Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 16
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!16
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Fjölskyldunni vel tekið
Laughton fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni til Íslands fyrir rúm-
um fjórum mánuðum og segir
hann að sér og fjölskyldu sinni
hafi verið mjög vel tekið, ekki
aðeins af fólkinu innan varnar-
svæðisins, heldur líka fólk-
inu úr byggðarlögun-
um í kring. „Við
erum mjög
ánægð með
samskipti
okkar við
fólkið, hvort
sem það er á
faglegum
eða félagsleg-
um grunni.
Við finnum
fyrir hlýju og
áhuga á því hvað er
verið að gera hér innan varnar-
svæðisins. En við erum einnig
áhugasöm um að kynnast því
sem er að gerast utan svæðisins.
Þannig að við höfum verið mjög
ánægð þann tíma sem við höfum
verið hér,“ segir Kafteinninn með
bros á vör og bætir því
við að hann hafi
kynnst mörgum
íslendingum
sem starfa
innan varn-
arsvæðis-
ins og fjöl-
skyldum
þeirra.
„Mjög
ánægjuleg
kynni,“ segir
hann.
Hafa ferðast lítið
Frá því kafteinninn kom til Ís-
lands hefur hann verið mjög upp-
tekin í starfi sínu og hefur haft fá
tækifæri haft til að ferðast um
landið. Fjölskyldan hefur aðeins
farið út fyrir Reykjavík og þau
eru spennt að ferðast meira um
Ísland. „Við höfum farið til
Reykjavíkur og einnig höfum við
farið að Gullfossi og Geysi. En
við hlökkum til að ferðast meira
um Ísland og sérstaklega langar
okkur að fara norður því okkur er
sagt að þar sé töluvert af trjám.
Þegar við fluttumst hingað sett-
um við okkur það markmið að
skoða eins mikið af Íslandi og
við gætum og við hlökkum til
þess,“ segir Kafteinninn, en inn-
an fjölskyldunnar er einnig hund-
urinn Rocky sem þarf nokkra
hreyfingu og hefur fjölskyldan
verið dugleg við að fara með
hann í gönguferðir utan varnar-
svæðisins.
Töluverð samskipti við
sveitarstjórnir
Eins og áður segir gegnir
Loughton kafteinn einskonar
bæjarstjórastöðu innan samfé-
lagsins á vellinum. En hefur hann
mikil samskipti við sveitar- og
bæjarstjórnir í nágrenninu? „Já
það hef ég. Bæjar- og sveitar-
stjórar í byggðarlögunum á Suð-
urnesjum hafa komið í heimsókn
á varnarsvæðið þar sem þeir kyn-
ntu sér stöðina, skoðuðu tæki og
tól, auk þess sem við fengum
tækifæri til að tala saman um
ýmis málefni. Sérstaklega hef ég
verið í góðu sambandi við Árna
Sigfússon bæjarstjóra Reykjanes-
bæjar. Við höfum sett á fót sam-
starf sem felur það í sér að þegar
skólar á vellinum eru lokaðir
vegna bandarískra hátíðisdaga þá
koma íslensk skólabörn í heim-
sókn á völlinn.“
Skráði sig í flotann fyrir
23 árum
Kafteinn Loughton hefur frá
barnæsku haft mikinn áhuga á
flugi og snemma tók hann þá
ákvörðun að læra að fljúga. „Frá
unga aldri langaði mig að læra að
fljúga og á sunnudögum fór ég á
flugvöllinn í stað þess að fara í
kirkju. Þegar ég varð eldri varð
ég staðráðinn í því að læra að
fljúga sem ég og gerði. Þegar ég
útskrifaðist sem flugmaður fór að
ég vinna hjá flugfélagi sem fór á
Laughton Kafteinn fæddist í Norður-Karólínu og út-
skrifaðist frá Arizona háskóla 1979. Hann hefur
meistarapróf í þjóðaröryggis- og hernaðarfræðum
frá herskóla flotans.
Laughton hlaut foringjatign að loknu námi í flugliðs-
foringjaskólanum og var skipaður sem flotaflugmað-
ur árið 1981. Hann starfaði fyrst með 24. eftirlits-
flugsveit flotans í Jacksonville í Flórída og fór þaðan
í liðsferðir til Miðjarðarhafsins, Íslands og Bermúda.
Í kjölfar þess hóf hann störf í 30. eftirlitsflugsveitinni
í Jacksonville m.a. sem aðstoðaryfirmaður hæfnis-
mats fyrir flugmenn P-3 Orion eftirlitsflugvéla Atl-
antshafsflotans.
Árið 1988 hóf Laughton kafteinn störf sem deildar-
stjóri flugþilfarsþjónustu á flugmóðurskipinu
Theodore Roosevelt í fyrstu ferð skipsins til Mið-
jarðarhafsins. Hann hvarf til starfa í landi árið 1990
í aðstoðarliði yfirforingja sjóflutningaflotans í Was-
hington.
Að því loknu réðst Laughton til 11. eftirlitsflugsveit-
arinnar í Brunswick í Maineþar sem hann starfaði
sem gæðastjóri, yfirmaður öryggis- og neyðarstarfs-
hátta, stjórnsýslustjóri og viðhaldsstjóri. Hann fór í
liðsferð með 11. eftirlitssveitinni til Sigonella á
Sikiley og starfaði m.a. sem yfirmaður eftirlitssveit-
ar C í Jeddah í Sádi-Arabíu undir stjórn yfirforingja
152. séraðgerðasveitarinnar. Hann fór fyrir sveitinni
í inngripsaðgerðum á Rauðahafi og starfaði að auki í
Roosevelt Roads á Púertó Ríkó, við aðgerðir Atlants-
hafsflotans gegn fíkniefnum.
Haustið 1994 hóf Laughton störf sem yfirmaður
flugmálastefnumótunar hjá yfirmanni lofthernað-
ardeildar flotans og hóf nám í herskóla flotans.
Að loknu námi árið 1996 tók Laughton kafteinn við
starfi aðstoðaryfirforingja og aðgerðastjóra í átt-
undu flugþjálfunarsveitinni í Vance flugherstöðinni í
Oklahóma og í septem-
ber árið eftir tók hann
við stjórn 8. kafbátaleit-
ar-þyrlusveitarinnar.
Því næst gegndi hann
starfi siglingafræðings á
f l u g m ó ð u r s k i p i n u
Theodore Roosevelt þar
til í október árið 2000 að
hann hóf störf við hern-
aðarskipulag og stefnu-
mótun í höfuðstöðvum
Atlantshafsflota Atlantshafsbandalagsins í Norfolk..
Laughton á rúmlega 3200 flugtíma að baki og hefur
hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á vegum
Banadríkjaflota. Kona hans er Linda Soberski frá
Chicago, Illinois og eiga þau dótturina Stephanie,
soninn Jonathan og hundinn Rocky.
Andrúmsloftið er ólíkt því íslenska innan varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þar er allt svo
amerískt. Hermenn taka á móti fólki í hliðinu og þeir sjást víða um svæðið, annaðhvort gang-
andi eða keyrandi um á amerískum bílum. Og um leið og andrúmsloftið er öðruvísi í þessum
litla bæ, hvílir einnig leynd yfir sumu af því sem þar gerist. Þarna er jú bandaríski herinn með
aðsetur og án efa er til lítið herbergi á vellinum, fullt af tölvuskjám þar sem yfirmenn geta fyl-
gst með því sem gerist í veröldinni. Alveg eins og við sjáum í bíómyndunum.
Maðurinn sem situr við stjórnvölinn heitir Mark S. Laughton og er hann Kafteinn í Bandaríska
flotanum. Kafteinn Loughton gegnir nokkurskonar bæjarstjórastöðu á varnarsvæðinu og fellur
daglegur rekstur undir hans stjórn. Innan Varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli búa um 4.000
manns, en hermennirnir eru um 1.900.
K A F T E I N N , B A N D A R Í K J A F L O TA
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★
Bæjarstjórinn
á Miðnesheiði
Mark S. Laughton
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:09 Page 16