Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 34
Marglytta réðist á mig Fyrstu tvo dagana slöppuðum við bara af og fórum á ströndina og fl.. Svo lögðum við af stað frá bryggju og sigldum í þrjá tíma til Corsiku (eyja í Frakklandi) þar var mikið að skoða t.d. lítill bær uppi á fjallinu og lítil höll sem er eldgömul. Við fórum undir bjarg- ið þar sem fólk synti og „snork- aði“. Þar voru ekkert nema klettar og steinar. Fyrir ofan voru húsin á klettinum fram á brún- inni, ef það myndi koma jarð- skjálfti þá mundu öll húsin hrynja niður bjargið. Ég fór í sjó- inn og byrjaði að „snorka“ hjá klettunum, en þar voru mikið af f iskum og marglyttum. Ein marglyttan réðst á mig og ég öskraði af öllum krafti, ég fékk tvö brunasár eftir hana og þorði ekki að fara í sjóinn í þrjá daga eftir þetta. Á eyðieyju Svo sigldum við á eyðieyju og hentum út ankeri og fór auðvitað strax í sjóinn að kafa og „snorka“. Við sváfum eina nótt þar á ankeri en samt smá rok. Strax morguninn eftir fór ég að hoppa aftur í sjóinn með pabba meðan allir voru sofandi. Svo þegar allir voru vaknaðir lögðum við aftur á stað til Santa Teresu. Á leiðinni var mikið rok (28 hnútar) ég systir mín og frændi minn lágum framan á skútunni en þá kom stór alda yfir okkur og við fórum bara inn í skútuna. Við héldum okkur fast því skútan var byrjuð að halla svakalega mikið. Það var svo mikið rok að við sáum ekkert fyrir stórum öldum. Eftir 7-8 klukkutíma vorum við loks komin í heimahöfn skútunn- ar. Síðan voru liðnar 2 vikur og þrjár manneskjur þurftu að fara aftur heim á leið. Í eina viku vor- um við í höfninni vegna veður- tafar, en það var samt geggjað gaman. Við fórum á ströndina þar var mikið rok og þriggja hæða háar öldur, ég og systir mín vorum á brimbrettum í öldunum. Borðuðum pizzur í mánuð Svo fórum við á kvöldin út að borða og ekkert hægt að fá nema pizzur og pasta, þannig að ég og systir mín borðuðum pizzur í mánuð. Svo eftir matinn fórum við alltaf á torgið og þar var alltaf eitthvað um að vera, ég var alltaf að fá ís, en mesti gallinn var að ekki var hægt að finna nammi á Sardiniu. Við gengum mikið og skoðuðum meðan veðrið var leiðinlegt, við skoðuðum t.d. kastala leifar og virki til að verja innsiglinguna í gamla daga. En óveðrið gekk niður, við lögðum af stað úr höfn og sigldum til Spargí eyju sem er eyðieyja, lögðumst við ankeri. Síðan fór- JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!34 G le ð il e g a h á tí ð ! Ævintýri úr Miðja F A N N E Y R U T G E O R G S D Ó T T I R , 1 1 Á R A , S K R I F A R F E R Ð A S Ö G U F R Á S Í Ð A S TA S U M R I É g fór til útlanda í sumar, nánar tiltekið til Ítalíu.Við lögðumaf stað seint um kvöld og þurftum að sofa í flugstöðinni íMílano. Morguninn eftir tókum við bílaleigubíl og keyrð- um niður til Genova sem er hafnarborg ofarlega á Ítalíu. Á leið- inni var mikið af fjöllum og margir gamlir bæir. Þegar við vorum komin til Genovu fórum við að skoða bæinn við löbbuðum niður á bryggju og sáum stórt gamalt sjóræningjaskip. Við skoðuðum það, inni í því voru gamlar fallbyssur og fangaklefar. Eftir það fór- um við á strönd og höfðum gaman. Um kvöldið fórum við niður á höfn og fórum í stærsta Moby skemmtiferðaskipið og sigldum í níu klukkutíma til Olbiu en það er hafnarbær norðarlega á Sar- diniu. Inn í skipinu voru margir veitingastaðir, dansstaður með tónleikum, bíó, boltaland, spilavíti og fl. Þegar við vorum komin til Olbiu tókum við rútu til Santa Teresu. Svo gengum við út á bryggju og í skútuna okkar sem við áttum eftir að vera á í heilan mánuð. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:28 Page 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.