Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 35 jarðarhafi um við á gúmmíbátnum í land til að skoða okkur um, gengum smá áfram en svo heyrðum við í snákum, eðlum og fleiri villidýr- um. Þegar pabbi fór að tala um villisvín þá snérum við aftur í skútuna. Á bananabát Við sváfum á ankeri og þar var ein önnur skúta í víkinni okkar. Þegar við vöknuðum fór mamma og pabbi í sólbað á skútunni á meðan ég og systir mín lékum okkur í sjónum. Þegar Hildur systir mín tók það sem við héld- um að væri samanbrotin vind- sæng sem var ofaní lest kom í ljós hún var ekki vindsæng held- ur bananabátur pumpaði hún í hann og pabbi festi hann við gúmmíbátinn og dró okkur á honum alveg stanslaust. Eftir það sigldum við til Madalennueyju við vorum öll að deyja úr hita það var hitabylgja og hitinn náði upp í 45° stig. Og sjórinn 27° stig. Það leið yfir mig af hita og eftir það tók ég Calsíum hita- lækkandi töflur og ég var með viftuna í framaní mér. Við skoð- uðum bæinn og við keyptum skóladót og um kvöldið fórum við út að borða og ég fékk mér pizzu eins og vanalega. Svo fór- um við niður á götutorg að skoða, svo fórum við niður í skútu að sofa. Næsta dag lögðum við að stað aftur í heimabæ skút- unnar. Við vorum nokkra tíma á leiðinni. Svo fórum við út að borða og ég fékk mér auðvitað pizzu og fórum við upp á torg. Mamma hélt að það væri verið að ræna okkur Næsta dag pökkuðum við niður og yfirgáfum skútuna og þurftum að fara heim á leið en ferðalagið var ekki en búið, við leituðum að leigubíl, það tók tvo tíma þar sem engin leigubílastöð var í bænum og urðum að fá bíl úr öðrum bæ síðan keyrðum í tvo klukkutíma. Þegar við vorum komin upp í fjöllin og það var komið myrkur þá stöðvaði bíl- stjórinn bílinn og stökk út mamma var viss um að nú ætti að ræna okkur en bílstjórinn var bara að pissa. Við komum loks að ferjunni sem við komum í til Sardiniu og lögðum að stað klukkutíma síðar. Við fórum á matsölustað í ferjunni og ég fékk mér pizzu, gengum svo upp á tíundu hæð upp á dekk, það var rosalega langt niður í sjóinn. Ég svaf á 7. hæð og ég sofnaði fljótt. Ég vaknaði í ferjunni kl. 6 og hún lagðist á bryggju kl 7. Ferjan var tíu tíma að sigla, við gengum út úr ferjunni og tókum leigubíl út á lestastöð. Við tókum hraðlest í tvo klukkutíma til Milano. Við létum geyma farangurinn og fór- um á MacDonalds og gengum lengi um aðalgötuna og fórum í Dómkirkjuna í Milano. Þetta var stærsta kirkja sem ég hef séð, þar voru verðir. Við fórum inn í hana og þar voru kistur um allt af frægum biskupum og svo var ein kistan úr gleri og allir gátu séð 53 ára gamalt lík. Svo fórum við niður í kjallara á kirkjunni, en þar var ekkert nema yfir 800 ára gamlar grafir og gamlir munir. Síðan gengum við aftur niður á lestarstöð og náðum í farangur- inn okkar og tókum rútu niður á flugstöð. Svo kl 12:00 fór flug- vélin í loftið og við sáum Ítalíu hverfa. Ég svaf alla leiðina heim. En mér fannst leiðinlegt að ferðalagið var búið. Fanney Rut Georgsdóttir, 11 ára ð Eftir það sigldum við til Madalennueyju við vorum öll að deyja úr hita það var hita- bylgja og hitinn náði upp í 45° stig. Og sjórinn 27° stig. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:29 Page 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.