Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 44

Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 44
hemm Bula! Við lentum á Fiji um kvöldið og tók þar á móti okkur hljómsveit skipuð heima- mönnum syngjandi ekta Kyrrahafstónlist í viðeigandi búningum og öðru hvoru öskr- uðu allir í kór „Bula“ sem þýðir velkom- inn og halló. Ekki slæm byrjun! Fórum á Nadi Hotel í miðbænum og það fyrsta sem vakti athygli var að okkur sýndist fáir aðrir gista á hótelinu. Þegar við komum inn á herbergið okkar sáum við þó að einhver deildi herberginu með okkur, en var samt ekki á staðnum. Við hentum bara töskun- um af okkur og rukum strax út í Kavaleit. Kava er drykkur sem langflestir íbúar á Kyrrahafseyjunum drekka daglega. Þegar maður hefur drukkið ákveðið magn af Kava á það að gera mann mjög rólegan og afslappaðan. Eftir smá leit rákum við aug- un í búð sem eingöngu selur Kava. Þessi búð er rekin af Indverja og við ætluðum að kaupa og prufa. Hann tók það ekki í mál að selja okkur það, heldur mallaði bara slatta sjálfur og vildi segja okkur söguna af Kava á meðan við drykkjum það saman. Drukku 5 Kava skálar Hann kom með Kavað í skítugum bala og notaði kókoshnetuskel til að drekka það. Reglan er að áður en maður drekkur á að klappa einu sinni og þrisvar þegar maður er búinn að sturta í sig. Maður getur helst ímyndað sér að bragðið af Kava sé svipað og bragð af vatni sem maður var að þrífa sokkana sína í. Mjög beiskt og rífur vel í hálsinn. Við gáfumst því upp eftir 5 skálar en höfðum heyrt að heimamenn sturta auðveldlega 30-40 í smettið á sér á góðum degi. Kvöddum því Indverska vin okkar með óbragð í munninum og vorum sam- mála um það að þetta þyrft- um við ekki að prófa aftur. Þeg- ar við komum upp á herbergi var herbergisfélaginn okkar þegar kom- inn í háttinn. Við sáum strax að þessi herbergisfélagi var öðruvísi en við áttum að venjast vegna þess að hann var sennilega rúmum 50 árum eldri en við. Okkur gafst ekki tækifæri til að kynn- ast þessum eðalmanni mikið meira vegna þess að hann þurfti að fara snemma næsta morgun. Þó röbbuðum við aðeins við hann í einni af morgun- klósettferðunum sem hann fór í um nóttina og komumst þar að því að hann hafði sest að á Fiji og er giftur konu þaðan. Allir vingjarnlegir á Fiji Morguninn eftir fundum við okkur rútu til Suva sem er höfuðborg Fiji-eyja. Þar var planið að eyða helginni áður en við fynd- um okkur einhverja strönd til að chilla á. Í rútunni lentum við á smá spjalli við nokkr- ar stelpur frá Fiji og þegar við komum svo til Suva vissum við að sjálfsögðu ekkert hvert við ættum að fara þannig að stelp- urnar sögðu okkur að koma með sér. Við vissum ekki alveg hvað var í gangi en fór- um þó með þeim. Eftir smá göngu kom- um við að upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn og þar fengum við lista yfir öll gisti- heimili á Suva og eins og þessar stelpur væru ekki búnar að hjálpa okkur nóg nú þegar, vildu þær endilega fara með okkur á gistiheimilið sem við höfðum valið. Svo þegar þangað var komið kvöddu þær okk- ur og létu okkur fá símanúmerið sitt og báðu okkur að hringja í sig ef við hefðum tíma þegar við færum aftur til Nadi. Það sem þessar stelpur gerðu fyrir okkur er í rauninni sneiðmynd af viðhorfi langflestra Fiji-búa. Allir svo vingjarnlegir. Góð stemmning í Rubgy leik Fiji-búar eru líka miklir Rugby-aðdáendur og liðið þeirra er mjög sterkt. Þetta föstu- dagskvöld var stórleikur í gangi sem átti að skera úr hvort Fiji kæmist í fyrsta sinn í 8 liða úrslit í heimsmeistarakeppninni. Við höfðum aldrei horft á Rugby-leik áður þannig að við vildum aðallega fara til að upplifa stemning- una sem myndað- ist við leikinn. Leikirnir eru sýndir á flestum börum á Fiji og við settumst fyrir utan einn stað og bið- um þess að hann opnaði. Hafði aldrei heyrt um Ísland Þar kom upp að okkur einn af fáum óvin- gjarnlegum heimamönnum sem við hitt- um á Fiji. Þessi gaur kom upp að okkur og spurði hvaðan við værum og þegar hann fékk svarið að við værum frá Íslandi var hann bara fúll, ekki vegna þess að hann þyldi ekki Ísland heldur vegna þess að hann hafði aldrei heyrt um þetta land áður og hélt að við værum að spila með hann. „Iceland, Iceland. I´m from Hotland“ sagði hann hundfúll og eftir að hafa látið nokkur orð flakka sem við ætlum ekki að hafa eftir strunsaði hann í burtu. Loks byrjaði leikurinn og strax á fyrstu mínút- unum sáum við að þetta var íþrótt sem við gætum haft gaman af. Alltaf eitthvað í gangi, engar tafir og menn ekkert að þykj- ast meiða sig til að fiska víti eða auka- spyrnu. Leikurinn var hnífjafn fram á síð- ustu mínútur en Skotarnir grísuðust til að sigra að lokum. Fiji-búar virðast vera svo- lítið eins og Íslendingar þegar kemur að stórleikjum. Gengur vel fyrst en svo missa menn trúna og tapa leiknum. Fyrsta tequila skotið Eftir leikinn hittum við svo tvo heima- menn úti á götu, þá Joe og Albert. Joe er 31 og Albert er 42 ára og báðir eru þeir fjölskyldumenn sem búa á eyju sem er u.þ.b. 3 klukkutíma frá Suva. Við skemmtum okkur með þeim það sem af leið kvöldi og þeir fóru með okkur á flesta staði sem heimamenn hanga á. Og við buðum þeim upp á fyrsta tequila- skotið sem þeir hafa nokkurn tímann próf- að. Daginn eftir feng- um við hringingu klukkan 10 um morguninn og þá var það Joe á hin- um endanum og hann vildi endilega að við kæmum með honum á bátnum hans yfir á litla eyju, sem er rétt fyrir utan Suva. Eyjan jafnstór og körfuboltavöllur Hann kom svo og náði í okkur upp á gisti- heimilið og þaðan brunuðum við niður á bryggju. Þar beið okkar báturinn hans og 3 yngri frændsystkini hans. Albert var fjarri góðu gamni því hann byrjaði að fá háls- bólgu kvöldið sem við hittumst og var orð- inn mjög slæmur daginn eftir. Eftir 15 mínútna siglingu á bátnum hans Joe kom- um við á eyju sem var ekki stærri en körfuboltavöllur. Bara sandur en ótrúlegt en satt að samt vantaði ekki ruslumbúðir utan af allskyns mat sem hafði borist frá aðaleynni til Fiji. Þarna sátum við í sólinni á meðan yngra fólkið lék sér í sjónum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Joe skutlaði okkur svo aftur í land þar sem við kvöddumst. Tubakula Eftir 3 daga í Suva vorum við tilbúnir að sjá meira af Fiji. Okkur hafði verið bent á stað sem heitir Tubakula sem er mitt a milli Nadi og Suva. Við vorum að leita okkur að afslöppun og Tubakula bauð svo sannarlega upp á það því það var varla hræða á svæðinu nema tveir öryggisverðir sem áttu eftir að setja svip sinn á dvöl okk- ar þar. Melly og Sai hétu þeir og þó þeir virtust ekki vera slæmir náungar gat mað- ur ekki annað en vantreyst þeim, vegna þess að þegar Sai var ekki viðstaddur fór Melly að segja okkur að Sai væri bara svikahrappur sem við ættum ekki að treysta og ein- hvern veg- inn urðu þeir bara furðulegri og furðulegri þá tvo daga sem við eyddum á Tubakula. Toppnum var þó náð þegar við vorum að gera okkur tilbúna í háttinn eitt kvöldið. Við lágum hvor í sínu rúmi að spjalla og rúmið hans Hemma sneri að glugganum, en rúmið hans Magga var staðsett þannig að hann sá ekki gluggann. Allt í einu sér Hemmi hendi birtast á glugganum og eftir fylgdi andlitið á Sai. Hemmi sagði ekki neitt við Sai strax heldur lét hann Magga vita að Sai stæði þarna og væri að stara inn um gluggann. Stundum djókum við með svona hluti þannig að Maggi var ekki al- veg að trúa Hemma. Og þeim 40-50 sek- úndum sem Hemmi eyddi í að reyna að sannfæra Magga um að hann væri ekki að ljúga stóð Sai bara þarna og sagði ekki orð. Heimsreisufararnir Hemmi og Maggi hafa svo sannarlega upplifað fjölda ævintýra í heimsreisu sinni sem staðið hefur yfir frá því í sumar. Þeir hafa heimsótt framandi lönd sem flestir íslendingar hafa ekki brugðið fæti sínum á, ennþá allavega. Þegar þessi orð eru skrifuð eru þeir félagar staddir í Mið-Ameríku þar sem þeir munu eyða jólunum. Víkur- fréttir hafa fylgst vel með för þeirra félaga og hafa þeir sent reglulega pistla á heimsreisusíðu Víkurfrétta. Nýjasti pistillinn þar er númer 12, en við birtum hér pistil númer 11. Spennandi ferðasaga hjá strákunum, en þeir fengu ekki að fara inn í Brasilíu. Vefslóð heimsreisusíðu Víkurfrétta er www.vf.is/heimsreisan P I S T I L L # 1 1 - 2 0 . N Ó V E M B E R 2 0 0 3 FENGU EKKI AÐ FARA INN Í BRASILÍU Æ V I N T Ý R I N H A L D A Á F R A M JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!44 G le ð il e g a h á tí ð ! Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:32 Page 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.