Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 37
kúm og fleira. Svo einnig
litlu krílunum sem vinkonur mínar eiga,
maður stenst þau nú ekki. Fyrir utan
landslagsmyndir þá held ég að mér finnist
flest áhugavert, en ég held að það eigi eftir
að breytast mikið.
Hvernig er að vera íslendingur í Boston?
Það er gott að vera Íslendingur í Boston.
Það er gott hvar sem er í heiminum finnst
mér. Þar sem ég hef búið úti áður er það
ekkert nýtt þegar fólk segir. „Vá ég hef
aldrei hitt Íslending áður, hversu mörg eru
þið?“ eða „Er það ekki Ísland sem er
grænt og Grænland sem er ísilagt“. Fólk
er alltaf jafn forvitið að vita um Ísland og
heldur alltaf að það sé mjög, mjög kalt
þar, en sannleikurinn er sá að það er svo
ískalt hérna í Boston að það er lyginni
líkast. Og auðvitað má ekki kvarta þar
sem ég er ÍSLENDINGURINN ;o)
Boston er mjög alþjóðleg þar sem það eru
endalaust mikið af skólum hérna og mikið
af ungu fólki sem býr hérna.
Er mikið um íslendinga þarna úti?
Það er nú alveg örugglega ágætlega mikið
um Íslendinga hérna, það er allaveganna
Íslendingafélag hérna. Ég hef kíkt á
heimasíðuna þeirra en ekki farið enn á
pöbbakvöldin sem eru 3ja hvern föstudag í
mánuði. Nú svo sá ég að vísu alveg hell-
ing af Íslendingum þegar fjölskyldan kom
í heimsókn. Á hótelinu sem þau voru á var
töluvert mikið af Íslendingum og svo vor-
um við bara einhvern veginn alltaf að sjá
einhverja hér og þar. Ég sé þá ekki þegar
ég er bara ein eða þar sem ég bý. Reyndar
er ein önnur stelpa í skólanum sem er ís-
lensk, sem kom mér á óvart þar sem þessi
skóli er frekar lítill.
Hvernig líður venjulegur dagur hjá þér?
Ég fer yfirleitt á fætur um 7 eða 8 leytið og
er í skólanum frá 9, 10 til að verða 5-6 á
daginn. Reyndar er ég ekki í tíma nema
þrisvar sinnum í viku. Tvisvar sinnum frá
9 til 4 og einu sinni frá 10 til 12 og svo
þarf ég að skila tímum í myrkraherberginu
sem eru 16-18 tímar á viku. Þannig að ég
er hér alla virka daga vikunnar. Svo kem
ég hérna líka um helgar, en skólinn er op-
inn frá 8-11:30 alla daga vikunar. Það
tekur mig um 35-40 mín-
útur að
fara í skólann með
neðanjarðarlestinni því ég bý svo
langt frá miðbænum. Ég bý í Somerville
sem er um hálftíma frá miðbænum, mjög
fínt og öruggt hverfi.
Saknarðu Íslands?
Jafnvel þótt að ég hreinlega dýrki það að
ferðast, sakna ég Íslands alltaf jafn mikið.
En þetta er tíminn sem maður saknar fjöl-
skyldunnar og vinanna mest. Ég hef verið
það heppin að fjölskyldan mín kom í
heimsókn núna í kringum Þakkargjörðar-
hátíðina. Svo eru nokkrar vinkonur að
koma um miðjan mánuðinn og enn fleiri
að kaupa miða til að koma eftir áramótin.
Já, það má segja að ég sé að reka litla
ferðaskrifstofu hérna þar sem ég er búin
að plata yfir tylft manna til að koma í
heimsókn:).
Hvernig er jólaundirbúningur-
inn í Boston?
Ég veit lítið um hvernig er
með jólaundirbúninginn
hérna. Voða mikið versl-
að eins og heima, jóla-
trén eru örugglega flest
kominn upp. Það er
byrjað að skreyta
hérna, mest í mollum
og búðum. Það eru
svona einstaka hús
hérna sem eru skreytt
og þau sem eru
skreytt eru sko
skreytt! Það er ekk-
ert annaðhvort eða því þau
skreytt frá toppi til táar eða bara ekki neitt.
En ástæðan fyrir því að það eru ekki mikið
af húsum skreytt þar sem ég bý er að það
eru svo mikið af ungu fólki sem býr sam-
an hérna. Skólafólk leigir íbúðir saman
hérna og fer svo heim um hátíðarnar, hafa
lítinn tíma til að skreyta því þetta er jú
prófatíminn. Það hefur snjóað hérna síð-
astliðna viku en hann hverfur þegar fer að
líða á daginn, kannski voða svipað og
heima. Þakkargjörðahátíðin er í rauninni
mikilvægari hér að vissu leiti finnst mér.
Fjölskyldur koma saman og borða, 15-20
manns í mat og það er borðað allan dag-
inn. Ég var svo heppin að fara á tvö heim-
ili og það er hreinlega borðað frá tvö til tíu
en ég fór í kalkún hjá einni fjölskyldu og
svo eftirrétt hjá annarri. Ég eyði ekki jól-
unum hérna í Boston, því ég mun fljúga til
Bozeman í Montana þar sem er ennþá
kaldar, en þar býr fjölskylda kærasta míns
og við munum eyða tveimur vikum þar.
Svipað og heima?
Það er svo allt öðrvísi að vera heima, þar
sem þú ert að gera jólakort með vinkonun-
um og baka með fjölskyldunni. Og að
fara svo niður í bæ á Þorláksmessu og
gjörsamlega drekkja sig í jólastemming-
unni.
Hvað ætlarðu þér að gera þegar þú lýkur nám-
inu?
Það fer náttúrulega allt eftir því hvað ég
tek á öðru ári. Eftir annað árið gæti verið
að ég tæki eitt ár í háskóla hérna úti til að
fá BA gráðu. En ef ég hefði tækifæri til þá
mundi ég vilja vinna hérna í eitt ár með
einhverjum góðum ljósmyndara til að fá
reynsluna. En þetta verður bara að koma
allt í ljós.
Hvenær kemurðu heim?
Ég kem heim næsta sumar, verð heima allt
sumarið og fer svo aftur út. Hvenær kem
ég endanlega heim til Íslands? Það verður
bara að koma í ljós, eftir 2 ár vill fjölskyld-
an heyra þannig að ég segi það bara.
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 37
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:30 Page 37