Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Það voru margir sem tóku þátt í Þrettándagleði í Grindavík og brenna var í bótinni þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér. Eftir brennuna var haldið að Saltfisksetrinu þar sem tónlistaratriði voru flutt og jólasveinar gengu um og kvöddu jólin ásamt íbúum. Að sjálfsögðu voru álfadrottning og álfakóngur á svæðinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru krakkarnir vel skreyttir í allskyns búningum og gervum. Sóttu jeppa á Djúpavatnsleið Fyrsta útkall Björgunar-sveitarinnar Þorbjörns íGrindavík á nýju ári barst um kl 15.00 á nýársdag. Beiðni um aðstoð barst vegna jeppa sem bilaði skammt frá Vigdísarvöllum á Djúpavatns- leið. Bíllinn hafði bilað seinni partinn á gamlársdag og varð ökumaður- inn að skilja hann eftir. Björg- unarsveitin Þorbjörn sendi Patrol jeppa sveitarinnar til aðstoðar og var komið með bilaða jeppann til Grindavíkur um kl 18.00. Unnið er að breytingum áfiskimjölsverksmiðjuSamherja í Grindavík, en verið er að skipta út loft- þurrkurum í verksmiðjunni. Að sögn Steinars Þórs Kristins- sonar verkstjóra hófst vinnan við stækkunina í byrjun nóv- ember og býst hann við að framkvæmdum ljúki um helg- ina. „Það er komin vertíð og við verðum að vera tilbúnir að taka á móti,“ sagði Steinar í samtali við Víkurfréttir. Afkastageta verksmiðjunnar nú er um 1000 tonn á sólarhring, en eftir breytingarnar verður þurrk- getan um 1500 tonn á sólarhring. Að sögn Steinars verður verk- smiðjan þó ekki keyrð á þeim af- köstum til að byrja með því vinna þarf að frekari breytingum, sem taka þó ekki langan tíma. Samhliða breytingunum hefur verið unnið að lausnum á glat- varmanýtingu sem felst í að nýta orkuna sem fer út við keyrslu verksmiðjunnar. „Við höfum til dæmis komið upp búnaði sem nýtir gufuna úr þurrkurunum til að forsjóða hráefnið þegar það kemur í hús. Með þessu næst fram sparnaður í gufufram- leiðslu,“ segir Steinar. Fyrsta loðnan kom til Grindavíkur þann 8. janúar í fyrra, en Steinar býst við að loðnan berist aðeins síðar í ár. „Í fyrra fóru 96.800 tonn í gegnum verksmiðjuna og árið þar áður fóru um 111 þúsund tonn,“ sagði Steinar en 14 manns vinna í verksmiðjunni. Björgunarskip sent á sjó í að- flugslínu farþega- þotunnar B jörgunarsveitin Þor-björn í Grindavík varkölluð út í viðbragðs- stöðu kl 19:51 á þriðju- dagskvöld vegna farþegaflug- vélar sem var að koma inn til lendingar í Keflavík með bilað- an hreyfil. Flugvélin var á leið frá Frankfurt til Washington með 249 manns innanborðs. Samkvæmt skipulagi hélt björg- unarskipið Oddur V. Gíslason úr höfn áleiðis að aðflugsleið vélar- innar, sem var skammt vestan við Grindavík, en aðrir félagar sveitarinnar voru í viðbragðs- stöðu í björgunarstöðinni. Vélin lenti heilu og höldnu kl 20:15 og var Oddi V. Gíslasyni þá snúið til hafnar. 18 manns tóku þátt í að- gerðum sveitarinnar, þar af var 6 manna áhöfn á björgunarskipinu. ➤ G R I N D V Í S K A F R É T TA S Í Ð A N Fiskimjölsverksmiðja Samherja stækkuð Fréttir alla daga á vf.is 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:50 Page 20

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: