Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 52
að eiga samskipti við íbúa eyj-
anna í Suður Kyrrahafinu, en fé-
lagið sem hann vann hjá var með
siglingar á 15 áfangastaði á 10
eyjum og Papua Nýju Gíneu.
Björn segir að yfirleitt hafi verið
gott að eiga við íbúanna, en
óneitanlega sé önnur menning og
aðrir siðir á þessum eyjum en
Björn átti að venjast. „Fyrirtækið
sem ég vann hjá var með mikið
af eyjaskeggjum í vinnu á skip-
um félagsins sem mörg voru orð-
in æði þreytt og lúinn og óarðbær
í rekstri.Fyrirtækið átti sjö skip
en stjórn fyrirtækisins hafði
ákveðið að selja skipin og leigja
inn fjögur öflug gámaskip í stað-
inn til að geta snúið rekstrinum
við. Ég þurfti að fara til Fiji eyja
til að losa fyrirtækið undan dýr-
um áhafnarsamningum til að
geta losað okkur við skipin. Íbúar
Fiji eyja eru tilfinningaríkt fólk
og skapheitt og mér var hótað að
ef ég myndi ekki draga mig til
baka frá ákveðnum hlutum
myndi ég hafa verra af. Þessar
aðstæður voru óvenjulegar í mín-
um huga, enda hafði ég ekki orð-
ið fyrir slíkum hótunum áður,“
segir Björn. Í framhaldi af þess-
um hótunum fór Björn Ingi að
hugsa hvernig hann gæti snúið
samningaviðræðunum sér í hag.
„Þegar ég var í skólanum í Car-
diff í Wales kynntist ég manni frá
Fiji eyjum.. Þessi maður var kall-
aður Big John og ég mundi að
hann hafði starfað hjá hafnaryfir-
völdum á Fiji eyjum. Ég fór að
leita upplýsinga um þennan
ágæta mann. Náði á hafnarstjór-
ann í höfninni í Suva sem er höf-
uðborg Fiji eyja og bað hann að
hjálpa mér. Hafnarstjórinn kann-
aðist við manninn og sagði mér
nafn hans. Og það kom í ljós að
hann var efnahagsmálaráðherra
Fiji eyja. Ég gerði mér lítið fyrir
og óskaði eftir því að fá að hitta
hann,“ segir Björn og það urðu
fagnaðarfundir þegar þeir hittust.
„Hann mundi eftir mér og dró
meðal annars upp skólamyndina
og við hlógum báðir þegar við
sáum myndina. Við höfðum báð-
ir breyst á þessum tíma og vorum
m.a. báðir töluvert léttari þá en
við erum í dag. Þarna urðu miklir
fagnaðarfundir.“
Ráðherrann kippti í spotta
Eftir að hafa spjallað um daginn
og veginn fór Björn Ingi að ræða
við ráðherrann um vandamálin
varðandi starfsmenn skipafélags-
ins sem átti að segja upp störfum.
Ráðherrann varð ekki ánægður
að heyra að Björn vildi segja upp
um 80 manns með þeim aðgerð-
um sem boðaðar voru. „Ég min-
nti hann þá á hagfræðitímana hjá
prófessor Richard Goss þar sem
kom fram að ef ekki væri hægt
að reka einhverjar ákveðnar ein-
ingar þá yrði að gera eitthvað í
því. Hann var sammála því, enda
maðurinn efnahagsráðherra og
vissi vel að útgjöldin mættu ekki
vera meiri en tekjurnar.“ Um
kvöldið fóru ráðherrann og Björn
út að borða og ræddu þeir m.a.
um hótanirnar sem Björn hafði
orðið fyrir. „Ráðherrann kippti í
nokkra spotta og bað mig um að
hafa samband ef eitthvað færi úr-
skeiðis. Málið gekk ágætlega eft-
ir þetta og það var annað hljóð í
samningaviðræðunum eftir fund-
inn með ráðherranum,“ segir
Björn og hann hefur haldið góðu
sambandi við ráðherrann. „Við
höfum m.a spilað golf saman á
Fiji,“ á vellinum Denaru þar sem
hin Heimsþekkti golfari Vijai
Singh spilar segir Björn og hlær.
Franskur auðjöfur
Þau tvö ár sem Björn starfaði hjá
fyrirtækinu var rekstur þess end-
urskoðaður og honum breytt.
„Þegar búið var að gera fyrirtæk-
ið lífvænlegt þá var selt ásamt
öðrum dótturfyrirtækjum þessa
franska fyrirtækis, en það var
franskur auðjöfur frá Frönsku
eyjunni Nýju Caledóníu sem
keypti það. Auðjöfurinn bauð
mér vinnu hjá fyrirtækinu áfram
en hann setti það skilyrði að fjöl-
skylda mín myndi þá flytja með
mér til Nýja Sjálands en hluti af
hagræðingunni í rekstri fyrirtæk-
isins var að sameina starfstöðvar
og því var starfstöð okkar í Sydn-
ey í Ástralíu lokað. Eftir nokkra
umhugsun tókum við ákvörðun
um að flytjast búferlum og vor-
um komin til Auckland á Nýja
Sjálandi síðla árs 1997,“ segir
Björn, en fjölskyldan kunni ekki
vel við sig í Nýja Sjálandi og eft-
ir átta mánaða dvöl í þessum
heimshluta fluttust þau heim til
Íslands. „Ástralía og Nýja Sjá-
land eru náttúrulega hinum meg-
in á hnettinum og það er ekki
auðvelt að ætla að heimsækja
ættingja og vini á Íslandi. Þannig
að við tókum ákvörðun um að
flytja heim til Íslands,“ segir
Björn en á meðan hann bjó
ásamt fjölskyldu sinni var honum
bent á að starf flugvallarstjóra
Keflavíkurflugvallar væri laust til
umsóknar. „Ég hringdi til að at-
huga stöðuna og sendi síðan inn
umsókn. Þann 19. desember
1998 var ég skipaður í embættið
og tók við störfum þann 1. janúar
1999,“ segir Björn og honum
hefur líkað vel í starfinu frá því
hann tók við því.
Spennandi verkefni á vellinum
„Ég kom inn í starfið á mjög
spennandi tíma. Þá var verið að
hanna suðurbygginguna og við
vorum á leiðinni í landamæra-
samstarf ið í tengslum við
Schengen samkomulagið. Einnig
hafði verið ákveðið að gefa flug-
afgreiðslu frjálsa á Keflavíkur-
flugvelli í áföngum og það var
mjög spennandi verkefni og
mjög til bóta fyrir alla þjónustu á
vellinum,“ segir Björn. Aðspurð-
ur segir hann að það hafi verið
töluverð viðbrigði að fara úr
einkageiranum yfir í þann opin-
bera. „Ef maður líkir opinbera
kerfinu við æðakerfi þá er það
mun þrengra í þeim geira heldur
en einkageiranum. Ósjálfrátt er
opinberi geirinn einnig þyngri í
vöfum.“
Umfangsmikið starf
Starf Björns sem flugvallarstjóra
er viðamikið og starfsemi undir
hans stjórn nær um allt flugvall-
arsvæðið. „Flugvallarsvæðið,
fyrir utan flugstöðvarbygging-
una, er allt undir stjórn Flug-
málastjórnar á Keflavíkurflug-
velli og öll stjórnsýsla sem lýtur
að flugsækinni starfsemi er í
höndum Flugmálastjórnar,“ segir
Björn en í samvinnu við Varnar-
liðið rekur Flugmálastjórn flug-
völlinn. „Varnarliðið kostar snjó-
mokstur, lýsingu á flugbrautum,
viðhaldi á þeim og sér um
slökkviliðið. Á móti sjáum við
um snjómokstur á flugþjónustu-
svæðinu og á flugvélastæðum í
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!52
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
VÍÐFÖRULL
í lofti og á legi
Snemma beygðist krókurinn...verðandi flugvallarstjóri á leið í sumarfrí. Ljósmynd: Knútur Höiriis
Ekki amalegt útsýni úr íbúð Björns í Ástralíu.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:14 Page 52