Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 26

Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 26
K A R L A R : ÍR-GRINDAVÍK Grindavík vann ÍR með 14 stiga mun í Seljaskóla á sunnudag 61- 75. Heimamenn voru með eins stigs forystu eftir fyrsta fjórðung, en þá tóku Grindvíkingar völdin og unnu verðskuldaðan sigur að lokum. Stigahæstir Grindvíkinga voru Darrel Lewis með 18 stig og Guðmundur Bragason skor- aði 14 og varði 6 skot. Daniel Trammel kom næstur með 13 stig og 14 fráköst. Eugene Christopher var at- kvæðamestur ÍR-inga með 20 stig og Ómar Örn Sævarsson skoraði 14 stig og tók jafnmörg fráköst. ÞÓR-KEFLAVÍK Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli þeirra síðarnefndu, 77-93. Keflvíkingar höfðu for- ystu allan leikinn. Stigahæstir Keflvíkinga voru Magnús Þór Gunnarsson, sem skoraði 24 stig, og Nick Bradford skoraði 20 stig og tók 15 fráköst. Leon Brisport var allt í öllu í liði Þórsara og skoraði 37 stig og tók 18 fráköst. HÖTTUR-NJARÐVÍK Njarðvík vann auðveldan sigur á Hetti, eins og fyrirfram var búist við, 82-111. Njarðvíkingar komu einungis með átta menn til leiks, en Friðrik Ragnarsson, þjálfari reimaði á sig gömlu skóna og lék með sem níundi maðurinn. Leik- urinn var í öruggum höndum all- an tímann og Friðrik gat leyft sér að hvíla lykilmenn og allir fengu að spila. Brandon og Brenton voru stigahæstir Njarðvíkinga með 23 stig hvor, en spiluðu inn- an við helming leiksins hvor. REYNIR-HAMAR Hamar vann öruggan sigur á Reyni í Sandgerði 69-105. Reyn- ir, sem sló Valsara út í 32-liða úr- slitum, átti aldrei möguleika gegn úrvalsdeildarliðinu sem lei- ddi í hálfleik, 28-54. Óli Axels- son og Grétar Garðarsson voru stighæstir Reynismanna með 16 stig hvor. Marvin Valdimarsson átti góðan leik fyrir Hamar og skoraði 29 stig, en Chris Dade kom næstur með 18 stig. K O N U R : KFÍ-NJARÐVÍK Njarðvík vann tæpan sigur á KFÍ á sunnudag 51-55. Munurinn endurspeglar ekki beint stöðu liðanna í deildakeppninni, en Njarðvíkurstúlkur áttu erfiðan leik gegn Keflvíkingum í 1. deildinni kvöldið áður sem sat eflaust enn í þeim. HAUKAR-KEFLAVÍK B Haukar unnu B-lið Keflavíkur með óheyrilegum mun,136-23, í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Eins og tölurnar gefa til kynna var ekki um spennandi leik að ræða, enda var staðan 47-4 eftir fyrsta leik- hluta. Helena Sverrisdóttir var einum stolnum bolta frá ferfaldri tvennu þar sem hún skoraði 40 stig, tók 21 fráköst, gaf 16 stoðsendingar og stal boltanum 9 sinnum. Þá stóð Pálína Gunn- laugsdóttir sig ekki síður vel í Haukaliðinu og náði líka þre- faldri tvennu, skoraði 47 stig, tók 12 fráköst og stal 11 boltum. Keflvíkingar skiptu sínum fáu stigum nokkuð jafnt á milli sín. JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!26 G le ð il e g a h á tí ð ! KFÍ-NJARÐVÍK Njarðvíkingar unnu góðan sigur á KFÍ á útivelli í Intersport-deildinni á fimmtudaginn. Lokastaðan var 98-104 gestunum í vil og er ljóst að þeir slá hvergi slöku við í eltingarleik sínum við Grindvík- inga. Friðrik Ragnarsson þjálfari var mjög sáttur við sigurinn, sem hann sagði að hefði aldrei verið í hættu. „Já, þetta var tiltölulega auðveldur sigur. Ég gat leyft mér að hvíla lykilmenn eins og Brenton og Brandon undir lokin og leyft ungu strákunum að spreyta sig. Ísfirðingarnir voru í sjálfu sér ekki að spila illa, en við slökuðum á undir lokin og þá náðu þeir að saxa svona á forskotið.“ Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 25 stig og 10 fráköst og Páll Kristinsson kom næstur með 24 stig. Brenton Birmingham skoraði 21 stig og Brandon Woudstra skoraði 19. Jeb Ivey var stigahæstur heimamanna með 27 stig, en Adam Spanich og Darco Ristic skoruðu 20 stig hvor. GRINDAVÍK-ÍR Grindvíkingar eru enn án taps í Intersport- deildinni eftir heimasigur á botnliði ÍR síðastliðinn laugardag, 104:92. Grindvík- ingar virkuðu kærulausir í byrjun og voru undir í leikhléi, en tóku sig á í seinni hálf- leik og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavík- ur, var ánægður með sigurinn þrátt fyrir að vörn sinna manna hafi ekki verið honum að skapi allan leikinn. „Við vorum bara ekki nógu fastir fyrir í vörinni í fyrri hálf- leik. ÍR hittu vel utan af velli og börðust vel, en við náðum að kippa þessu í lag í seinni hálfleik.“ Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig fyrir Grindavík og Darrel Lewis og Helgi Jónas Guðfinnsson skoruðu 19 stig hvor. Eu- gene Christopher skoraði 28 stig fyrir ÍR og Ómar Örn Sævarsson var með 25. KR-GRINDAVÍK KR vann Grindavík í DHL-Höll- inni í dag 75-61. Grindavík situr enn á botni deildarinnar ásamt ÍR. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, lætur mótlætið ekki á sig fá heldur sagðist sjá mikil batamerki á liðinu þrátt fyrir tap- ið. „Stelpurnar voru að spila vel lengst af, en við gáfum eftir í 3. leikhluta og KR gengu bara á lagið. Stelpurnar eru alltaf að bæta sig og ef við fáum góðan útlending eftir áramót er aldrei að vita hvað gerist.“ Petrúnella Skúladóttir var stiga- hæst Grindvíkinga og skoraði 17 stig, Ólöf Pálsdóttir skoraði 15 og Sólveig Gunnlaugsdóttir 12. Katie Wolfe var stigahæst KR með 24 stig. Hildur Sigurðardótt- ir var henni næst með 19 stig en tók einnig 12 fráköst. KEFLAVÍK-NJARÐVÍK Keflavík bar sigurorð af ná- grönnum sínum úr Njarðvík í dag. Lokatölur leiksins, sem fór fram í Keflavík, voru 80-55. Leikurinn var nokkuð jafn fram- an af og munurinn í hálfleik var ekki mikill en í seinni hálfleik kláruðu heimastúlkur leikinn ör- ugglega. Anna María Sveinsdóttir, burða- rásinn í liði Keflavíkur undanfar- in ár, sagði að hún og liðsfélagar hennar hefðu ekki verið með á nótunum í byrjum leiks, en hafi tekið sig saman í andlitinu í sein- ni hálfleik. „Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleiknum og náðum að loka á þær í sókninni og keyrðum leikinn upp á okkar hraða.“ Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarð- víkur, sagði að Keflavík hefði klárað leikinn strax í byrjun sein- ni hálfleiks. „Við gáfumst bara strax upp. Vörnin hjá okkur var skelfileg og svo hittum við illa.“ Keflavíkurstúlkur skiptu stiga- skorun nokkuð jafnt á milli sín en Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig, Svava Stefánsdóttir og Rannveig Randversdóttir skor- uðu 13 stig og Anna María skor- aði 12. Anna tók einnig 10 frá- köst. Enn eina ferðina var Andrea Gaines allt í öllu hjá Njarðvík og skoraði hún 20 stig í dag. Auður Jónsdóttir og systir hennar, Di- anna, komu næstar með 8 stig hvor. Keflavík vann einhvern glæsilegastasigur íslensks körfuknattleiksliðs fráupphafi á miðvikudaginn í síðustu viku þegar þeir lögðu franska liðið Hyeres Toulon Var, 82-78, í Bikarkeppni Evrópu. Lengst af í leiknum voru Toulon-menn að yfirspila Keflvíkinga þar sem þeir létu boltann ganga ótrúlega vel og áttu í litlum vandræðum í sókninni. Gestirnir leiddu með 4 stigum í hálfleik, 44-48, og juku muninn enn í byrjun 3. leikhluta. Toulon náðu mest 11 stiga forskoti en Keflvíkingar héldu sér inni í leiknum og minnkuðu muninn í 5 stig. Vörnin tók við sér í síðasta leikhluta og sókn Frakkanna hætti að ganga sem skildi og Kefl- víkingar jöfnuðu leikinn 69-69 eftir góðan kafla. Síðustu mínúturnar voru rafmagnaðar en Falur Harðarson, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, tryggði frækinn sigur með tveim- ur vítaskotum undir lokin. Eftir leikinn voru Keflvíkingar í efsta sæti rið- ilsins og í lykilaðstöðu til að tryggja sér sem hagstæðasta andstæðinga í úrslitakeppni deildarinnar. Derrick Allen var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum og skoraði 28 stig og Nick Bradford kom næstur með 16 stig. Floyd Miller var stigahæstur Toulon-manna með 16 stig og Jean-Christophe Nivière skor- aði 13. OVARENSE-KEFLAVÍK Á þriðjudagskvöldið tapaði Keflavík fyrir portúgalska liðinu Ovarense Aerosoles með 6 stiga mun 99-93. Ovarense hafði nauma forystu eftir fyrsta leikhluta en í þeim næsta náðu þeir að auka muninn upp í 14 stig þegar mest var. Portú- galarnir spiluðu mjög góða vörn og gáfu Keflvíkingum engin auðveld færi þannig að þeir áttu erfitt uppdráttar í sókninni. Í hálfleik var staðan 52-42 heimamönnum í vil. Í þriðja leikhluta héngu Keflvíkingar í Ovarense en náðu þó aldrei að minnka mun- inn verulega og þegar haldið var í síðasta leik- hluta höfðu heimamenn 16 stiga forystu, 74- 58. Í lokafjórðungnum gekk Keflvíkingum betur þar sem leikmenn Ovarense fóru að taka aukna áhættu í sóknarleik sínum til þess að vinna upp stigamuninn úr fyrri leik lið- anna. Þeir náðu að minnka muninn niður í 8 stig, 84-76, þegar rúmlega 2 mínútur voru eft- ir af leiknum, og svo niður í 6 undir lokin. Mikilvægi stigamunarins liggur í því að ef liðin verða jöfn að stigum eftir riðlakeppnina mun stigahlutfall úr innbyrðisviðureignum liðanna ráða úrslitum. Falur Harðarson sagðist ekki geta verið ósátt- ur eftir leikinn þar sem þeir hafi haldið stiga- muninum niðri og eigi enn góðan möguleika á því að ná fyrsta sætinu. „Þetta féll bara ekki okkar megin í kvöld,“ sagði Falur. „Okkur gekk ekki vel utan af velli, og við vorum í vandræðum með stóru mennina þeirra, sér- staklega Tomsich sem hitti rosalega vel. En það var rosalega gaman að sjá hvað Arnar Freyr kom sterkur inn í leikinn. Hann reyndist okkur drjúgur í restina.“ Derrick Allen var stigahæstur Keflvíkinga og skoraði 27 stig og tók 10 fráköst. Nick Brad- ford var slakur framan af leik en kláraði með 16 stig og Arnar Freyr skoraði 14, þar af 12 í síðasta leikhluta. Gunnar E. og Jón Norðdal gerðu 11 stig, Falur setti 10 og Magnús Þór einungis 3. Við það er Ovarense komið í efsta sæti riðils- ins og Keflavík er í öðru. Keflavík leikur sinn síðasta leik í riðlinum í kvöld gegn Madeira og nægir sigur ef Toulon vinnur Ovarense á sama tíma. Toppsæti riðilsins tryggir að Kefl- víkingar fái heimavallarrétt í úrslitakeppninni, sem hefur rækilega sannað mikilvægi sitt í þessari keppni. ■Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik ■Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar ■ Intersport-deildin ■Kvennakarfa KEFLAVÍK Í GÓÐUM MÁLUM 1. deild kvenna Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 11:50 Page 26

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.