Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 22
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!22
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
S andra Þorsteinsdóttirgreindist með illskætthvítblæði aðeins átta ára
gömul. Um margra mánaða
skeið var hún í mikilli lífs-
hættu. Ofan á allt saman fékk
hún heilablóðfall í kjölfar lyfja-
meðferðarinnar og allur hægri
hluti líkama hennar lamaðist.
Lífsreynsla Söndru er ólík lífs-
reynslu fólks á hennar aldri og
hún segist meta lífið mikils.
Sandra er mikil áhugamann-
eskja um söng og á dögunum
sigraði hún Hljóðnemann,
söngkeppni Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í þriðja sinn.
Sandra er 23 ára gömul.
„Það var bara gaman að vinna
keppnina. Við ætluðum reyndar
að gera þetta miklu flottara, en
höfðum lítinn tíma. Ég bjóst alls
ekkert við að vinna, var allavega
ekkert með það markmið sér-
staklega,“ segir Sandra brosandi.
Eftir áramót tekur Sandra þátt í
söngkeppni framhaldsskólanema
og segist hún ætla að æfa vel.
„Ég ætla að reyna að gera þetta
flott og við tökum sama lagið og
ég tók á Hljóðnemanum. Ég geri
allavega mitt besta og fólkið sem
er með mér líka.“
Greindist átta ára með hvítblæði
Árið 1988 greindist Sandra með
hvítblæði, aðeins átta ára að aldri.
Áður en hvítblæðið var greint
leið Söndru eins og hún væri
alltaf með flensu. „Það fór að
líða yfir mig í skólanum og hér
og þar. Ég fór til læknis sem
sagði að þetta væri blóðleysi, en í
kjölfarið fékk ég rúmlega 40
stiga hita og þá vissi mamma að
það væri ekki allt í lagi. Mamma
fór með mig niður á spítala, en
við bjuggum þá á Akureyri.
Læknarnir þar sendu mig til
Reykjavíkur í frekari rannsóknir
því þeir fundu ekkert þar. Þar
kom í ljós að ég væri með hvít-
blæði,“ segir Sandra og það er
greinilegt að sjúkdómurinn hefur
haft varanleg áhrif á líf hennar.
En hvernig var fyrir átta ára
krakka að upplifa það að vera
með hvítblæði, lífshættulegan
sjúkdóm? „Það var erfitt,“ segir
Sandra alvarleg. „Ég man eftir
þessum tíma, en hann er samt
gloppóttur í huganum.“
Erfið lyfjameðferð og
mergskiptaaðgerð
Sandra greindist með mjög ill-
skæða tegund hvítblæðis og við
tók mjög erfið lyfjameðferð sem
gekk svo nærri henni að hún fékk
heilablóðfall í kjölfarið þar sem
hún lamaðist alveg öðru megin.
Það varð að hætta þeirri meðferð.
Við tók tími fyrir hana að ná sér
eftir heilablóðfallið og þegar hún
hafði náð styrk var hún send í
mergskiptaaðgerð til Svíþjóðar
þar sem hún dvaldi mikið veik í
fjóra mánuði. „Þetta voru svo
svakalega mikil veikindi og mik-
ið á stuttum tíma. Hún var svo
mikið veik á stuttum tíma og
þetta varð eiginlega bara spurn-
ing um að þrauka daginn á tíma-
bili. Hún var í lífshættu mánuð-
um saman,“ segir Katrín Guð-
jónsdóttir móðir hennar. Það tók
Söndru langan tíma að ná fyrri
styrk. „Það er langur vegur að ná
fyrri styrk eftir svona erfið veik-
indi. En eftir tvö ár var hún búin
að ná sér nokkuð vel.“
Erfitt að komast aftur inn í lífið
Eftir þessi erfiðu veikindi var
erfitt fyrir Söru að verða aftur
þátttakandi í daglega líf inu.
Henni gekk erfiðlega að komast
aftur inn í hlutina og skólagangan
varð slitrótt. „Ég fór aftur í skól-
ann þegar ég var 10 ára gömul og
það var erfitt,“ segir Sandra og
móðir hennar bætir við. „Það
verður svo mikil einangrun í
S A N D R A Þ O R S T E I N S D Ó T T I R G R E I N D I S T M E Ð H V Í T B L Æ Ð I ÁT TA Á R A G Ö M U L
Baráttuglöð
söngkona
Sandra fékk Hólmfríði Karlsdóttur og Lindu Pétursdóttur í heimsókn á barnaspítalanna,
en fyrsta verk Lindu eftir að hún var kjörin Ungfrú heimur var að heimsækja barnaspítala Hringsins
og Sandra tók á móti fegurðardrottningunum.
Á þessari mynd er nýbúið að
greina Söndru með hvítblæði.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:24 Page 22