Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 28

Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 28
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!28 G le ð il e g a h á tí ð ! Þegar komið er niður íkjallarann hjá Kelasafnara fer ekki á milli mála hvert áhugamálið er. Veggirnir eru þaktir myndum af Rolling Stones og Hljómum, auk þess sem stöku mynd af Bubba Morthens sést inn á milli. Fyrir utan myndirnar eru fjöl- margir hlutir sem minna á goðin hans, The Rolling Stones, allt frá lyklakippum og flöskuupptökur- um upp í tónleikamiða og jafnvel skóreimar alsettar auðkenni Sto- nes, tungunni. Merkilegasti hluti safnsins er þó án efa úr- klippusafnið sem hann hefur unnið að síðan 1969. Keli safnar öllu sem hann finnur á prenti um Stones, Bubba, Helga Björns og Hljóma, en hann safnar líka öll- um greinum þar sem einhverjir fyrrum meðlima sveitarinnar koma fram og jafnvel ef viðmæl- andinn í greininni svo mikið sem minnist á Hljóma. Talið berst strax að söfnunar- áráttu Kela sem hann segir að hafi staðið allt frá því að hann var 12 ára, en þá fór hann að safna alls konar munum eins og bíóprógrömmum og fleiru í kassa sem voru notaðir undir kaffi í þá tíð. „Svo þegar ég var 16 ára fór ég að líma úrklippurn- ar í bækur. Ég var alltaf mjög skipulagður og mínar bækur eru allar merktar eftir innihaldi og dögum sem greinarnar komu út. Þetta er auðvitað mikil vinna. Ég kaupi öll tónlistarblöð og fer líka yfir öll dagblöðin staf fyrir staf.“ Hann segist safna blöðum saman og taka til við að klippa út um það bil einu sinni í mánuði. Þegar Keli er búinn að ákveða hverju hann ætlar að einbeita sér að hvert skipti setur hann viðeigandi tónlist í græjurnar. Þannig hlustar hann alltaf á Bubba þegar hann er að klippa út greinar með hon- um og þar fram eftir götunum. Safn Kela er með réttu orðin mikilvæg heimildauppspretta fyrir þá sem rannsaka þetta svið. Þar er hægt að rekja feril hljóm- sveita frá fyrstu árunum allt til loka. „ endar þetta allt á minning- argreinunum“, segir Keli þegar hann flettir fram hjá greinum um Gunnar Jökul Hákonarson, einn fremsta trommuleikara sem Ís- land hefur átt, sem lést langt fyrir aldur fram ekki alls fyrir löngu. Ávöxtur erfiðis Kela eru 100 úr- klippubækur með greinum sem tengjast Hljómum og 30 slíkar með Rolling Stones. Til tals kom að hann myndi gefa Poppminja- safninu bækurnar til varðveislu, en Keli segir að fyrst verði hann að sjá að safnið verði að varan- legu fyrirbæri. „Alvöru popp- minjasafn þarf að vera lifandi fyrirbæri.“ segir Keli sem hefur skýrar hugmyndir um það hvern- ig standa ætti að slíku. „Það er búið að vera mikið hringl með staðsetningu á safninu, en mér finnst að ef hægt er að byggja heilt þorp undir víkingaskip hér í bænum hlýtur að vera hægt að finna húsnæði fyrir Poppminja- safnið sem er miklu tengdara okkur í dag en víkingar. Ég veit alla veganna ekki um neina fræga lifandi víkinga!“ segir Keli kíminn á svip. „Poppminjasafn er líka allt öðruvísi en minjasöfn eða byggðasöfn. Til að gera slíkt vel þyrfti helst að vera með þemakvöld reglulega þar sem viðfangsefni væru t.d. Trúbrot eða Flowers og þá kæmu með- limirnir og tækju kannski lagið fyrir viðstadda.“ Þegar blaðamaður spyr Kela um það hvers vegna Poppminjasafn- ið hafi ekki náð að festa sig í sessi segir hann í gamni að ef til vill hefði framtakið gengið upp ef Hljómar hefðu verið frá Vest- mannaeyjum, og vísar þar til dugnaðar ákveðinna alþingis- manna við að greiða fyrir málum sveitunga sinna. Eins og komið hefur fram er Keli H éðinn gekk út. Þegarhann kom á hlaðið varfaðir hans farinn að tálga að nýju. Öðru hverju leit hann upp frá verkinu til að virða fyrir sér þrímöstrunginn sem bar við Malarenda og í Hásteina. Nokkrir menn voru á stjákli á kambinum. Nýborn- ar ær lágu hér og hvar við fjöruborðið og biðu útfallsins svo að þær kæmust í þangbeit, veikburða lömb bröltu á þeim eða brugðu á leik nokkur sam- an. Krían var orpin og komin með unga þrátt fyrir harð- neskju vorsins. Hún var há- vaðasöm.Vellir voru sinugulir en grænar skákir umhverfis þrærnar við bæina. Stórgripir voru á húsum. „Annað eins,“ sagði Héðinn og gleymdi að signa sig af einskærri undrun yfir skipakomunni. „Talaðu ekki tæpitungu,“ sagði faðir hans ergilaust og horfðu svo báðir út á víkina þar til Jón Jóns- son hafði mismunað sér út úr bænum með signingum. Staðar- menn auknefndu Jón og kölluðu efra eftir skólagönguna og eins af því að hann var mjög hávaxinn. Helgi kom út á hæla Jóni sem mælti: „Nú gefur á að líta! Stórskip komið af hafi á helgum degi og karl faðir minn að skrafa með höndunum!“ Jón Guðlaugsson fól hnífinn kímileitur í greip sér en svaraði syninum í engu því húsfreyja kallaði þá inn og setti fyrir þá soð af hvannarót og heitar kökur, fýlsegg, tæjað skerpikjöt af níð- ingum sem höfðu verið reknir á land með grjótkasti og drepnir við Þórkötlustaði vorið áður. Til drykkjar bauð hún sýrublöndu. Mórat reis hafði ekki orðið svefnsamt síðasta spölinn að landinu. Hvort tveggja var að hann þoldi illa náttleysið og eins hitt að hann hafðist lítt við fyrir kláða sem kom af sárum með skorpnum börmum og vall úr þeim þegar hann klóraði sér. Bartskeri var í áhöfn en ráð hans komu að engu haldi. Var Mórat önugur af þessum sökum og ör þegar hann skipaði til verka þennan morgun og talaði við engan utan stýrimenn sína en þeir voru tveir á skipinu. Hét annar Areif og var Mári. Hinn var trúskiptingur frá Slésvík og hafði tekið sér nafnið Beiram. Báðir höfðu auknefnið reis. Skip- aði Mórat svo fyrir að Beiram skyldi fara með sex menn til njósna yfir í skip kaupmannsins að sjá hvaða varnir væru þar um borð, hann ætti að látast vera maður Danakonungs og hafa ver- ið sendur til hvalveiða við landið en hrakist í hafi svo vikum skipti og hafa það að yfirvarpi að fala kost af skipverjum. Lét Beiram þegar leggja út bát, reri yfir í kaupfarið, hitti skipherrann, greindi frá því sem honum hafði verið upp á lagt og talaði þýsku. Skipherrann hlýddi á mál hans af kurteisi en kvaðst engan kost mega missa eða hafa til sölu. Fór Beiram á burt við svo búið og skýrði Mórat frá því að hann hefði ekki orðið var við aðra menn um borð en skipstjórann og einn léttadreng, varningur hefði verið nokkur ofan þilja og lestir fullar, honum virtist skipið vera ólekt og hann hafði ekki heyrt holhljóð í kinnungi þegar þeir lögðu að því. Þegar ræningjarnir voru á brott sendi skipherrann á farmskipinu léttadrenginn með skilaboð til kaupmannsins, Lauriz Bentsons, um erindi komumanna. Höfðu þá allmargir menn safnast saman á fjörukambinum. Þar á meðal var Bárður Teitsson, bróðir Jóns þess sem áður bjó að Járngerðarstöð- um og brann til dauðs í tjöru við að hlúa að báti sínum. Bárður var með Jóni við þá iðju, brenndist illa og afskræmdist í andliti. Þar á kambinum var og Jón sonur Jóns heitins prests á Stað. Hann var elstur bræðra Guðrúnar á Járn- gerðarstöðum, nefndur Bara Jón til aðgreiningar frá öðrum frænd- um sínum og nöfnum. Þar var einnig Þorsteinn Pétursson, kall- aður ferðalangur og hafði herða- kistil. Hann var kringilfættur um- fram aðra menn. Þar sem kaupmann fýsti að vita frekari deili á komumönnum ákvað hann að taka áttæring biskupsstóls traustataki svo sem hann hafði tíðum gert þegar hon- um þótti nokkuð liggja við. Hann var þar í uppsátri. Kallaði hann á Bárð Teitsson og fleiri menn að hrinda fram bátnum, róa út í skipið, grennslast fyrir og færa sér fréttir. Fóru sjö menn úr fjör- unni með Bárði og Þorsteinn ferðalangur sá áttundi. Þegar þeir lögðu að skipinu var kaðalstiga rennt yfir borðstokkinn. Hann náði allt ofan í bátinn og klifu Grindvíkingar upp hann og um borð. Þegar nokkur tími leið án þess að mennirnir sneru aftur til lands H R A P A N D I J Ö R Ð Tyrkjarán í Grindavík K E L I H E F U R M U N D A Ð S K Æ R I N Í Á R AT U G I Risa úrklippusafn Bókin Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson er spennandi lesning þar sem sögulegir atburðir eru sett- ir upp í form skáldsögunn- ar þannig að úr verður úr- vals heimildarskáldsaga. Grindvíkingar koma mikið við sögu í bókinni og er sumum þeirra fylgt alveg til enda sögunnar.Tyrkjarán- ið lifir enn í minningu Ís- lendinga, enda voru hund- ruð Íslendinga numin á brott og seldir í ánauð. Bókin er mjög vel skrifuð þar sem lesandinn upplifir sig sem áhorfanda að sög- unni og sögupersónunum. Bók sem á svo sannarlega erindi við Suðurnesjamenn. Jóhannes Kr. Kristjánsson Keli með fyrstu úrklippubókina frá árinu 1969. Í baksýn má sjá hluta af úrklippusafninu. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 11:40 Page 28

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.