Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ANNO 2003 VONBRIGÐI ÁRSINS: Steinþór Jónsson, hótelstjóri og athafnamaður, hefur haft mörg járn í eldinum á árinu. Mörg þeirra hafa orðið að nýtilegum hlutum, önnur eiga án efa eftir að verða að einhverju, en eitt þeirra var vart komið á steðjann þegar það brotnaði og varð að engu. Flugfélagið HMY hafði uppi stór áform um millilendingar í Keflavík eftir þrotlausa vinnu Steina. Hins vegar virðist hryðjuverkaógn hafa komið í veg fyrir áframhaldandi flug HMY yfir Atlandsála. Við höfum hins vegar grun um að Steini þekki fleiri flugfélög, sem fljúga bæði á Rússland og Kína... VERKFALL ÁRSINS: Nokkrir íbúar Suðurnesja fengu sig fullsadda af ástandinu á heilsu- gæslunni á árinu og fjölmenntu í setuverkfall á biðstofunni í Keflavík. Það skyldi setið fram í rauðan... eða þar til úrbætur fengjust. Eitthvað hafa menn tekist á um heilbrigðismálin á Suðurnesjum, enda varð heilsugæslan læknislaus um tíma. Ástandið hefur batnað talsvert síðan þá, þó svo margir vilji meina að gömlu læknarnir hafi verið betri... Svona er þetta líf. T ÁRSINS: Kristján Pálsson var settur út í kuldann hjá Sjálfstæðis- flokknum. Hann fékk ekki sæti á framboðslista D og bauð því fram T. Þrátt fyrir fínan söng og flott einka- númer þá komst Kristján ekki á þing. Þess í stað gekk hann aftur í Sjálfstæðis- flokkinn, því menn verða búnir að gleyma öllu eftir fjögur ár... Það er nefnilega svo langur tími í pólitík! GÚDDBÆ ÁRSINS: Byrgið kvaddi Rockville á árinu. Í rafmagnsleysi var munum pakkað saman og þeir fluttir austur að Efri Brú í Grímsnesi. Að sjálfsögðu var bara pláss fyrir helminginn af skjólstæðingum Byrgisins eystra, þannig að restin fór bara aftur á götuna í Reykjavík. Þetta er að sjálfsögðu ekkert til að grínast með en okkur er spurn: Hvað verður um Rockville? Ástandið þar nú er ekki þess eðlis að mönnum hafi legið mjög á að yfirgefa staðinn. ENDURBÆTUR ÁRSINS: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, safnaði saman öllum handbærum skóflum í bæjarfélaginu á vormánuðum, kom þeim í sam- starf og undirritaði samning um stórkostlegar endurbætur á Hafnargöt- unni. Nú skildi gatan færð til nútímans. Flottum tölvumyndum var flaggað. Stórvirkar vinnuvélar breyttu fyrsta áfanga í djúpan skurð og fyrir Ljósanótt varð til glæsileg gata, hellulögð og strokin hátt og lágt... Framkvæmdir halda áfram á þessu ári. ÞYRLUFLAKK ÁRSINS: Varnarliðsþyrlur fóru frá Kefla- vík og alla leið til Afríku þar sem þær tóku þátt í friðargæslustörf- um í Sierra Lione og hvað þetta heitir nú allt. Nema hvað þegar þyrlurnar voru þarna í svörtustu Afríku þá hittu áhafnir þeirra auðvitað Keflvíkinga... sem unnu við pílagrímaflug ekki víðsfjarri. Nú auðvitað söknuðu Varnarliðs- mennirnir íssins í Ný-ung og kaffisopans frá Kaffitár. Hvað gerist þegar Varnarliðið fer... Oddgeir verður að opna íssjoppu í Norfolk! STARFSÞJÁLFUN ÁRSINS: Starfsmenn í Leifsstöð fengu að kynnast því á árinu að hryðju- verkamenn geta auðveldlega breytt nánasta umhverfi í logandi víti ef ekki er varlega farið. Brúður voru sprengdar í loft upp á lokuðu svæði innan vallar, bensínsprengjur sprengdar og saklausar bréfasprengjur aflim- uðu „menn“. Raunveruleiki sem búast má við hvenær sem er. Á myndinni er brúða sprengd í loft upp með lítilli sprengju í ferða- tösku. Ég held að ég taki bara næstu vél... HÖRMUNGAR ÁRSINS: Margar af mestu hörmungum ársins áttu sér stað á Reykjanesbrautinni á árinu 2003. Svartasta ár í sögu Brautarinnar. Sex mannslífum fórnað á sama ári og tvöföldun brautarinnar hófst. Vonandi að nýbyrjað ár þróist á annan veg en Suðurnesjamönnum finnst sárt til þess að vita að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbautar koma til með að stöðvast áður en árið er liðið. Hinn árlegi annáll Víkurfrétta hefur verið settur saman að stórum hluta. Hér birtist fyrri hluti annálsins. Sá síðari verður í Víkurfréttum í næstu viku. Annállinn er bæði í léttum dúr og einnig með alvarlegum undirtóni þegar það á við. Vonandi að þessi samantekt verði bæði fróðleg og upplýsandi um það sem gerðist á því merkisári 2003. SAMANTEKT: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON, FRÉTTASTJÓRI LJÓSMYNDIR: LJÓSMYNDARAR VÍKURFRÉTTA 1. hluti ! 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:14 Page 16

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: