Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 24
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!24
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Vann við að forrita Nokia síma
Skarphéðinn hafði búið í Banda-
ríkjunum í rúmt ár þegar hann
var 8 ára og hann segist hafa
heillast af landinu. „Það hafði
alltaf togað í mig að fara aftur út
og búa í Bandaríkjunum. Eftir að
ég var búinn að vinna í rúmt ár
eftir TVÍ námið ákvað ég að drífa
mig út haustið 1991 og láta
drauminn rætast. Seattle valdi ég
aðallega út af háskólanum, Uni-
versity of Washington er með
mjög virta tölvunarfræðideild
sem Stefán Hrafnkelsson kennari
minn við TVÍ mælti mikið með.
Það sakaði ekki að Seattle er
falleg borg með allt það sem
stórborg hefur uppá að bjóða,
meðal annars NBA lið sem mér
fannst alveg bráðnauðsynlegt,“
segir Skarphéðinn og honum
finnst gott að starfa í Bandaríkj-
unum. „Þegar ég kláraði námið
við Háskólann í Washington þá
bauðst mér vinna við fyrirtæki
sem hannaði stýrikerfi fyrir far-
síma. Það má segja að þetta fyrs-
ta starf hafi gert það að verkum
að ég spáði aldrei alvarlega í það
að fara heim eftir nám. Á þeim
tíma var lítið um fjölbreytni í
tölvugeiranum heima þannig að
mér fannst þetta meira spennandi
hér. Ég vann í rúm tvö ár að for-
rita fyrir Nokia 9000 símann og
var það ómetanleg reynsla. Vorið
1998 flutti ég mig um set og tók
stöðu við netdeild Starwave sem
yfirmaður tæknideildar
ESPN.com. Starwave var í eigu
Paul Allen sem er meðal annars
frægur fyrir að spila illa á gítar
og að stofna Microsoft með Bill
Gates.“
Netbólan!
Skarphéðinn hefur unnið í tölvu-
geiranum frá árinu 1994. En hver
er hans upplifun af netbólunni
svokölluðu? „Við köllum þetta
tímabil „Gullöld netsins“ þegar
innkaupa- og ferðareikningarnir
voru ótakmarkaðir og fyrirtækin
gerðu hvað þau gátu til að ráða
starfsfólk og halda í það. Starwa-
ve/ESPN.com fékk á þessum
tíma það orðspor að vera „fyrir-
myndar“ netfyrirtæki. „Work
hard and play hard“ var móttóið,
skrifstofan var með leikjaher-
bergi, sjónvörp á öllum veggjum,
ókeypis drykkir og snakk í eld-
húsinu og bjór á hverjum föstu-
degi. Það var engin klukka og
starfsfólk mátti koma og fara eins
og það vildi
svo lengi sem
það skaðaði
ekki verk-
efnin sem í
gangi
voru,“
segir
Skarp-
héð-
inn
og í
dag hristir hann hausinn þegar
hann horfir til baka. „Það er erfitt
að útskýra hvernig menn fengu
stofnfé til að koma flestum net-
fyrirtækjum af stað.
Þessu er kannski
best lýst
sem tveggja ára sukki og svo
þriggja ára hausverk sem fylgdi á
eftir.“
Netfyrirtæki aftur að komast í tísku
En þrátt fyrir þetta skrýtna tíma-
bil í sögu netfyrirtækja segir
Skarphéðinn að þessi tegund fyr-
irtækja sé aftur að komast í tísku
og eigi ágætis mögu-
leika. „Það eru mörg
mjög góð netfyrirtæki
sem hafa sýnt góða arð-
semi á undanförnum
misserum. Þetta hefur
hjálpað geiranum mikið og
fólk er farið að sjá að það er
hægt að reka arðsöm netfyrir-
tæki,“ segir Skarphéðinn og
bætir því við að í Seattle séu
Amazon.com og Expedia.com
góð dæmi um það hvernig eigi
að reka stór og sjálfstæð netfyr-
irtæki. „Svo hefur efnahagurinn
hér smám saman verið að skána
og það hefur hjálpað mikið til við
sölu auglýsinga sem mörg net-
fyrirtæki eru háð. Netdeildir
ESPN og Disney eru núna reknar
með hagnaði eftir mörg mögur
ár.“
Vinnur hjá stærsta íþróttafjölmiðla
heims
ESPN, fyrirtækið sem Skarphéð-
inn starfar hjá er í eigu Walt Dis-
ney samsteypunnar og fyrirtækið
er stærsti íþróttafjölmiðill í
Suðurnesjamaðurinn Skarphéðinn Héðinsson býr íborginni Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna
ásamt eiginkonu sinni Lynneu Clark og börnum
þeirra, Julian 18 ára og Isabel 6 ára. Hann hefur verið
búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1991. Þegar Suður-
nesjamenn mæta til vinnu um níu leitið á morgnana eru
Skarphéðinn og fjölskylda að leggjast á koddann því
tímamismunur milli Seattle og Keflavíkur eru 7 tímar.
Skarphéðinn er fæddur og uppalinn í Keflavík á Lang-
holtinu. Foreldrar hans eru Héðinn Skarphéðinsson og
Bergþóra G. Bergsteinsdóttir. Systur Skarphéðins eru
Kristjana (Kiddý) og Aðalheiður (Addý). Guðjón spilaði
körfubolta í nokkur ár með ÍBK. „Ég var svo heppinn
að fá að spila með þeim Guðjóni Skúlasyni, Sigurði Ingi-
mundarsyni og Fali Harðarsyni sem eru þrír af albestu
leikmönnum sem íslenskur körfubolti hefur alið,“ segir
Skarphéðinn en hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá
Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands. Skarphéðinn
starfar nú sem yfirmaður hönnunardeildar ESPN, en
fyrirtækið rekur m.a. vefinn Soccernet.com.
Í draumastarfi
hjá Walt Disney
ESPN, fyrirtækið sem
Skarphéðinn starfar hjá er í eigu
Walt Disney samsteypunnar og
fyrirtækið er stærsti íþróttafjöl-
miðill í heimi. Skarphéðinn á
skrifstofu sinni í Seattle.
Skarphéðinn ásamt fjölskyldu
og mági í Skaftafelli.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:26 Page 24