Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 56

Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 56
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!56 G le ð il e g a h á tí ð ! Munið að skila Jólalukkumiðum í pottinn í Samkaup! Skemmdarverk á símaklefa Fyrir helgi var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um eignaspjöll á síma í símaklefa fyrir utan verslun Símans við Hafnargötu. Búið var að brjóta hurð og takkaborð framan af símanum. Tjónið er metið á 300 þúsund krónur og óskar lögregla eftir sjónvarvottum. Dýrum hljómsveitargræjum stolið Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík í síðustu viku en þar hafði hljómsveitargræjum að andvirði hálfrar milljónar króna verið stolið. Einnig var GPS staðsetningartækjum, tveimur talstöðvum og útvarpstæki stolið úr bifreið sem er í iðnaðarhúsinu. Lögreglan í Kefla- vík vinnur að rannsókn málsins. Hundur beit blaðbera Fréttablaðsins Hundur beit blaðbera Fréttablaðsins í hádeginu á sunnudag. Klukkan 12:55 tilkynnti maður sem var að bera út Fréttablaðið á Heiðarvegi í Keflavík að hundur sem þar var bundinn fyrir framan eitt húsið hafi glefsað í fót mansins. Fór maðurinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk stífkrampasprautu. Er lögreglumenn fóru á staðinn var enginn þar heima og hundurinn ekki úti við. Litskrúðugt ljósatré í Reykjanesbæ Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:36 Page 56

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.