Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 49
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 49
Hnoðaðar Gyðingakökur:
500 gr. hveiti, 250 gr. sykur, 375 gr. smjörlíki,1 egg og 2 tsk. lyfti-
duft.
Deiginu skipt í 2 hluta.
Úr öðrum helmingnum búnar til kúlur, flattar út með lófanum í
mulinn molasykur.
Bakaðar við 200 gráðu hita neðarlega í ofninum.
Grænar möndlukökur úr hinum helmingnum. Í þann hluta deigsins
eru settir möndludropar og möndluflögur og grænn matarlitur.
Hnoða þetta létt þar til deigið hefur fengið jafnan lit. Búnar til kúlur.
Brúnar smákökur.
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 peli sýróp (hægt að blanda sýrópi og púðursykri til helminga)
3 tsk. lyftiduft
2 tsk. negull
2 tsk. kakó
2 tks. kanill
2 tsk. natron
2 stk. egg og örlítið af pipar
Hnoðað og einnig hægt að skipta deiginu.Búnar til kúlur í lófanum
þrýst ofaná og hálf mandla sett á hverja köku. Úr hinum hlutanum
af deginu er bætt meira af kakói og vel af brytjuðu súkkulaði og
vanilludropum bætt í. Búnar eru til kúlur aðeins minni en hinar,
þrýst aðeins ofan á með lófanum.Þegar kökurnar eru teknar úr ofn-
inum er gott að setja Mónu súkkulaðidropa ofan á hverja köku.
Heimatilbúið marsipan ágætt til sælgætisgerðar.
200 gr. smjörlíki brætt í potti
2 dl. vatn sett saman við
250 gr. hveiti þeytt út í og soðið í nokkrar mínútur. Potturinn tekinn
af og 750 gr. af sykri sett út í. Deigið er kælt og þá er 300 gr af flór-
sykri og möndludropum bætt í.
Sveppapaté
1/2 kg. sveppir,2 laukar,20 gr. smjörlíki,50 gr. hakkaðar hesli-hne-
tur,100 gr. brauðrasp, 3 egg, 1 pela rjóma,1 1/2 tsk. salt, og malaður
grófur pipar eftir smekk.
Sveppirnir hakkaðir og brúnaðir á pönnu í smjörlíkinu ásamt
niðurskornum laukunum. Annað sett í skál og hrært vel saman.
Síðan er hræran sett saman við það sem er á pönnunni. Allt sett í
eldfast mót og bakað í klukkustund í 175 gráðu heitum ofni. Bæði
hægt að bera fram heitt eða kalt.
Uppskriftir frá Höllu Har:
Lionsklúbburinn Keilir heldur
hina árlegu Skötuveislu laugar-
daginn 20. desember næstkom-
andi í lionshúsinu að Aragerði
4 Vogum. Húsið opnar klukk-
an 14 og verður opið frameftir
kvöldi. Á matseðlinum er kæst
skata, en einnig er boðið upp á
saltfisk. Skötuveisla Lions-
manna í Vogum hefur verið að
festast í sessi þar sem fólk sér
gullið tækifæri í því að losna
við skötuilminn af heimilinu og
styrkja um leið gott málefni.
Aðgangur að skötuveislunni er
1900 krónur og rennur allur
ágóði óskiptur til líknarmála.
Lionsklúbburinn Keilir óskar
öllum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og farsældar á
komandi ári.
Skötuveisla Keilis í Vogum
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:19 Page 49