Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2004 I 19 verður formlega gengið frá því sem fyrst á nýju ári. Hvað með atburði á innlend- um vettvangi? Kosningar til Alþingis í vor síð- astliðið leita á hugann. Að mínu áliti voru niðurstöður þeirra ánægjulegar þ.e.a.s. að stjórnin skyldi halda velli þrátt fyrir spár um annað. Viðskipta- og bankamál þjóðar- innar hafa verið í brennidepli og sýnist sitt hverjum í þeim mál- um. Spyrja má hvort sú sam- þjöppun sem orðið hefur í þess- um geira og fleirum sé af því góða fyrir þjóðina? Og á erlendum? Í mínum huga stendur hæst inn- rásin í Írak og allur sá hulduleik- ur sem leikinn var af Bandaríkja- mönnum og Bretum til að rétt- læta innrásina. Flest af því sem sagt var hefur ekki staðist og í dag er búið að drepa um tuttugu þúsund einstaklinga til að frelsa Írak eins og það heitir. Þá skók fréttin um morðið á sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh allan heiminn og þá sérstaklega okkur sem búum í þeim norræna. Við hér á Íslandi urðum agndofa við fréttina en Anna Lindh var hér í heimsókn fyrr á árinu og kom meðal annars fram í viðtölum í sjónvarpi og bauð af sér góðan þokka eins og ætíð hvar sem hún kom fram. Hvað stóð upp úr í einkalífinu? Tvennt stendur upp úr á árinu hjá okkur hjónum. Yngsta barn okk- ar Þóra útskrifaðist s.l. vor sem stúdent af náttúrfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það er ánægjulegt og veitir mikla gleði að fá að taka þátt í áföngum af þessu tagi í lífi barnanna. Sonur okkar Guðni og tilvonandi tengdadóttir Jónína Magnúsdóttir gáfu okkur okkar fimmta barna- barn en það var gerðalegur strák- ur sem kom í heiminn 29. des- ember og allir í fjölskyldunni segja hann vera bestu jólagjöfina í ár. Ég þakka íbúum Garðsins sam- fylgdina á árinu sem er að líða og óska þeim ásamt öllum Suður- nesjamönnum gleðilegs árs. Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur Hvað finnst þér standa upp úr á árinu í þínu sveitarfélagi? Árið 2003 var nokkuð stabilt ár fyrir Grindavík. Stöðug fjölgun íbúa. Atvinnuá- stand þokkalegt. Mikill fiskafli og stöðug uppbygging á flestum sviðum. Árið ætti því að verða ágætis stoð fyrir framtíðarupp- byggingu næstu ára í Grindavík. Nauðsynlegt er þó að fá mótvæg- isaðgerðir frá ríkisvaldinu í at- vinnumálum Suðurnesja vegna breytinga á umsvifum á vellinum til þess að svæðið haldi sínum hlut í atvinnumálum. Hvað með atburði á innlend- um vettvangi? Kosningar í vor koma fljótt upp í hugann og breytingar á pólitísku landslagi Íslands. Tveir flokkar eru turnar í pólitíkinni og síðan fljóta nokkrir smáflokkar með. Þetta þýðir gjörbreytt pólitískt landslag. Og á erlendum vettvangi? Stríðið í Írak og átökin í Ísrael eru áberandi á árinu. Því miður held ég að við höfum ekki þokast fram á veg á árinu 2003. Vonandi verður framtíðin bjartari. Hvað stóð upp úr í einkalífinu? Tvær utanlandsferðir koma upp í hugann. Annars vegar vikuferð með konu og bróður til Prag í Tékklandi og hinsvegar ferð til Austurríkis á fótboltaleik Grindavíkur og Österens. Báðar ferðirnar voru mjög áhugaverðar og skemmtilegar. Hver er maður ársins 2003 á Suðurnesjum? - sendið tilnefningar til Víkurfrétta á vf@vf.is Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu verður með fjáröflun næstkom- andi sunnudag. Þær munu safna dósum frá kl. 13-16, einnig er hægt að koma með dósir í kjallara Sundmiðstöðv- arinnar á sama tíma. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 16:05 Page 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: