Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2004 I 13 Kvikmyndin KALDA-LJÓS hefur fengið ríf-andi aðsókn síðan hún var frumsýnd 1. janúar. Í gær- dag, þegar myndin hefur verið í sýningu í 4 daga hafa alls 6636 manns séð myndina. KALDALJÓS verður tekin til sýninga í Nýja bíói í Keflavík á fimmtudaginn. Aðeins einu sinni áður hefur ís- lensk kvikmynd fengið meiri að- sókn fyrstu sýningarhelgi þegar um 8000 þúsund manns sáu HAFIÐ í september í fyrra. Um 56 þúsund höfðu séð hana áður en sýningum lauk og má búast við svipuðu gengi fyrir KALDA- LJÓS næstu mánuði. KALDALJÓS hefur ennfremur verið valin sem opnunarmynd Kvikmyndahátíðar Gautaborgar sem fer fram 23. jan-2. feb. Gautaborg er langvirtasta hátíð Norðurlanda og ein mikilvægasta kvikmyndahátíð Evrópu. Á hver- ju ári koma yfir 500 kvikmyndir til greina hvaðanæva að úr heim- inum þar sem opnunarmyndin er í raun flaggskip hátíðarinnar telst þetta mikill heiður fyrir KALDALJÓS og góðs viti hvað varðar útrás myndarinnar á er- lendan markað. Íslensk kvik- mynd hefur aldrei áður verið val- in sem opnunarmyndin á Gauta- borg. Opnun hátíðarinnar og sýn- ing myndarinnar fer fram 22. jan- úar í Gautaborg. Að lokum má geta þessa að myndin hefur fengið afbragðs dóma hjá íslenskum gagnrýnend- um og fjölmiðlamönnum. ***1/2 stjarna á Morgunblaðinu og Fréttablaðið skrifar: „Kaldaljós er ákaflega áferðar- fögur og vönduð mynd sem hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig, en slíkt er að verða æ sjaldgæfara þegar kvikmyndir eru annars veg- ar...Einn helsti styrkur myndar- innar liggur þó fyrst og fremst í góðum leik þar sem valinn mað- ur er í hverju rúmi. Ingvar fer létt með að koma Grími á fullorðins- árum til skila og Kristbjörg Kjeld er frábær að vanda en að þeim og öllum öðrum ólöstuðum bera Áslákur og Snæfríður Ingvars- börn myndina uppi. Samleikur systkinanna er með ólíkindum afslappaður og eðlilegur og þrátt fyrir ungan aldur tekst þeim að skapa persónur sem ekki er ann- að hægt en að heillast af og finna til með. Hér leikur allt í höndun- um á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál, sem skilar sér í fallegri, fagmannlegri, lát- lausri, sorglegri en fantavel leik- inni eðalmynd.“ KALDALJÓS sýnt í Keflavík í kvöld Hver er maður ársins 2003 á Suðurnesjum? - sendið tilnefningar til Víkurfrétta á vf@vf.is 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:12 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: