Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 10
Guðni Ingimundarson, tvítugurvörubílstjóri frá Garðstöðum íGarði, hafði ásamt félögum sín-
um heyrt hvelli utan af sjó um morgun-
inn. Þeim fannst eins og verið væri að
sprengja eitthvað. Hvað gekk eiginlega á?
Mönnum lék forvitni á að vita hvað þetta
væri:
„Það var þokumugga út af Sandgerði. Eftir
að við heyrðum sprengingar um morgun-
inn fóru menn að fylgjast með. En svo rof-
aði til og við fórum að greina eldblossa
gegnum mistrið. Síðan fóru menn að ræða
um að þetta væri olíuskip sem brynni á
sjónum norðvestur af Garðskaga. Við
reyndum að komast eins nálægt og hægt
var til að fylgjast með. Besti staðurinn til
þess var við Garðskagavita.“
Síminn hringdi á heimili Hafliða Jónsson-
ar, yfirvélstjóra á Goðafossi, á Hringbraut
148. Halldóra Helgadóttir gekk að honum
og tók upp tólið. Á línunni var Jón Axel
Pétursson, hafnsögumaður í Reykjavík,
vinur Hafliða. Jón Axel sagði Halldóru frá
því að hringt hefði verið frá Suðurnesjum
og greint frá því að skipalest hefði verið að
sigla fram hjá Reykjanesvita um morgun-
inn ˆ sennilega væri íslenskt skip í henni ˆ
væntanlega væri þetta Goðafoss að koma
með fleiri skipum.
Halldóra var farin að bíða eftir eiginmanni
sínum og syni eftir tveggja mánaða útiveru
og vonaði að allt hefði gengið vel hjá
þeim:
„Jæja, loksins koma þeir, mikið er það nú
gott,„ hugsaði Halldóra, enda hafði hún
borið ugg í brjósti allt frá því feðgarnir
lögðu úr höfn tveimur mánuðum áður.
Henni var létt er hún hugsaði til þess að nú
kæmi Hafliði heim fyrir fullt og allt og
Pétur sonur hennar líka.
Hún fór að hugsa um hvernig hún gæti
gert heimkomu feðganna sem besta en
þessi hægláta kona fór sér þó að engu óðs-
lega, hún var langreynd sjómannskona.
Hún hugleiddi hvernig hún gæti gert Gísla
og Kristni, sonum sínum, viðvart.
Um borð í öðrum björgunarbáti Shirvans
reyndi stýrimaðurinn fáklæddi, Reid, að
komast sem lengst frá logandi skipinu:
„Björgunarbáturinn okkar var með mótor
en einhverra hluta vegna var stýrið farið af
bátnum. Það hafði sennilega rekist utan í
sjósetningarbúnaðinn - hrokkið eða rifnað
af og týnst. Mér var ískalt þarna, fáklædd-
ur í snjókomunni og frostinu. Og hvílíkur
öldugangur. Maður fann mun meira fyrir
honum um borð í svona bátkænu en í skip-
inu. Ég var dauðhræddur við að vera svo
nærri logandi skipinu og vildi komast sem
lengst frá því. Það gæti sprungið í loft upp
á hverri stundu.
Ég fann stöng undir þóftunum í bátnum,
járnbút með ferköntuðu gati, greip hana og
stakk henni þar sem stýrið átti að vera og
við sigldum af stað því einum vélstjóran-
um hafði tekist að koma mótornum í gang.
Þetta var betra og við sigldum af stað í
hríðinni. En við vorum ekki komnir langt -
kannski 50 til 100 metra frá - þegar sjórinn
gekk svo harkalega yfir bátinn að hann
hálffylltist. Vélin drap á sér. Nú voru góð
ráð dýr. Við vorum með bilaða vél og
komumst hvergi. Við neyddumst til að
setja út rekakkeri.„
Þegar Goðafoss var kominn nánast þvert á
Garðskaga var kominn tími til að snúa
skipinu í átt til Reykjavíkur.
Í brúnni fylgdust menn hljóðir með því
sem var að gerast á sjónum fram undan.
Sigurður skipstjóri gaf fyrirmæli um að
beygja á stjórnborða. Brennandi skipið var
þá komið á bakborða við Goðafoss.
Rétt í þann mund sem Ingólfur Ingvarsson
háseti beygði skipinu komu menn auga á
björgunarbát á sjónum, rétt um eina sjó-
mílu (tæpa tvo kílómetra) í burtu. Þar voru
augljóslega menn af brennandi skipinu.
Sigurður ákvað að koma þeim til bjargar.
Goðafossi gat ekki stafað hætta af slíku á
þessum stað - þar sem innsiglingin til
Reykjavíkur hófst í raun. Þar sem skipum
var raðað upp í lest við brottför til útlanda
og þau leyst undan samfylgd á leið inn í
Faxaflóa. Vopnað fylgdarskip var fremst í
lestinni, þá Goðafoss en á eftir flutninga-
skipið Ulla og aftast annað vopnað fylgd-
arskip.
Sigurður taldi að slys hefði orðið og
kviknað hefði í olíuskipinu. Menn höfðu
tekið eftir að það lá alveg rétt á sjónum og
því fannst þeim mjög ólíklegt að það hefði
orðið fyrir tundurskeyti. Sigurður gerði ráð
fyrir að Goðafoss gæti verið kominn á
sinn stað í skipalestinni eftir um það bil 25
mínútur væri mið tekið af stuttri björgun
og því að strax yrði siglt af stað á fullri
ferð. Honum fannst líka gott til þess að
vita að tveir læknar, hjónin Sigrún og Frið-
geir, sem voru að koma frá New York,
voru um borð og gætu því hjúkrað skip-
brotsmönnunum ef á þyrfti að halda. Að
auki var skipið nákvæmlega á þeim stað
þar sem það hafði fengið fyrirmæli um að
sigla - það var því ekki að víkja af leið.
Goðafoss var nær björgunarbátnum en hin
skipin í lestinni og því líklegastur til að
geta tekið mennina upp. Ef áhöfn Goða-
foss kæmi ekki til bjargar myndi líða lang-
ur tími þar til einhver gerði það ˆ það væri
slæmt í veðri eins og þessu. Það var farið
að hvessa verulega. Með hliðsjón af þessu
og því að vopnað fylgdarskip var aðeins í
einnar sjómílu fjarlægð ákvað Sigurður að
bjarga skipbrotsmönnunum.
Klukkan 12.17 tóku kafbátsmenn eftir því
gegnum sjónpípuna að skyggni hafði
versnað á Faxaflóa - var hreinlega orðið
slæmt. Skipstjórinn, Fritz Hein, var enn
með hugann við að sökkva tankskipinu.
Hann ákvað að skjóta tundurskeyti út um
rauf númer tvö. Skeytið átti að fara að
skipinu á fjögurra metra dýpi. Þegar hleypt
var af ræstist skeytið og hljóp úr raufinni.
Einn úr áhöfninni tók tímann með skeið-
klukku. Áhöfn kafbátsins beið. Hlustaði.
Beið eftir sprengingu - að skotið hæfði
markið. Sekúndurnar liðu ein af annarri.
Þegar ein mínúta og 35 sekúndur voru
liðnar heyrðist öflug sprenging. Skipstjór-
inn horfði í sjónpípuna. Hann sá reykjar-
mökk stíga hátt í loft upp frá tankskipinu.
Þjóðverjinn hafði hæft og gufuskipið seig
neðar á sjónum - en sökk ekki.
Áhafnir skipalestarinnar heyrðu þegar
sprengingin kvað við um borð í Shirvan,
einnig fólk í landi. Jóhannes Jónsson á
Gauksstöðum var einn þeirra. Jóhannesi
virtist olíuskipið verða alelda í einni svip-
an. Hann sá skipalestina sigla áfram áleið-
is inn á Faxaflóa.
Fimm mínútum áður en Goðafoss kom að
björgunarbátnum frá Shirvan kom Fritz
Hein auga á lítið vöru- og farþegaskip,
einnig 5 þúsund tonna kaupskip og fylgd-
arskip. Skipin þrjú voru greinilega á aust-
urleið - í átt til Reykjavíkur. Þau komu
nær. Áhöfn U-300 hafði komið auga á
Goðafoss.
Þjóðverjarnir höfðu þó ekki gert sér grein
fyrir frá hvaða landi skipið var. En þeir sáu
að skipin þrjú færðust nær kafbátnum.
Klukkan var að nálgast hálfeitt. Ingólfur
fylgdist með því sem var að gerast er hann
stóð við stýrið:
„Alllangt í burtu, í beinni stefnu skipsins,
komum við auga á björgunarbát. Augljóst
var að hann var frá brennandi olíuskipinu.
Allir um borð í Goðafossi höfðu verið
kallaðir út til að bjarga mönnunum eða
vera viðbúnir. Björgunarbáturinn var í
beinni stefnu fram undan. Þegar við nálg-
uðumst var vélin stöðvuð til að hægt væri
að athafna sig. Það tók um tíu mínútur að
ná mönnunum úr björgunarbátnum um
borð í Goðafoss.“
Sigurður háseti horfði á þegar Bretunum
var bjargað um borð. Nítján skipbrots-
menn voru í bátnum - Reid stýrimaður var
þó ekki á meðal þeirra. Um borð var hins
vegar pilturinn sem hafði beðið um að fá
að fara með báti Reids. Sá bátur sást ekki
frá Goðafossi.
Sigurði háseta varð ekki um sel er hann sá
útganginn á Bretunum: „Þetta var óhugn-
anleg sjón. Mennirnir voru margir mjög
illa brenndir. Læknishjónin tóku á móti
þeim og fóru strax að hlúa að þeim. Menn-
irnir áttu margir hverjir erfitt með að kom-
ast sjálfir um borð, enda með mikil bruna-
sár á höndum. Sumir voru einnig brunnir í
andliti.„
Um borð í Goðafossi hafði Aðalsteinn
Guðnason, 2. loftskeytamaður, tekið við af
Eyjólf i Eðvaldssyni í loftskeytaklefa
skipsins. Vandlega hafði verið hlustað eftir
því hvort hætta væri á ferðum á neyðar-
bylgjunni, 600 metrum. Eyjólfur hafði
beðið Aðalstein um að hlusta sérstaklega í
ljósi þess að Goðafoss var í námunda við
brennandi skip.
Rétt eftir að áhöfn Goðafoss hóf að taka
Bretana um borð hringdi Sveinn Jónsson
frá Sandgerði í Slysavarnafélagið í
Reykjavík þar sem hann greindi frá því að
erfiðlegar hefði gengið en búist hafði verið
við að koma björgunarbáti á flot þaðan.
Sveinn sagðist reyndar telja að ekki væri
lengur þörf fyrir bátinn þar sem sést hefði
til skipanna fjögurra stefna á fullri ferð í
átt að brennandi skipinu. Hann var sann-
færður um að þau gerðu meira gagn en
bátur frá Sandgerði. Sveini virtist þó ekki
kunnugt um að það væri Goðafoss sem
hefði hafið björgun á þessari stundu.
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!10
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Ú R B Ó K I N N I Ú T K A L L - Á R Á S Á G O Ð A F O S S - B L S . 8 4 - 8 8
Goðafossi sökkt út af Garðskaga
Guðni Ingimundarson uppi í
Garðskagavita. Þegar Goðafoss var skotinn
niður stóð hann með félögum sínum við
vitann. Fjær til vinstri sést í Esjuna
en hægra megin er áttin að Reykjavík.
Málverk af kafbáti sömu gerðar og U-300.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:21 Page 10