Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 20

Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 20
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!20 G le ð il e g a h á tí ð ! Það er okkur ánægjuefni að svara opin- berlega eftirfarandi erindi, um leið og við tjáum þakklæti okkar yfir því að hinn tryggi höfundur þess skuli teljast til vina The Sun: Kæri ritstjóri, Ég er átta ára gömul. Litlir vinir mínir segja sumir að jólasveinninn sé ekki til. Pabbi segir; „Ef eitthvað birtist í The Sun, má treysta því.“ Verið svo góðir að að segja mér satt, er jólasveinninn til? Viginia O’Hanlon, 115 West Ninety- fifth street. Virginia, litlu vinir þínir hafa á röngu að standa. Þeir hafa orðið fyrir áhrifum efa- semda á öld efahyggjunnar. Þeir trúa ekki nema þeir sjái. Þeir halda að ekkert geti verið til sem er ofar skilningi þeirra smáu huga. Allir hugar eru smáir, Virg- inia, hvort sem þeir tilheyra mönnum eða börnum. Í þessum mikla alheimi okkar er maðurinn einungis sem skor- dýr, sem maur, ef vitsmunir hans eru bornir saman við óendanleika veraldar- innar í kringum hann, á mælistiku þeirra vitsmuna sem geta skynjað allan sann- leika og þekkingu. Já, Virginia, jólasveinninn er til. Hann er jafnvissulega til og kærleikur og göfug- lyndi og trúfesta, og þú veist að af slíku fyrirfinnst sú ofgnótt er gæðir líf þitt æðstu fegurð og gleði. Sem sagt! Hversu drungalegur væri ekki heimurinn ef jólasveinninn væri ekki til! Hann væri álíka drungaleg- ur og ef það væru engar Virgini- ur til. Þá fyrir- fyndist hvorki barnsleg tryggð, skáld- skapur né ævintýri til að gera þessa tilveru þolanlega. Við færum á mis við alla ánægju, ef frá er talin sú er tengist skilningarvitum og sjón. Hið ytra ljós bernskunn- ar sem lýsir upp gjörvallan heiminn yrði slökkt. Trúa ekki á jóla- sveininn! Maður gæti allt eins hætt að trúa á álfa. Þú gætir fengið pabba þinn til að setja menn á vakt við alla skorsteina á jólanótt til þess að handsama jóla- sveininn, en jafnvel þó enginn sæi jóla- sveininn stinga sér niður, hvaða sönnur myndi það færa? Jólasveininn sér eng- inn, en það er síst sönnun þess að jóla- sveinninn sé ekki til. Í heiminum er það raunverulegast, sem hvorki börn né menn fá séð. Sástu nokkurn tíma álfa dansa í garðinum? Vitaskuld ekki, en það er ekki sönnun þess að þeir séu þar ekki. Enginn býr yfir því hugar- flugi að hann geti ímyndað sér öll þau undur heimsins sem eru hulin og ósýni- leg. Ef hringla barns er rifin í sundur, sést hvað or- sakar hljóð- ið innan í henni, en yfir því hulda í heiminum er hjúpur sem hið sterkasta afl, eða jafnvel sameinað- ur styrkur allra sterkustu manna sem nokkurn tíma hafa lif- að, gæti ekki rifið í sundur. Ein- ungis traust, skáldskapur, ást og ævintýri geta svipt því tjaldi til hliðar og skoðað og gert sér í hug- arlund þá himnesku fegurð og dýrð sem er fyrir handan. Er það allt raunverulegt? Ó, Virginia, í öllum heiminum er ekkert raunveru- legra og varanlegra. Enginn jólasveinn! Guði sé lof, hann lif- ir og lifir að eilífu! Að þúsund árum liðnum, Virginia, nei, að 10 sinnum 10.000 árum liðnum, mun hann enn gleðja hjarta bernskunnar. Úr The New York Sun, 1897. Þýðing Fríða Björk Ingvarsdóttir Hver kannast ekki við það að börnin spyrja hina fullorðnu hvort jólasveinninn sé til? Árið 1897 barst Francis P. Church ritstjóra bandaríska blaðsins The New York Sun bréf frá átta ára gamalli stúlku að nafni Virginia O´Hanlon þar sem hún spurði ritstjórann hvort jólasveinninn væri til. Svarbréf ritstjórans birtist daginn eftir í blað- inu og er það eitt frægasta bréf dagblaðasögunnar. Í rúm 50 ár var bréf ritstjórans til Virginiu birt í blaðinu, en það var ekki fyrr en árið 1906 sem það kom í ljóst að Francis P. Church hafi skrifað bréfið en þá var ritstjórinn látinn. Bréfið hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál og birt í dagblöðum og tímaritum um allan heim. Já,Virginia, jólasveinninn er til Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:23 Page 20

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.