið saman bók
ásamt fleiri vísindamönnum þar
sem lögð er fram ný þekking á
fræðilegu tungutaki á Norður-
löndum.
Námsmenn sem eiga háskóla-
menntaða foreldra eru oft
betur í stakk búnir til að stunda
námið en þeir sem eiga ómennt-
aða foreldra. Nokkrar rann-
sóknir sýna að ungt fólk skilur
ekki nægjanlega vel sitt eigið
mál. Nýja bókin á að hjálpa
fólki að skilja fræðileg orð og
læra hvernig þau eru notuð.
Enskan er sömuleiðis meira og
minna notuð í háskólakennslu á
Norðurlöndum. Flestir doktors-
nemar læra til dæmis eingöngu
á ensku.
Hjálpa með orðaforðann
Kyrrseta er afar óholl og líkaminn stirðnar við langar setur yfir skólabókum. Nauð-
synlegt er að standa öðru hvoru upp
og hreyfa sig og eins er hægt að gera
léttar teygjuæfingar við borðið.
l Standið upp úr stólnum án þess að
nota hendur og setjist aftur niður.
Gerið þetta nokkrum sinnum í
röð.
l Skiptið stólnum út fyrir stóran
æfingabolta. Með því að sitja á
boltanum styrkjast vöðvar í baki,
lærum, rassi og kvið þar sem við
notum þá til að halda jafnvægi á
boltanum.
l Lyftið öxlum alveg upp að eyrum,
haldið í nokkrar sekúndur og látið
þær svo „detta“ niður. Endurtakið
nokkrum sinnum.
l Snúið höfðinu rólega til hægri og
vinstri.
l Réttið hendurnar beint fram,
kreppið hnefana og snúið í hringi
um úlnliðina. Snúið nokkra hringi
í báðar áttir. Opnið svo lófana og
hristið hendurnar.
l Andið djúpt að ykkur og vindið
upp á efri hluta líkamans um
leið og þið andið frá ykkur. Snúið
nokkrum sinnum í báðar áttir.
l Stillið klukkuna á símanum svo
hún hringi á minnst klukkutíma
fresti, helst oftar. Standið þá upp
frá borðinu og sækið ykkur vatns-
glas.
Teygjuæfingar
yfir bókunum
Oft getur verið höfuðverkur að finna til nesti fyrir börnin á morgnana, bæði hvað á
að gefa í nesti og hve mikið. Á vef
Lundarskóla á Akureyri má finna
leiðbeiningar um hvað er sniðugt
að hafa í nesti fyrir 6-12 ára börn
sem borða góðan morgunverð og
fá heitan mat í hádeginu í skól-
anum. Mælt er með að hafa ávexti
annan hvern dag en hálfa samloku
hinn daginn. Hæfilegur skammtur
er eitt stykki epli, banani eða pera,
2 mandarínur, 2 plómur, 8-10
jarðarber, 10-15 vínber, 1-2 melónu-
bitar eða kíví en þá er gott að setja
teskeið í nestisboxið. Í samlokuna er
mælt með grófu brauði eða flatköku
með smjöri og áleggi sem til dæmis
getur verið ostur og epli eða paprika
í sneiðum, smurostur, banani
eða kjötálegg með káli, gúrku eða
tómötum. Einnig er mælt með smá
grænmeti aukalega eins og gulrót,
kirsuberjatómötum eða blómkáls-
bitum. Með er best að drekka vatn
eða mjólk en margir krakkar eru í
mjólkuráskrift í skólanum.
Fengið af vef Lundarskóla.
Hollt og staðgott
í nestisboxið
mörg fræðileg orð þarf að læra í háskóla.
Nám í netagerð – veiðafæratækni
Á vorönn 2018 mun Fisktækniskóli Íslands bjóða upp á nám í netagerð (veiðarfæratækni).
Námið er í samstarfi við fagnefnd netagerðar, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og öll helstu
fyrirtæki í veiðarfærðargerð og þjónustuaðila á Íslandi.
Kenndar verða verk- og faggreinar netagerðar samkvæmt samþykktri námskrá 2016.
Starfstengt nám
fwww.fiskt.is
Netagerð
Upplýsingar um innritun og frekari upplýsingar um námið má sjá á heimsíðu skólans www.fiskt.is
sími 412-5966 info@fikst.is
verk- og faggreinar
netagerðar
Vorönn 2018
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-F
6
E
4
1
E
A
9
-F
5
A
8
1
E
A
9
-F
4
6
C
1
E
A
9
-F
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K