Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ B L Á A L Ó N I Ð - H E I L B R I G Ð I S Þ J Ó N U S TA
➤ M I K I L L V I Ð B Ú N A Ð U R V E G N A N A U Ð L E N D I N G A R
M ikill viðbúnaður var á Keflavíkur-flugvelli á þriðjudagskvöld vegnanauðlendingar þotu frá United Airlines.
Eldur hafði komið upp í öðrum hreyfli vélarin-
nar 350 mílur undan suðurströnd Íslands.
Slökkt var á hreyflinum og stefnan tekin á
Keflavík.
Flugstjóri tveggja hreyfla Boeing 777-200 breið-
þotu United Airlines á leið frá Frankfurt til Dulles-
flugvallar í Washingthon-borg tilkynnti um eld í
hreyfli kl. 19:25 á þriðjudagskvöld. Flugvélin var þá
350 sjómílur suðsuðaustur af landinu. Um borð
voru 249 manns.
Flugvélin lenti heilu og höldnu kl. 20:15 á Keflavík-
urflugvelli. Viðbúnaðarástandi var aflétt kl. 20:22
þegar flugvélin var komin upp að flugstöðvarbygg-
ingunni. Ekki voru sjáanlegar skemmdir utan á
hreyflinum en flugvirkjar tóku vélina til skoðunar á
staðnum.
Allar björgunarsveitir og öll björgunarskip Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og á
höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út eftir að til-
kynningin barst. Björgunarsveitir voru settar í við-
bragðsstöðu á söfnunarsvæði björgunarliðs við
Straumsvík og við Keflavíkurflugvöll. Þá gerðu 3
björgunarskip frá Sandgerði, Reykjavík og Grinda-
vík sig klár til að halda úr höfn ef þess þyrfti.
Farþegarnir gistu hér á landi yfir nótt og voru síðan
sóttir af annarri flugvél.
Eðvarð Júlíusson, stjórn-arformaður Bláa lónsinshf og Jón Kristjánsson,
heilbrigðisráðherra, losuðu í
gærmorgun fyrstu hraunhell-
una til marks um að fram-
kvæmdir við nýja og glæsilega
meðferðarstöð fyrir psoriasis-
sjúklinga væru hafnar á athaf-
nasvæði Bláa lónsins. Meðferð-
arstöðin verður tekin í notkun
vorið 2005.
Uppbyggingin er samvinnuverk-
efni Bláa lónsins hf og íslenskra
stjórnvalda. Um tímamótaverk-
efni á Íslandi er að ræða bæði
fyrir heilsutengda ferðaþjónustu
og þjónustu fyrir íslenska húð-
sjúklinga.
Sigríður Sigþórsdóttir, aðalhönn-
uður Bláa lónsins - heilsulindar,
er einnig aðalhönnuður meðferð-
arstöðvarinnar. Nýja meðferðar-
stöðin mun líkt og heilsulindin
falla vel inn í umhverfið t.d.
verður hraunið á svæðinu notað
sem klæðning á útiveggi. Bað-
lónið verður byggt upp á sama
hátt og lón heilsulindar og er gert
ráð fyrir 50 fm innilaug ásamt
400 fm útilóni sem möguleiki er
á að stækka.
Góð aðstaða verður á meðferðar-
svæði en þar verða m.a. sérútbú-
ið hvíldarherbergi þar sem gestir
geta slakað á eftir böð og
ljósameðferðir, nuddherbergi og
herbergi fyrir skoðanir og lækn-
isviðtöl.
Boðið verður upp á 15 rúmgóð
og vel hönnuð tveggja manna
herbergi með baðherbergi og ver-
önd. Sjónvarpstæki og tölvuteng-
ingar verða á öllum herbergjum.
Afþreyingarherbergi og tækjasal-
ur þar sem gestir geta stundað
líkamsrækt verða einnig til staðar
ásamt rúmgóðri setustofu og
matsal.
Um Bláa lónið - Heilbrigðisþjónustu
Bláa lónið hf hefur rekið með-
ferðarstöð fyrir psoriasissjúk-
linga í Svartsengi frá árinu 1994.
Meðferðin hefur hlotið viður-
kenningu íslenskra heilbrigðisyf-
irvalda og greiðir Trygginga-
stofnun ríkisins hlut íslenskra
sjúklinga. Frá árinu 1997 hafa
heilbrigðisyfirvöld einnig greitt
fyrir hlut íslenskra sjúklinga á
Hótel Norðurljós í Svartsengi til
að auðvelda sjúklingum af lands-
byggðinni að stunda meðferðina.
Auk þess að hafa hlotið viður-
kenningu innlendra heilbrigðis-
yfirvalda hefur Bláa lónið einnig
hlotið viðurkenningu heilbrigðis-
yfirvalda í Færeyjum og Dan-
mörku og greiða viðkomandi
heilbrigðisyfirvöld fyrir meðferð
þarlendra sjúklinga. Vinsældir
meðferðarinnar hafa aukist mikið
á undanförnum árum. Fjöldi
meðferða jókst úr 2000 meðferð-
um árið 1994 í 6585meðferðir
árið 2003. Auk þess að njóta vin-
sælda meðal innlendra meðferð-
argesta dregur Bláa lónið nú að
sér meðferðargesti frá ólíkum
heimshornum. Gestir koma frá
18 þjóðlöndum bæði nágrönnum
okkar í Norður Evrópu sem og
fjarlægum löndum eins og
Taílandi.
Ný meðferðarstöð opnuð vorið 2005
stuttar
f r é t t i r
Hver verður
næsta Fegurðar-
drottning Suð-
urnesja?
Leitin að Fegurðar-drottningu Suður-nesja 2004 er hafin.
Þeir sem hafa ábendingar
um stúlkur til þátttöku í
keppninni geta haft sam-
band við Lovísu Aðalheiði
Guðmundsdóttur í síma 697
4030. Ennþá liggur ekki fyr-
ir hvenær eða hvar keppnin
verður haldin að þessu sinni.
Víkurfréttir munu hins veg-
ar kynna þátttakendur í að-
draganda keppninnar eins
og undanfarin ár. Eldur í hreyfli breiðþotu
Vélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli á öðrum hreyflinum.
Smávægilegir tafir hafa orðið
á uppsetningu og keyrslu
tækjabúnaðar í nýju sorpeyð-
ingarstöðinni, Kölku í Helgu-
vík. Því vill Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja sf. benda stofnun-
um og fyrirtækjum á Suður-
nesjum að áfram verður hægt
að losa úrgang til bráðabirgða
við gömlu sorpbrennslustöð-
ina við Hafnaveg. Opnunar-
tími móttökustöðvar Kölku að
Berghólabraut 7 verður aug-
lýstur um leið og hún kemst í
gagnið en vonast er að það
verði fljótlega. Við vonum að
þetta valdi ekki fyrirtækjum
eða stofnunum óþægindum.
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja sf.
Skotvopn
enn ófundin
Þremur haglabyssum ogþremur rifflum varstolið í innbroti í íbúðar-
hús í Keflavík í haust. Eftir
vopnað rán, sem framið var í
Bónus í Kópavogi í byrjun des-
ember, afhentu ræningjarnir
tvo riffla.
Ennþá er tveggja vopna úr inn-
brotinu í Keflavík leitað. Ræn-
ingjarnir vildu ekki gefa upp
hverjir hefðu fengið vopnin,
haglabyssu og riff il. Ránið í
Bónus er upplýst en þar sem
skotvopnin eru ófundin er mál-
inu ekki lokið. Skotvopnin voru
ekki geymd í þar til gerðum
skáp, sem þarf að gera ef vopnin
eru fjögur eða fleiri.
Kafarar hafa meðal annars leitað
skotvopnanna í höfninni í Kefla-
vík, en án árangurs.
Tafir á opnun
Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa lónsins hf og Jón Kristjánsson, heil-
brigðisráðherra, losuðu í gærmorgun fyrstu hraunhelluna til marks um að
framkvæmdir við nýja og glæsilega meðferðarstöð fyrir psoriasissjúklinga
væru hafnar á athafnasvæði Bláa lónsins.
2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:08 Page 6