Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2004 I 21 Ámánudaginn tók Eigna-miðlun Suðurnesjaformlega við rekstri fast- eignasölunnar í Grindavík sem áður var í eigu Ásgeirs Jóns- sonar lögmanns og rekin var undir nafninu Lögbók ehf. Eignamiðlun hyggst þar með auka þjónustu sína við íbúa í Grindavík en skrifstofan verður opin alla daga frá 13 - 17. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samninga þegar geng- ið var formlega frá yf irtöku Eignarmiðlunar á sölunni. Á myndinni eru Sigurður Ragnars- son frá Eignamiðlun Suðurnesja og Ásgeir Jónsson frá Lögbók. Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir mun sýna verk unnin úr krossvið og járni í Listsýningasal Saltfiskseturs Ís- lands í Grindavík, Hafnargötu 12a laugardaginn 10. janúar kl 15:00. Þetta er fjórða einkasýning Guð- bjargar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verkin minna á tákn hafsins - straumlaga línur og form. Sýningin stendur til 12. febrúar 2004. Listsýningasalur Saltfiskseturs Ís- lands í Grindavík er opinn alla daga vikunnar frá kl. 11 - 18.00. Guðbjörg er meðlimur félaga: MHR-Myndhöggvarafélagið í Reykjavík SÍM- Samband íslenskra myndlistarmanna Eignamiðlun Suðurnesja opnar í Grindavík Guðbjörg Hlíf í Listsýningasal Saltfiskseturs A flaverðmæti skipaÞorbjarnar Fiskanessí Grindavík var rúm- ir 3,2 milljarðar króna á ár- inu 2003 að því er fram kemur á heimasíðu félags- ins. Heildarafli skipa félagsins nam um 55 þúsund tonnum á árinu. Gnúpur GK-11 var með mest aflaverðmæti eða 617 milljónir króna. Í öðru sæti var Hrafn Sveinbjarnar- son GK-244 með 586 millj- óna króna aflaverðmæti og í þriðja sæti var Hrafn GK-111 með tæpar 530 milljónir króna í aflaverðmæti. Fjölveiðiskipið Grindvíkingur GK-606 var með mestan afla eða rúm 31 þúsund tonn og var aflaverðmæti skipsins tæpar 300 milljónir króna. Gnúpur GK-11 með mest aflaverð- mæti í Grindavík Ú T G E R Ð Leynisbrún 12a, Grindavík. 99m2 parhús, ásamt 15m2 sólhúsi innangengnt úr stofu. 4 herb.. Byggt 1993. Einingarhús hlaðið með rauðum múrsteini að utan. Góð eign á mjög rólegum stað. 11.500.000 Heiðarhraun 32a, Grindavík. 96m2 íbúð á 2 hæð í blokk. 4 herb. Byggt 1985. Sólstofa. Ný búið að breyta og endurnýja eldhúsi og bæta við einu herb. Mjög góð og hugguleg eign á rólegum stað. 9.700.000,- Nýbygging Hellubraut. Fjórbýlishús í byggingu við Hellubraut. Um er að ræða fjórar 3ja herbergja íbúðir með sér inngangi. Íbúðirnar ski- last fullgerðar að utan, að innan annað hvort tilbúnar undir tréverk aða fullbúnar. Til afhendingar fljótlega. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Leynisbrún 9, Grindavík. 147m2 einbýlishús og 37m2 bílskúr. 5 herb., 3 svefnherb. Byggt 1980 og bílskúr 1989. Heitur pottur á verönd. Mjög vönduð og falleg eign. Ath. skipti á ódýrara. 18.900.000,- Staðarvör 6, Grindavík. 117m2 einbýlishús með 35m2 bíl- skúr. 5 herb. Byggt 1973. Bílskúr byggður 2001. 12.000.000 Heiðarhraun 30c, Grindavík. 54m2 íbúð á neðstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. 2 herb. auk geymslu. Byggt 1983. 6.100.000,- FASTEIGNIR Í GRINDAVÍK Óskum eftir öllum gerðum eigna á söluskrá. Verið velkomin. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 16:26 Page 21

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: