Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2004 I 27
STJÖRNULEIKUR KKÍ 2004
Suðurnesjamenn eru áberandi í liðunum sem voru valin fyrir
Stjörnuleik KKÍ sem fer fram næsta laugardag í Seljaskóla. Byrj-
unarliðin voru valin af almenningi sem kaus sína menn á heima-
síðu Körfuknattleikssambandsins, www.kki.is.
Sigurður Á. Þorvaldsson úr Snæfelli hlaut langflest atkvæði að
þessu sinni eða 316. Hann er jafnframt eini nýliðinn í byrjunarliði
Norðurliðsins, hinir fjórir voru allir valdir í fyrra.
Annar í kosningunni varð KR-ingurinn Ingvaldur Magni Haf-
steinsson með 243 atkvæði, en aðrir leikmenn Norðurliðsins eru
Hlynur Bæringsson, Snæfelli, Eiríkur Önundarson úr ÍR og
Clifton Cook,Tindastóli.
Flest atkvæði í Suðurliðinu hlaut Páll Axel Vilbergsson UMFG,
alls 209. Auk hans eru Njarðvíkingarnir Friðrik Stefánsson, Páll
Kristinsson og Brandon Woudstra ásamt Pálma Sigurgeirssyni,
Breiðabliki, í byrjunarliðinu. Friðrik og Pálmi eru einu mennirnir
sem voru einnig í byrjunarliði Suðurliðsins í fyrra, en eftirtektar-
vert er að enginn Keflvíkingur er valinn af almenningi í ár.
Þjálfarar liðanna þeir Friðrik Ingi Rúnarsson UMFG og Bárður
Eyþórsson Snæfelli munu á næstu dögum velja 7 leikmenn til við-
bótar í stjörnuliðin.
STELPUSLAGUR 2004
Öll félög 1. deildar kvenna ásamt 2. deildarliði Hauka hafa ákveð-
ið að efna til úrvalsleiks kvenna miðvikudaginn 14. janúar í Selja-
skóla, en leikurinn verður með svipuðu sniði og Stjörnuleikur
KKÍ fyrir karlana.
Svipað fyrirkomulag verður á vali í liðin og var fyrir karlaleikinn,
en kosið verður á netinu í tvö lið. Þau eru Reykjavík (ÍS, KR og
ÍR) og Suðurliðin (Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Haukar).
Kosnir verða 10 leikmenn í hvort lið og síðan mega þjálfarar velja
tvo leikmenn til viðbótar. Þjálfari Reykjavíkurliðsins verður Ívar
Ásgrímsson, þjálfari ÍS og kvennalandsliðsins, en Pétur Guð-
mundsson frá Grindavík mun sjá um Suðurliðið. Í hálfleik verður
skotkeppni og fleiri uppákomur.
Kosning í liðin hefst í fyrramálið á heimasíðum félaganna og
stendur fram að miðnætti á mánudagskvöld 12. janúar. Liðin
verða síðan tilkynnt þriðjudaginn 13. janúar.
E ins og svo oft áður hafakörfuknattleiksfélöginnotað hátíðarnar til að
láta til sín taka í málum sem
varða erlenda leikmenn. Sum
láta þá sem ekki hafa staðið
undir væntingum fara aftur til
síns heima, en önnur fá til sín
leikmenn til að styrkja liðin
fyrir lokaátökin í deildunum.
Grindvíkingar gerðu breytingar á
bæði karla- og kvennaliðunum
þar sem kvennaliðið fékk til sín
leikmanninn Kesha Tardy til að
komast á beinu brautina eftir
slakt gengi framan af vetri. Hún
skipti sköpum í sínum fyrsta leik,
sem var gegn sterku liði Kefla-
víkur. Leikurinn vannst ekki, en
augljós batamerki var að sjá á
leik þeirra. Öllu umdeildari var
ákvörðun stjórnarinnar að fá
Daniel Trammel ekki aftur í
karlaliðið sem var taplaust í
Intersport-deildinni fyrir jólafrí,
en hann hafði ekki þótt standa
undir væntingum. Þeir töpuðu
sínum fyrsta leik án Trammels en
hann var gegn sterku Njarðvíkur-
liði á heimavelli þeirra síðar-
nefndu. Óánægjuraddir heyrðust
þar frá stuðningsmönnum
Grindavíkur, en Magnús Andri
Hjaltason, formaður körfuknatt-
leiksdeildarinnar, varði ákvörð-
unina og sagði von á nýjum leik-
manni. „Fólk krafðist skýringa á
þessu en eftir að við skýrðum
málavexti fyrir mönnum voru all-
ir sáttir við ákvörðunina.“
Keflvíkingar ákváðu að óþarft
væri að fá erlendan leikmann til
kvennaliðsins, en þeir Nick
Bradford og Derrick Allen munu
spila áfram með karlaliðinu, og
sagði Hrannar Hólm, formaður
körfuknattleiksdeildar Keflavík-
ur, að þeir uni sér vel hér á landi.
„Við erum ekki í neinum vand-
ræðum í leikmannamálum, en
það hjálpar að strákarnir séu tveir
svo að þeir hafa félagskap hvor
af öðrum.“
Njarðvíkingar hrósa happi yfir
að hafa fengið Brandon
Woudstra til liðs við sig og segir
Hafsteinn Hilmarsson hjá
körfuknattleikdeildinni, í samtali
við Víkurfréttir, að Brandon og
eiginkona hans séu ánægð hér á
landi og hann sé til fyrirmyndar
utan vallar sem innan.
Önnur saga er með kvennaliðið
þar sem þjálfarinn og burðarás
liðsins, Andrea Gaines, hefur
ekki skilað sér til landsins eftir
jólafrí, en hún var hneppt í varð-
hald við komuna til heimalands
síns, þar sem hún var bendluð
við skjalafals og bílþjófnað. Haf-
steinn sagðist vera hissa á þess-
um ásökunum, enda hafi Gaines
boðið af sér góðan þokka meðan
á veru hennar hér á landi stóð.
„Þetta er svolítið einkennilegt þar
sem brotin voru framin í Flórída,
en Andrea var stödd í Karólínu
þegar þau áttu sér stað. Við feng-
um fréttir af því að skilríkjum
hennar hafi verið stolið nokkru
áður og hafa ef til vill verið not-
uð í vafasömum tilgangi.“
Hafsteinn sagði að ekki stæði til
að fá leikmann í stað Gaines, þar
sem fjárhagur deildarinnar biði
ekki upp á slíkt.
ERLENDIR LEIKMENN Á FERÐ
OG FLUGI EÐA Í STEININUM!
METAREGN HJÁ ÍRB
Sundmenn úr röðum ÍRB settu
þriðjudaginn 30. desember 5
aldursflokkamet. Meyjasveit fé-
lagsins með þær Elínu Ólu
Klemenzdóttur ´91, Soffíu
Klemenzdóttur ´93, Marínu
Hrund Jónsdóttur´91 og Diljá
Heimisdóttur ´92 innanborðs
settu met í 4*50 m. bringusundi
þegar þær syntu á tímanum
2:44,36 og 4*100 m. bringu-
sundi sem þær syntu á 5:53,56.
Stúlknasveit félagsins setti
einnig 2 met, það fyrra í 4*100
m. fjórsundi Díana Ósk Hall-
dórsdóttir ´86, Helena Ósk
Ívarsdóttir ´90, Erla Dögg Har-
aldsdóttir ´88 og Sunna Péturs-
dóttir ´86 tími stúlknanna var
4:32,99 seinna met stúlknasveit-
arinnar var í 4*50 m. flugsundi
en í þeirri sveit syntu Erla
Dögg, Sunna, Díana Ósk og
Karítas Heimisdóttir ´90 og
nýja metið hljóðar upp á
2:07,86. Síðast en ekki síst setti
Guðni Emilsson ´89 drengjamet
í 400 m. bringusundi þegar
hann synti vegalengdina á
5:31,30. Sannarlega glæsilegur
endir á viðburðarríku ári sund-
manna ÍRB.
FANNAR ÓLAFSSON MUN
LEIKA MEÐ KEFLAVÍK
Fannar Ólafsson, mun spila
með körfuknattleiksliði Kefl-
víkinga það sem eftir er leiktíð-
ar. Fannar, sem hefur stundað
nám í Bandaríkjunum undanfar-
in ár, er kominn aftur til Íslands
vegna kennaraverkfalls í IUP-
háskólanum og gengur því til
liðs við sína gömlu félaga, en
hann lék með Keflavík um
þriggja ára skeið. Þá hefur hann
ákveðið að ljúka námi sínu í
viðskiptafræði hér á landi.
Fannar, sem er 25 ára miðherji,
verður án efa mikill liðsstyrkur
fyrir Keflvíkinga, þar sem hann
hefur staðið sig vel með liði
IUP að undanförnu og átti góða
innkomu í æfingaleik íslenska
landsliðsins við Catawba Col-
lege milli jóla og nýárs. Ekki
veitir af þar sem Keflvíkingar
standa í ströngu um þessar
mundir í deild, bikar og Evrópu-
keppni, en Fannar mun verða
gjaldgengur með liðinu þann
12. þessa mánaðar og mun því
væntanlega leika sinn fyrsta leik
15. janúar gegn ÍR í Intersport-
deildinni.
JÓHANN B. GUÐMUNDSSON LEITAR
FYRIR SÉR Í ATVINNUMENNSKUNNI
Knattspyrnukappinn Jóhann B.
Guðmundsson er til reynslu í
eina viku hjá 1. deildar liðinu
Queens Park Rangers í
Englandi. Jóhann er samnings-
laus, en lék síðustu þrjú ár með
Lyn í Noregi. Hann hefur að
undanförnu leitað að nýju liði
og er þessa dagana að skoða
hugsanlega samninga við annað
hvort QPR eða Örgryte í Sví-
þjóð. Jóhann hefur síðustu vikur
stundað æfingar með meistara-
flokki Keflavíkur, þar sem hann
lék áður en hann hélt utan í at-
vinnumennskuna.
VÍÐISMENN LEITA AÐ ÞJÁLFARA
Víðismenn auglýsa eftir þjálfara
fyrir meistaraflokk félagsins
fyrir komandi starfsár í Víkur-
fréttum í þessari viku. Þá hafa
einnig orðið breytingar á stjórn
félagsins því á aðalfundi Knatt-
spyrnufélagsins Víðis þann 16.
desember var kosin ný stjórn.
Hún er eftirfarandi:
Einar Jón Pálsson formaður,
Ólafur Róbertsson varaformað-
ur, Björn Vilhelmsson gjaldkeri,
Hrönn Edvinsdóttir ritari og
Vignir Rúnarsson meðstjórn-
andi, ásamt því að unglingaráð
mun vera í fullu samstarfi með
nýskipaðri stjórn.
Molar
sport
2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:19 Page 27