Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Rætt hefur verið við bæj-ar- og sveitarstjóra áSuðurnesjum um að
sveitarfélög á svæðinu standi
saman að viðræðum við
Landsbanka Íslands um kaup
á svokölluðum Miðnesskvóta
og hafa fulltrúar sveitarfélag-
anna sýnt málinu mikinn
áhuga. Miðneskvótinn er í eigu
Brims, dótturfélags Eimskipa-
félags Íslands, en um er að
ræða rúm 4.000 tonn í
þorskígildum talið. Forystu-
menn Landsbanka Íslands
hafa gefið vilyrði fyrir því að
bankinn komi að kaupum á
kvótanum með lánveitingu. Í
gær funduðu fulltrúar Sand-
gerðisbæjar og Landsbanka Ís-
lands þar sem fyrirhuguð sala
á Brim var kynnt fulltrúum
bæjarins með formlegum
hætti.
Sigurður Valur Ásbjarnarson
bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
sagði í samtali við Víkurfréttir að
nú væri unnið að því að komast
að samningaborðinu.
„Við höfum í sjálfu sér ekki gert
okkur neinar væntingar um
magnið. Aðalatriðið er að komast
að samningaborðinu þar sem tek-
ist verður á um þennan kvóta.
Meginmálið er að kvótinn fór
héðan og á þeim tíma var bæjar-
félaginu lofað því að útgerðin
myndi frekar aukast héðan en
hitt. Það reyndist ekki vera og
kvótinn og skipin eru öll farin.
Það er mikið atriði fyrir bæjarfé-
lagið að auka kvótann til að
reksturinn á höfninni komist aft-
ur í gott horf, en bæjarfélagið er
að greiða með hafnarrekstrin-
um,“ segir Sigurður og bætir því
við að hann líti einnig á að verið
sé að skapa fleiri atvinnutækifæri
á Suðurnesjum með kaupum á
kvótanum.“
Sigurður segir að aðkoma sveit-
arfélaga á Suðurnesjum um kaup
á kvótanum sé grundvallaratriði,
því að verið sé að keppa um
þennan kvóta fyrir svæðið í heild
sinni. „Á milli jóla og nýárs not-
aði ég tímann og ræddi við bæj-
arstjóra allra sveitarfélaga á Suð-
urnesjum og það voru allir ein-
huga um að taka þátt í þessum
viðræðum og styðja við bakið á
okkur í þessari baráttu. Það má
ekki gleyma því að Miðnes var
ekki einungis staðsett hér í Sand-
gerði, heldur var fyrirtækið
einnig með starfsemi í Keflavík
og hluti af kvóta fyrirtækisins var
merktur Keflavík. Ég vonast til
þess að við berum til þess gæfu
að landa þessu máli því við meg-
um ekki gleyma því að á Suður-
nesjum var rekin öflug útgerð og
við viljum tryggja að svo verði
áfram.“
Að sögn Sigurðar er nauðsynlegt
að auka kvótann á svæðinu fyrir
þau fyrirtæki sem eru í f isk-
vinnslu. Sigurður bendir á að
verið sé að segja upp fólki á
Keflavíkurflugvelli og að með
aukningu á kvóta sé ljóst að fisk-
vinnslan geti tekið við miklum
mannafla sé vel á málum haldið.
„Þess vegna er það grundvallar-
atriði í mínum huga að kanna
hvort við fáum þennan kvóta og
hvort við sitjum við sama borð
og aðrir þegar Brim verður leyst
upp. Við vonumst til þess að þær
leikreglur sem okkur verða
kynntar á miðvikudag verði
þannig að við getum tekið þátt í
þessu. En við erum ekki að fara
að stofna bæjarútgerð. Það er
enginn áhugi á því hjá sveitarfé-
lögum hér á Suðurnesjum. Við
erum eingöngu að hugsa þetta
þannig að kvótinn komi á staðinn
og í framhaldinu verði honum
deilt út til fyrirtækja á svæðinu,“
sagði Sigurður í samtali við Vík-
urfréttir fyrir fundinn með
Landsbankanum. Blaðið var farið
í prentun áður en fundi lauk.
stuttar
f r é t t i r
➤ AT V I N N U U P P B Y G G I N G Á S U Ð U R N E S J U M
Sveitarfélög á Suðurnesjum
sýna Miðneskvóta áhuga
-fulltrúar Sandgerðisbæjar funduðu með Landsbankamönnum í gær.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði.
Samhugur
í verki
Fyrir jólin sýndu Suð-urnesjamenn samhugsinn í verki. Kvenfé-
lögin á Suðurnesjum tóku
sig saman og stóðu fyrir
söfnun, með svipuðum
hætti og Mæðrastyrks-
nefnd í Reykjavík, handa
þeim sem bágust kjör hafa.
Áhugasamir rekstraraðilar
stóðu fyrir söfnun á jóla-
pökkum sem kvenfélögin
sáu um að útdeila ásamt
öðrum góðum gjöfum. Yfir
40 umsóknir bárust um að-
stoð og var hægt að koma
til móts við þær allar.
Sem framkvæmdastjóri fé-
lagsmála í Reykjanesbæ vil
ég þakka öllum þeim sem
stóðu að þessu myndarlega
framtaki fyrir óeigingjarnt og
kærleiksríkt starf og ykkur
sem létuð eitthvað af hendi
rakna fyrir að sýna samborg-
urum ykkar samhug í verki.
Það er gott til þess að vita að
við byggjum samfélag þar
sem fólk lætur sig hvert ann-
að varða. Ég efast ekki um
að þetta framtak sé komið til
að vera.
Gleðilegt ár
Hjördís Árnadóttir, félags-
málastjóri Reykjanesbæjar
L ionsklúbbur Njarð-víkur afhenti aðal-vinninginn í árlegu
jólahappdrætti sínu í gær.
Vinningshafinn er Jón
Guðni Svanbjörnsson,
Mávabraut 9. Hann sá
númerið sitt í Víkurfréttum
en trúði því ekki, svo hann
lagði sig og svaf vel. Síðan
hringdi hann í símsvarann
hjá happdrættinu og fékk
staðfestingu á vinningnum.
En honum lá ekki meira á
en það að hann geymdi að
hringja í happdrættið fram
yfir áramót.
Þessi mynd var tekin þegar
verið var að afhenda 1. vinn-
inginn, bifreið Peugeot 204
til vinningshafa, Jóns Guðna
Svanbergssonar. Það er for-
maður fjáröflunarnefndar
Magnús R. Guðmannsson
sem afhendir vinninginn.
Gleymdi því að
hann hafði unnið bíl
„Mér fannst eins og heil eilífð
hefði liðið en öll atburðarásin
tók ekki nema um tuttugu og
fimm sekúndur,“ segir Stefán
Jónsson, sem kom skipsfélaga
sínum til bjargar eftir að
fæturnir á honum festust í
færi um borð í Eldhamri GK
13 á sunnudagskvöld.
Skipverjinn missti hægri fót við
ökkla og hinn fóturinn er mjög
illa farinn. Maðurinn liggur
gjörgæsludeild Landspítala og
að sögn vakthafandi læknis hef-
ur hann farið í tvær aðgerðir og
er líðan hans eftir atvikum góð.
Eldhamar var um fimm mílur
vestur af Garðskaga þegar slysið
varð. Verið var að leggja neta-
trossuna þegar skipverjinn flæk-
ti fæturna í færinu og dróst að
lunningunni á miklum hraða.
Stefán náði að toga í færið á
móti og kallaði til skipsfélaga
sinna að halda manninum. Á
meðan stökk hann eftir hnífi.
„Ég hékk allur út fyrir borð-
stokkinn til að skera í spottann
og losa færið. Á meðan slitnar
fóturinn af. Það versta var ópin í
skipsfélaga mínum. Hann gerði
sér grein fyrir því allan tímann
hvað væri að gerast.“ Með
þessu snarræði forðuðu skipsfé-
lagarnir honum frá því að lenda
í sjónum. Skipverjanum var
komið í skjól og hlúðu félagarn-
ir að honum. Þeir settu hækkun
undir fæturna á honum og að
því búnu batt Stefán ofan við
báða fæturna til
stöðva blóðrásina. „Ég fann til
verkjalyf en þau dugðu
skammt,“ segir Stefán. Hann er
ómyrkur í máli og segir eina að-
alástæðuna fyrir því að morfín
eða morfínskylt efni var ekki
um borð ágang fíkniefnaneyt-
enda. Lyfjum sé stolið um leið
og þau komi um borð. Þá sé
skrifræði og ábyrgð skipstjórn-
enda svo mikil að menn veigri
sér við að nálgast slík lyf um
borð. Stefán hélt ró sinni allan
tímann meðan á þessu gekk.
„Ég hef stundað sjómennsku í
þrettán ár og verið svo óheppinn
að horfast í augu við dauðann
eftir að hafa fengið á mig brot-
sjó í tvígang.“ Telur hann víst að
yngri menn og óreyndari hefðu
frosið, en sjálfur er hann tuttugu
og átta ára gamall.
Alvarlegt slys um borð í Eldhamri GK
Stefán Jónsson kom í veg fyrir að skipsfélagi hans færi útbyrðis eftir að hann flækti fæturna í færi.
Skipverjinn missti annan fótinn við ökkla.
Stefán Sæmundur Jónsson til vinstri og Steinar Nói Kjartansson,
sem einnig átti þátt í björguninni.
Ljósmynd: Guðveig
2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:08 Page 4