Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 50
Þetta er ár ástarinnar Elsku Hrúturinn minn, þú ert að fara í afar merkilegt og öðruvísi ár miðað við fyrri ár. Í talnaspeki er talan sex yfir þér og það táknar ástina, fjölskylduna og aftur ástina. Næstu mánuðina reynir á mjög margt í lífi þínu og þú tekur afgerandi ákvarðanir um eitthvað sem þú bjóst ekki við að þú hefðir í þér að geta gert. Á þessu ári sigrar ástin og það þýðir að ást sem hefur verið erfiðleikum bundin springur, fer og gefur þér þar með nýja mögu- leika. Þetta tengist yfirleitt bæði fjölskyldu, vinum og ástinni því hún er fólgin í svo mörgu. Þetta er svo sannarlega ár frjósemi í svo mörgu, ekki bara getnaði heldur líka hug- myndum. Frjósemi hugans á þessu ári verður nefnilega endalaus. Þú getur látið fólk sem stendur þér næst hindra þig í að framkvæma það sem þú vilt og þú gerir oft engan greinar- mun á öryggi og ást. Árið 2018 er fyrir þér ár ástarinnar, sama í hverju það er fólgið. Nýtt upphaf á nýju ári Elsku Ljónið mitt, eins og þú ert mikið hjarðdýr og þú elskar fólk, þá er sjálfstæði það sem þú átt að hugsa um og er það mikilvægasta sem þú hefur. Ef þú ert ekki dásamlega ánægt með þig þá dregurðu þig í hlé, slekkur á Facebook, dregur þig inn í skel og reynir að vera eins ósýnilegt og þú getur. Samt elskarðu að baða þig í sviðsljósinu en neitar því statt og stöðugt ef þú ert spurt. Þú hefur dásamlegan stíl og hann er mjög per- sónulegur, en þú tekur álit annarra of nærri þér og getur látið eina neikvæða setningu frá manneskju sem skiptir þig engu máli rífa þig niður í marga daga. Á þessu ári ertu að fara inn í nýtt upphaf, það færist nær þér með hverjum mánuðinum og sýnir sig sérstaklega þegar þú átt afmæli. Þú hefur átt það til að loka á vandamálin þín, hreinlega valið að sjá þau ekki, en núna á þessu ári horfir þú svo sannarlega beint í spegilinn og sérð hverju þú þarft að breyta. Í ástinni gefurðu frá þér mikinn kynþokka eða útgeislun. Hoppaðu í djúpu laugina Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert búinn að fara í gegnum áhrifaríkt ár þar sem þú hefur tekið á hlutunum eins og þú getur. Þetta ár sem þú siglir inn í núna verður þér miklu létt- ara en samt svo spennandi og krefjandi. Þar sem þú elskar ferðalög og allt sem er krefjandi verður mikið af því, þetta er líka ár fyrir alla sem ætla að breyta um samastað og það er mikil heppni í kringum allt sem tengist því. „Taktu áhættu!“ kallar árið 2018 á þig. Ef þér finnst að ekkert hafi breyst í langan tíma ertu ekki í réttum farvegi í átt að framtíð þinni, þetta ár gefur þér svo sannarlega tækifæri til að breyta svörtu í hvítt, svo taktu áhættu og gerðu ævisöguna meira kryddaða og mundu að það vill enginn fá þreytandi minningargreinar um sjálfan sig. Þú ert sveipaður svo mikilli dulúð og fólki finnst þú spennandi. Á þessu ári sérðu svo vel hvað þú hefur gert rétt, en sérð líka svo vel hvað þú hefðir mátt gera betur, en ekki dvelja við þetta eina mínútu heldur stingdu þér beint í djúpu laugina. Þetta mun allt ganga upp Elsku Nautið mitt, þú ert týpa sem elskar að lifa og hrærast í að passa upp á fjölskylduna og einfaldleikann. Í eðli þínu, eins og þú ert nú merkilegt, þá leyfir þú þér ekki rosalega tilbreytingu í lífi þínu. Þú ert svo pottþétt manneskja en getur akkúrat látið það rústa parti af tilveru þinni. Þú elskar að vera ást- fangið, jú, því þú ert fjölskyldumanneskja, en getur orðið svo óhamingjusamt því að þú þarfnast mikillar rómantíkur og elskar að vera kynæsandi. Árið 2018 gefur þér mjög merki- lega hluti fram á sumarið, það er eins og þú hafir sent líf þitt til endurskoðanda og hann sé að reikna út hvort þú sért í réttum farvegi. Þetta er svo sannarlega tími sem eflir þig því þú munt átta þig á hverjir eru þínir réttu draumar eða hvort hugsun þín sé bara byggð á von og trú um að eitthvað muni breytast. Allt í sambandi við vinnu, verkefni og veraldleg gæði mun ganga betur upp en þú þorðir að vona. Galdramáttur verður yfir þér Elsku Meyjan mín, þú átt svo sannarlega skilið góða spá enda, samkvæmt talnaspeki, ertu á ellefunni sem er masterstala og þá fyrst er líf í tuskunum. Þetta er mikið tilfinningaár og þú sýnir ótrúlegasta fólki mikla tilfinningasemi og ert stöðugt að breyta og bæta velferð annarra og þín þá sömuleiðis í leiðinni. Þú átt eftir að hlaupa uppi draumana þína og þeir rætast að sjálfsögðu ekki allir því sumir draumar eru í raun martröð. Það verða afgerandi breytingar í haust og þú sérð þegar líða tekur á veturinn að lífið fer fram úr björtustu vonum því þú ert með þennan dásamlega x-faktor þó að fólk hræðist þig stundum en það er einfaldlega vegna þess að það þekkir þig ekki. Það verður yfir þér galdramáttur og þú hrindir svo merkilegum verkefnum í fram- kvæmd að samferðamenn þínir verða hissa. Þér mun reynast auðvelt að ganga fram hjá eða henda frá þér þeim erfiðleikum sem hafa hrjáð þig síðustu misseri ig skilja hvað skiptir þig máli og hvað skiptir þig aðalmáli. Þú endurfæðist Elsku Steingeitin mín, lífið gengur svo rosa- lega hratt og í öllu saman er gott fyrir þig að aftengjast stressinu. Það mun koma þér á óvart, þegar þú hættir að stjórna og reyna að redda öllu, að þegar þú sleppir tökunum þá er eins og vandamálið leysist. Þú hefur svo heillandi og bjartan persónu- leika og elskar að raða hlutum í kringum þig, helst merkjavöru, því þú þolir ekki eftir- líkingar. Það er sko ekki hægt að segja að þú sért eftirlíking af nokkru merki. Janúar verður þér óvenju góður. Þú verður með tengslanetið þitt á hreinu og skemmtir þér vel. En þegar líður að febrúar og mars eru lögð fyrir þig erfið verkefni, að þér finnst, en þú verður alveg steinhissa á því hversu vel þú leysir þau. Vorið gefur þér bestu stundir ársins. Þú hefur svo mikinn kraft seinni part ársins, nóg að berjast við ofurefli og sigra það. Og á þessu ári er eins og þú endurfæðist og sjáir svo skýrt að allt er fullkomið eins og það er. Á þessu ári færðu verðlaun eða viður- kenningu fyrir eitthvað sem þú ert að gera. Óskir þínar á silfurfati Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að missa jafnvægið og heilinn þinn er algjör- lega að springa úr alls konar hugsunum, það er svo mikilvægt fyrir þig að gera ekki of miklar væntingar til alls því þegar þér finnst útkoman ekki þér í vil er allt svo ömurlegt. Þetta hefur kennt mér mikið og er akk- úrat sérstök setning til þín fyrir næstu þrjá mánuði. Um leið og þú sleppir hræðslunni um að útkoman verði þér ekki í hag þá sérðu lífið í litum regnbogans. Þegar vorið fer að nálgast verður þú eins og aðalrakettan, lýsir upp himininn og fólk fyllist aðdáun. Seinnipart vors og frameftir því leikur þú við hvern þinn fingur því þú finnur að áhrif þín á lífið, tilveruna og annað fólk færa þér óskir þínar á silfurfati. Það er mjög trúlegt að þú munir skipta um heimili, eignast kannski bara annað heimili, fara í betri vinnu, verkefni eða skóla. Ekkert mun stöðva þig Elsku Vogin mín, þú ert á spennandi tímum og líf þitt er eins og svolítið ótrúleg bíómynd – þú ert ekki alveg viss um hvað er fram undan en virðist vera með opinn faðminn til að taka hverju sem er. Að sjálfsögðu ertu með allt á hreinu og skilur ekki fólk sem er það ekki, þú ert uppfull af dásamlegum markmiðum og ekkert mun stöðva frama þinn í starfi, þú vefur fólki í kringum þig þótt það sé ekki endilega fólk sem þú vilt hafa nálægt þér, þér finnst það bara gáfulegt að hafa alla góða. Þú heldur áfram þó að batteríin séu alveg búin því þú þrífst best undir álagi og þannig muntu ná árangri sem þú næðir ekki undir öðrum kringumstæðum. Talan þrír er að færast inn í líf þitt og gefur þér meiri skemmtanir og eykur áhuga þinn á list og það er alveg mögulegt að þú sjáir að þú ert miklu meiri listamaður en þú hefur hingað til talið. Þetta er mjög spennandi ár sem þú ert að fara inn í en í raun bara framhald af liðnu ári. Þú þarft að taka ákvörðun Elsku Vatnsberinn minn, þú ert sú mann- eskja sem gleður ávallt hjarta mitt og mig langar svo sannarlega til að knúsa þig. En þú ert á tímabili þar sem þú þarft að taka stórar ákvarðanir og alls ekki víkja frá því sem þú ætlar þér. Þú ert að byggja svo sterkar undir- stöður fyrir framtíðina, en þér mun finnast það dálítið erfitt. Sumarið verður góður tími til að faðma að sér fegurð, lífið og fjölskyldu. Haustið og veturinn gefa þér svo veraldleg gæði og peninga en þú skalt ekki láta það skipta þig of miklu. Þar sem þú ert óvenju gjafmild persóna og setur mikið í gjafirnar áttu inni fullt af óvæntum veislum – ég ætla þó ekki að út- skýra nákvæmlega hvað ég er að meina. Þú ert daðurkóngur eða -drottning því þér finnst það svo eðlilegt og fallegt að veita öðrum athygli. Og þar sem við erum ein heild, allur heimurinn, mun það tengja þig til útlanda og þú átt eftir að verða mjög hissa á því hverjum þú munt hanga með árið 2018. Elskaðu þig eins og þú ert Elsku Krabbinn minn, náttúrulega ertu svo dásamlega skemmtilegur og athyglisverður og það verður mikið að gerast á næsta ári og það sem hefur verið að ganga vel á síðustu mánuðum mun hreinlega halda áfram næstu árin. En það sem hefur verið erfitt og sett strik í reikninginn þinn gæti fært þér viss endalok, ekki vera hræddur við orðið endalok því það er svipað og tólfti mánuður ársins, desember, því að hann er endinn á árinu. Þá horfir maður til baka og fer yfir síðasta ár og það sem hefur ekki blessast á þessum tíma þarftu bara að skilja eftir til að gefa meira rúm fyrir það sem gengur vel. Það er ekki nýtt að mikil tilfinningasemi fylgi þér og það er það sem gerir þig að þeirri manneskju sem maður vill svo sannarlega hafa nálægt sér. Á þessu ári fyllistu endalausri orku og eldmóði á köflum en svo færist yfir þig værð. Farðu að elska þig alveg eins og þú ert. Þú hefur svo mikinn mátt. Leyfðu bara lífinu að gerast Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert með mjög mikinn kraft yfir þessu ári og munt hafa mun meiri stjórn á lífi þínu en þú hefur nokkurn tíma haft, en það eina sem mun hindra þig er að þú veljir að deyfa þig niður í andleysi eða nota efni eins og áfengi eða lyf til þess að stöðva hugsanir þínar. Þú ert á rosalega sterkri tölu í talnaspekinni þetta árið og þetta verður sá tími sem þú ákveður hvernig þú vilt að framtíð þín fari. Fyrriparturinn af árinu byggist reyndar ekki á því heldur byggist hann á stormasamri hringiðu í kringum þig sem þú getur ósjálf- rátt orðið þáttakandi í ef þú skiptir þér of mikið af. En stundum þarf maður ekki að hafa skoðun á öllu og öllum, heldur sleppa tökunum og leyfa lífinu bara að gerast. Þeir sem eru á lausu eiga að hætta að spá í þá týpu sem þeir héldu að myndi henta þeim. Svarið til þín og þíns ástarvesens er: Gefðu öðruvísi týpum séns. Fyrir þá sem eru óhamingjusamir í sambandi og hafa verið lengi verður þetta ár uppgjörs. Hentu út orðinu „stress“ Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf svo ný- móðins en hangir kannski tiltölulega mikið í símanum og getur fest þig í tilgangslausum leikjum í tölvunni þinni. En þú ert fullur af rómantískum hugmyndum og botnar ekkert í því ef fólk skilur ekki hvað þú ert að segja, þá verðurðu sár. Þú getur misst orkuna þína niður í leiða og ólund svo steinhættu að reyna að þóknast öðrum og segðu bara skýrt með fallegum tón í röddinni hvað þú vilt í raun og veru. Þú munt byrja þetta dásamlega ár 2018 með því að ákveða annaðhvort að fara í ferðalag eða taka frí, að finna sjálfan þig eða hvað svo sem hentar þér. Þetta er rosalega góð byrjun á árinu. Á þessu ári lendir þú á dásamlegri tölu samkvæmt indverskri talnaspeki, þú dvelur á tölunni fimm sem gefur þér óvenjuleg tæki- færi og nýjar upplifanir af lífinu. Ég vil að þú lærir að henda út orðinu „stress“ og setja ný orð í staðinn sem eru: „Ég er spenntur.“ Spáin gildir fyrir janúar Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKling Janúarspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Spáin birtist fyrsta föstudag hvers mánaðar. 5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r26 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð Lífið 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 9 -E D 0 4 1 E A 9 -E B C 8 1 E A 9 -E A 8 C 1 E A 9 -E 9 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.