Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 34

Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 34
Marglytta réðist á mig Fyrstu tvo dagana slöppuðum við bara af og fórum á ströndina og fl.. Svo lögðum við af stað frá bryggju og sigldum í þrjá tíma til Corsiku (eyja í Frakklandi) þar var mikið að skoða t.d. lítill bær uppi á fjallinu og lítil höll sem er eldgömul. Við fórum undir bjarg- ið þar sem fólk synti og „snork- aði“. Þar voru ekkert nema klettar og steinar. Fyrir ofan voru húsin á klettinum fram á brún- inni, ef það myndi koma jarð- skjálfti þá mundu öll húsin hrynja niður bjargið. Ég fór í sjó- inn og byrjaði að „snorka“ hjá klettunum, en þar voru mikið af f iskum og marglyttum. Ein marglyttan réðst á mig og ég öskraði af öllum krafti, ég fékk tvö brunasár eftir hana og þorði ekki að fara í sjóinn í þrjá daga eftir þetta. Á eyðieyju Svo sigldum við á eyðieyju og hentum út ankeri og fór auðvitað strax í sjóinn að kafa og „snorka“. Við sváfum eina nótt þar á ankeri en samt smá rok. Strax morguninn eftir fór ég að hoppa aftur í sjóinn með pabba meðan allir voru sofandi. Svo þegar allir voru vaknaðir lögðum við aftur á stað til Santa Teresu. Á leiðinni var mikið rok (28 hnútar) ég systir mín og frændi minn lágum framan á skútunni en þá kom stór alda yfir okkur og við fórum bara inn í skútuna. Við héldum okkur fast því skútan var byrjuð að halla svakalega mikið. Það var svo mikið rok að við sáum ekkert fyrir stórum öldum. Eftir 7-8 klukkutíma vorum við loks komin í heimahöfn skútunn- ar. Síðan voru liðnar 2 vikur og þrjár manneskjur þurftu að fara aftur heim á leið. Í eina viku vor- um við í höfninni vegna veður- tafar, en það var samt geggjað gaman. Við fórum á ströndina þar var mikið rok og þriggja hæða háar öldur, ég og systir mín vorum á brimbrettum í öldunum. Borðuðum pizzur í mánuð Svo fórum við á kvöldin út að borða og ekkert hægt að fá nema pizzur og pasta, þannig að ég og systir mín borðuðum pizzur í mánuð. Svo eftir matinn fórum við alltaf á torgið og þar var alltaf eitthvað um að vera, ég var alltaf að fá ís, en mesti gallinn var að ekki var hægt að finna nammi á Sardiniu. Við gengum mikið og skoðuðum meðan veðrið var leiðinlegt, við skoðuðum t.d. kastala leifar og virki til að verja innsiglinguna í gamla daga. En óveðrið gekk niður, við lögðum af stað úr höfn og sigldum til Spargí eyju sem er eyðieyja, lögðumst við ankeri. Síðan fór- JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!34 G le ð il e g a h á tí ð ! Ævintýri úr Miðja F A N N E Y R U T G E O R G S D Ó T T I R , 1 1 Á R A , S K R I F A R F E R Ð A S Ö G U F R Á S Í Ð A S TA S U M R I É g fór til útlanda í sumar, nánar tiltekið til Ítalíu.Við lögðumaf stað seint um kvöld og þurftum að sofa í flugstöðinni íMílano. Morguninn eftir tókum við bílaleigubíl og keyrð- um niður til Genova sem er hafnarborg ofarlega á Ítalíu. Á leið- inni var mikið af fjöllum og margir gamlir bæir. Þegar við vorum komin til Genovu fórum við að skoða bæinn við löbbuðum niður á bryggju og sáum stórt gamalt sjóræningjaskip. Við skoðuðum það, inni í því voru gamlar fallbyssur og fangaklefar. Eftir það fór- um við á strönd og höfðum gaman. Um kvöldið fórum við niður á höfn og fórum í stærsta Moby skemmtiferðaskipið og sigldum í níu klukkutíma til Olbiu en það er hafnarbær norðarlega á Sar- diniu. Inn í skipinu voru margir veitingastaðir, dansstaður með tónleikum, bíó, boltaland, spilavíti og fl. Þegar við vorum komin til Olbiu tókum við rútu til Santa Teresu. Svo gengum við út á bryggju og í skútuna okkar sem við áttum eftir að vera á í heilan mánuð. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:28 Page 34

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.