Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 37

Fréttablaðið - 05.01.2018, Page 37
KYNNINGARBLAÐ 19 F Ö S T U DAG U R 5 . ja n úa r 2 0 1 8 SKóLAR oG NámSKeIÐ Sigursteinn Snorrason hefur þjálfað þúsundir Íslendinga undanfarin 25 ár. mYND/eRNIR Vinsældir Mudo Gym hafa vaxið mikið frá því stöðin var opnuð í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi fyrir tveimur árum. Stöðin hefur alla tíð sérhæft sig í öflugu barna- og fjölskyldustarfi í taekwondo auk þess sem aðstand- endur hennar segjast stoltir af því að Einherjar, sterkasti keppnis- hópur landsins í bardaga, sé upp- alinn hjá þeim. Upphaf ársins hefur verið anna- samur tími í Mudo Gym en þar fóru allir flokkar á fullt í upp- hafi vikunnar, segir Sigursteinn Snorrason yfirkennari sem býr yfir 20 ára reynslu af kennslu í taekwondo, í grunn- og háskóla og í mörgum mismunandi íþróttum. „Vinsælustu flokkarnir eru risarnir og nareban-byrjendur. Þeir hafa verið nánast uppseldir frá byrjun og verður engin breyting á þessari önn. Við munum leggja meiri áherslu á fullorðna og form æfingar á þessu ári og höfum fengið frá- bæra nýja kennara í hópinn fyrir þessa önn.“ margt í boði Mudo Gym býður upp á barna- starf sem hefst strax við tveggja ára aldurinn. Hóparnir skiptast að sögn Sigursteins í tröll (2-3 ára), risa (4-5 ára), dreka (börn á ein- hverfurófi) og nareban-flokkana sem eru 6-12 ára börn skipt eftir aldri og beltum. „Auk þess erum við með skemmtilegan fullorðins- hóp fyrir byrjendur og að lokum mjög sterkan keppnishóp sem er nú að verða stærsti hópurinn okkar. Hópurinn kallast Einherjar, eftir stríðsmönnum guðanna, og bjóðum við upp á bæði keppnis- flokk í formi sem og í bardaga. Þessar æfingar hafa einnig nýst öðrum félögum á Íslandi og má segja að Mudo sé orðin miðstöð fyrir metnaðarfullt keppnisstarf sem er opið öllum sem vilja vinna með okkur. Keppnisflokkurinn æfir 6-10 sinnum í viku en aðrir hópar æfa 1-3 sinnum í viku.“ Frábærir kennarar Mudo Gym tók til starfa í janúar 2016 og fyrstu mánuðina var ein- göngu boðið upp á einn barna- flokk og einn keppnishóp en heildarfjöldi nemenda var um 25. „Um sumarið var framkvæmdum að mestu lokið hjá okkur og hægt var að fara að fjölga hópum og bæta þjónustuna. Haustið 2016 varð sprenging hjá okkur og fór skólinn úr tveimur í þrettán flokka á fyrsta heila starfsvetrinum og nemendafjöldinn er núna í kring um 200. Við fengum frábæra kennara frá móðurlandinu, Kóreu, til okkar í nokkra mánuði auk gestakennara frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Norðurlöndunum.“ Haustið 2017 bættist við starfs- semi Mudo Gym þegar þeim bauðst aðstaða hjá Primal Gym í Faxafeni í Reykjavík. „Við höfum auk þess verið með skipulagðar æfingabúðir 2-3 sinnum í mánuði, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Vorið leggst vel í okkur og er stefnan sett fram á við og gaman að sjá marga af okkar ungu nemendum farna að feta sig áfram á keppnisbrautinni og ná virkilega góðum árangri.“ Vinsæl íþrótt Taekwondo er vinsælasta bardaga- list í heimi að sögn Sigursteins með um 70 milljónir iðkenda um allan heim. Greinin komst inn á Ólympíuleikana árið 2000 og eftir það hafa vinsældirnar rokið upp. „Sem hreyfing byggist taekwondo mikið upp á alhliða líkamlegu formi, mikið er af teygjuæfingum og fimi, jafnvægi og hraða. Í Mudo Gym vinnum við líka mikið út frá slagorðunum okkar „Búum til sterkari börn” og „Sjálfstraust, sjálfsagi, sjálfsvörn“. Námskráin okkar byggist að miklu leyti upp á líkamlegum æfingum úr bardaga- listum, fimleikum, jóga, frjálsum íþróttum, lyftingum og fleiru.“ Sem menntaður íþróttakennari og starfandi einka- og liðleika- þjálfari til 20 ára fléttar Sigur- steinn mikið af þeirri reynslu inn í æfingar nemenda. „Við viljum sjá nemendur okkar sterkari líkam- lega en ekki síður andlega og félagslega. Að mínu mati er það þessi vinkill sem gerir taekwondo svona sérstakt og vinsælt. Í okkar tilviki sjá foreldrar mikinn mun á börnunum sínum, jafnvel á fyrstu vikunum. Sjálfstraust eykst sem og almenn kurteisi og áhugi á lífinu almennt. Það er ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri.“ mjög góð aðstaða Aðstaðan í Víkurhvarfi er orðin mjög þægileg að sögn Sigursteins, ekki of stór en samt með allt sem þarf. „Við erum með tvo sali. Sá stærri er með pláss fyrir stærri flokkana sem sumir eru með allt að 35 manns. Litli salurinn er einnig ætlaður til þrekæfinga og ein- staklingsæfinga þannig að saman nýtast þeir mjög vel. Við erum að leggja lokahönd á eldhús- og svefnaðstöðu sem verður frábær viðbót þar sem við erum með bókaðar heimsóknir frá um 40 útlendingum fram á vor. Þeir geta þá gist í aðstöðunni okkar en ekki heima hjá mér.“ nánari upplýsingar má finna á sterkariborn.is. Hvar eru sterkari börn? Taekwondo er vinsælasta bardagalist í heimi og hefur iðkendum hennar fjölgað jafnt og þétt hér á landi. Mudo Gym í Kópavogi og býður upp á fjölbreytta tíma fyrir ólíka aldurshópa. Leo og Gunnar Snorri undirbúa sig af kappi fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Helsinki í janúar. mYND/eRNIR Taekwondo byggist að miklu leyti upp á spörkum og liðleika. mYND/SVeNNI SPeIGHT 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 9 -E 8 1 4 1 E A 9 -E 6 D 8 1 E A 9 -E 5 9 C 1 E A 9 -E 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.