Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 2
Sævar Brynjólfsson skip-verji á Húna KE sembjargað var af skipverj- um á Sólborgu fékk hlýjar móttökur frá Ingibjörgu Haf- liðadóttur eiginkonu sinni þeg- ar hann kom í land í Sandgerði á miðnætti á þriðjudagskvöld. Húni KE sökk um 20 sjómílur norðvestur af Sandgerði á þriðjudagskvöld, en skipverjar af Sólborgu RE-76 björguðu Sævari þar sem hann sat á stefni bátsins sem maraði nær allur í kafi. „Maðurinn sat á blástefninu og báturinn maraði í hálfu kafi þeg- ar við komum að honum. Hann var klæddur í þunna peysu og var mjög kaldur og þrekaður,“ sagði Ásgeir Baldursson skipstjóri á Sólborgu RE-76. Ásgeir sagði í samtali við Víkurfréttir að ágæt- lega hafi gengið að ná Sævari um borð í Sólborgu. „Þegar við vorum búnir að ná honum um borð settum við hann í heita stur- tu og dúðuðum hann svo niður í rúm. Hann var nokkuð lengi að ná sér.“ Ásgeir telur að Sævar hafi setið á stefni bátsins í eina til eina og hálfa klukkustund og hann segir að gott hafi verið í sjóinn. Að sögn Ásgeirs sannaði tilkynningaskyldan sig, en það var vaktmaður hjá tilkynninga- skyldunni sem bað skip og báta að grennslast fyrir um Húna KE þegar báturinn svaraði ekki ítrek- uðum köllum Reykjavíkurradíós. Sólborgin var stödd um 5 og hálfa mílu frá Húna KE og sagði Ásgeir að Húni hafi sést á radar þegar þeir voru hálfa mílu frá honum. „Við vorum manna fegn- astir að sjá manninn sitjandi á stefninu þegar við komum að honum og sem betur fer fór þetta allt vel.“ ➤ M A N N B J Ö R G Í S J Ó S LY S I 2 0 S J Ó M Í L U R F R Á S A N D G E R Ð I Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 30-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Faxabraut 2, Keflavík. Ný standsett glæsileg 96m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Allt nýtt, laus strax. 9.600.000,- Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Kirkjubraut 11, Njarðvík. 120m2 einbýli auk 36m2 bílskúrs. Húsið er í góðu standi að utan, nýlega klætt með steni-klæðningu. Góður staður. Skipti á nýlegri 2-3ja herb. íbúð mögul. 12.600.000.- Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Vallargata 12b, Sandgerði. Mjög gott og nýlegt 3ja herb. parhús um 87m2. Góðar innréttin- gar og skápar. Vinsælar eignir. Er laust nú þegar. 8.700.000,- Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Grænás 1b, Njarðvík. 5 herbergja 108m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Rúmgóð eign, húsið nýle- ga allt tekið í gegn að utan, snyrti- leg sameign. Laus fljótlega. 10.200.000.- stuttar f r é t t i r 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Ellert Eiríksson fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu Forseti Íslands sæmdifjórtán Íslendingaheiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessa- stöðum á nýársdag. Ridd- arakross féll í hlut Ellerts Eiríkssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, fyrir störf að sveitarstjórn- ar- og félagsmálum. Ríkið greiðir Sandgerðis- bæ 70 millj- ónir króna R íkið hefur greittSandgerðisbæ 70milljónir króna vegna endurgreiðslu bæjar- ins til Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar sem til var komin vegna of hás álagningar- stofns fasteignaskatts á tímabilinu 1989 til 2000. Hæstiréttur dæmdi Sand- gerðisbæ til að endurgreiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna mistaka um 82 millj- ónir króna með vöxtum í samræmi við ákvæði laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Sandgerðisbær hefur undan- farið átt í viðræðum við ríkið um að bærinn fái endur- greidda þá upphæð sem Sandgerðisbær endurgreiddi Flugstöðinni. Þann 30. des- ember gerðu fulltrúar bæjar- ins og ríkisvaldsins samning sem kveður á um að ríkið endurgreiði 70 milljónir króna til bæjarins og að ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur ríkinu. Skipbrotsmaður fékk hlýjar móttökur „Maðurinn sat á blástefninu og báturinn maraði í hálfu kafi þegar við komum að honum. Hann var klæddur í þunna peysu og var mjög kaldur og þrekaður,“ sagði Ásgeir Baldursson skipstjóri á Sólborgu RE-76. Ingibjörg Hafliðadóttir fagnar eigin- manni sínum, Sævari Brynjólfssyni, skipverja af Húna KE við komuna til Sandgerðis á miðnætti á þriðjudagskvöld. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 16:24 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.