Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 35

Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 35
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 35 jarðarhafi um við á gúmmíbátnum í land til að skoða okkur um, gengum smá áfram en svo heyrðum við í snákum, eðlum og fleiri villidýr- um. Þegar pabbi fór að tala um villisvín þá snérum við aftur í skútuna. Á bananabát Við sváfum á ankeri og þar var ein önnur skúta í víkinni okkar. Þegar við vöknuðum fór mamma og pabbi í sólbað á skútunni á meðan ég og systir mín lékum okkur í sjónum. Þegar Hildur systir mín tók það sem við héld- um að væri samanbrotin vind- sæng sem var ofaní lest kom í ljós hún var ekki vindsæng held- ur bananabátur pumpaði hún í hann og pabbi festi hann við gúmmíbátinn og dró okkur á honum alveg stanslaust. Eftir það sigldum við til Madalennueyju við vorum öll að deyja úr hita það var hitabylgja og hitinn náði upp í 45° stig. Og sjórinn 27° stig. Það leið yfir mig af hita og eftir það tók ég Calsíum hita- lækkandi töflur og ég var með viftuna í framaní mér. Við skoð- uðum bæinn og við keyptum skóladót og um kvöldið fórum við út að borða og ég fékk mér pizzu eins og vanalega. Svo fór- um við niður á götutorg að skoða, svo fórum við niður í skútu að sofa. Næsta dag lögðum við að stað aftur í heimabæ skút- unnar. Við vorum nokkra tíma á leiðinni. Svo fórum við út að borða og ég fékk mér auðvitað pizzu og fórum við upp á torg. Mamma hélt að það væri verið að ræna okkur Næsta dag pökkuðum við niður og yfirgáfum skútuna og þurftum að fara heim á leið en ferðalagið var ekki en búið, við leituðum að leigubíl, það tók tvo tíma þar sem engin leigubílastöð var í bænum og urðum að fá bíl úr öðrum bæ síðan keyrðum í tvo klukkutíma. Þegar við vorum komin upp í fjöllin og það var komið myrkur þá stöðvaði bíl- stjórinn bílinn og stökk út mamma var viss um að nú ætti að ræna okkur en bílstjórinn var bara að pissa. Við komum loks að ferjunni sem við komum í til Sardiniu og lögðum að stað klukkutíma síðar. Við fórum á matsölustað í ferjunni og ég fékk mér pizzu, gengum svo upp á tíundu hæð upp á dekk, það var rosalega langt niður í sjóinn. Ég svaf á 7. hæð og ég sofnaði fljótt. Ég vaknaði í ferjunni kl. 6 og hún lagðist á bryggju kl 7. Ferjan var tíu tíma að sigla, við gengum út úr ferjunni og tókum leigubíl út á lestastöð. Við tókum hraðlest í tvo klukkutíma til Milano. Við létum geyma farangurinn og fór- um á MacDonalds og gengum lengi um aðalgötuna og fórum í Dómkirkjuna í Milano. Þetta var stærsta kirkja sem ég hef séð, þar voru verðir. Við fórum inn í hana og þar voru kistur um allt af frægum biskupum og svo var ein kistan úr gleri og allir gátu séð 53 ára gamalt lík. Svo fórum við niður í kjallara á kirkjunni, en þar var ekkert nema yfir 800 ára gamlar grafir og gamlir munir. Síðan gengum við aftur niður á lestarstöð og náðum í farangur- inn okkar og tókum rútu niður á flugstöð. Svo kl 12:00 fór flug- vélin í loftið og við sáum Ítalíu hverfa. Ég svaf alla leiðina heim. En mér fannst leiðinlegt að ferðalagið var búið. Fanney Rut Georgsdóttir, 11 ára ð Eftir það sigldum við til Madalennueyju við vorum öll að deyja úr hita það var hita- bylgja og hitinn náði upp í 45° stig. Og sjórinn 27° stig. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:29 Page 35

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.