Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Hvað finnst þér standa upp úr í þínu sveitarfé- lagi á árinu? Þegar lögð er fyr- ir mann spurning sem þessi eru margir atburðir sem koma upp í hugann, stórir sem smáir. Það ánægjulega er að mínu mati end- urbygging Hafnargötunnar. Sú stórframkvæmd og umhverfis- fegrun er það sem mér finnst standa upp úr. Ég engu síður en aðrir bæjarbúar er búin að bíða lengi eftir að tækifærið kæmi til að hefja þessar framkvæmdir og það hefur verið frábært að fylgj- ast með götumyndinni taka á sig þessa glæsilegu mynd þrátt fyrir að verkinu sé ekki lokið að fullu. Ég er þess fullviss að þessar miklu umhverfisbætur skili sér á næstu árum í öflugri verlsun og þjónustu í bæjarfélaginu. Eins og alltaf eru menningarmál mér ofarlega í huga og þar sem ég trúi því að menning hafi miklu hlutverki að gegna í sam- félaginu þá nefni ég að í Lista- safni Reykjanesbæjar hefur hver listviðburðurinn tekið við af öðr- um allt árið . Þó svo að ég nefni atburði tengda Listasafninu þá blómstraði menningarlífið um allan bæinn á árinu og margir atburði mér afar minnisstæðir. Ég á von á að nýtt menningarár verði enn betra og fjölbreyttara. En það eru atvinnumálin sem eru nú eins og alltaf stærstu og til- finningaríkustu mál ársins. Að þessu sinni hafa skipst á skin og skúrir í atvinnumálunum, því miður. En það er ekki nýtt fyrir okkur hér í bæjarfélaginu, við höfum áður tekið dýfur og unnið okkur upp úr þvi. Á árinu stóðu margir frammi fyrir því að missa vinnuna. Það er mjög erfitt þeg- ar slíkt gerist. En sem betur fer gerðust einnig jákvæðir hlutir á árinu í atvinnumálunum og vil ég nefna eitt atriði af nokkrum en það er viljayfirlýsing milli Hita- veitu Suðurnesja og Norðuráls og í því sambandi væntanlegar virkjunarframkvæmdir á Reykja- nesi sem er mjög jákvætt fyrir svæðið allt og mun skapa mörg störf. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eru mjög meðvituð um ástand at- vinnumála. Nú er vinna í fullum gangi við að skapa grunn að nýj- um atvinnutækifærum og er iðn- aðarsvæðið í Helguvík nefnt í því sambandi. Ég tel að það sé full ástæða til að vera nokkuð bjart- sýn og ætla að hlutirnir fari að ganga upp fyrir okkur hér til betri vegar. Framundan eru sjáanleg dæmi um það, sem unnið er að. Minnisstæðast af innlendum vettvangi? Mér er efst í huga umræðan um varnarsamninginn og sú óvissa sem skapaðist í kringum það mál um tíma. Einnig munu alþingiskosning- arnar sl. vor líða mér seint úr minni. Kosningabaráttan var geysilega hörð og að mörgu leyti háð á allt öðrum nótum en áður hefur þekkst. Svo í kjölfar kosn- inganna þegar Davið Oddsson tilkynnti að hann mundi standa upp úr stól forsetisráðherra á kjörtímabilinu voru vægast sagt stór tíðindi. Minnisstæðast af erlendum vettvangi? Tvímælalaust er það stríðið í Irak sem er mjög minnisstæður at- burður. Frelsun þjóðarinnar und- an hræðilegum og grimmum harðstjóra og svo að sjálfsögðu handtaka hans sjálfs nú í lok árs- ins. Að öðru leyti finnst mér þessi sí- feldu hryðjuverk og hryðjuverka- hótanir sem heimsbyggðin stend- ur frammi fyrir ógnvænleg og skelfilegt til þess að hugsa að enginn er óhultur fyrir mann- vonsku að þessu tagi og að þjóðir heims hafi ekki enn náð því marki að geta lifað í sátt hver við aðra. Minnisstæðast úr einkalífinu? Dóttir mín útskrifaðist á árinu úr stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands. Útskriftin var mjög hátíð- leg. Á eftir buðum við ættingjum og vinum til veislu. Án efa í okk- ar huga besti dagur ársins. Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps Hvað finnst þér standa upp úr á árinu í þínu sveitarfélagi? Hin mikla fjölg- un íbúa sem hef- ur haldið áfram. Hinn 1. desember sl. voru íbúar í hreppnum 928 og hafði fjölgað um rúm 7% á árinu. Mér sýnist við koma til með að ná 1000 íbúa markinu á þessu ári. Sam- hliða aukningu íbúa hefur starf Umf. Þróttar eflst verulega og mjög ánægjulegt að sjá þann mikla fjölda barna og unglinga sem nú stundar æfingar í fjölda íþróttagreina. Hvað með atburði á innlendum vettvangi? Á innlendum vettvangi standa kosningarnar sl. sumar uppúr, að- allega vegna þess árangurs sem við Samfylkingarfólk náðum. Vonbrigðin eru þau að ekki skyl- di takast að fella núverandi ríkis- stjórn en það er þá bara verkefni í næstu kosningum. Versnandi at- vinnuástand á Suðurnesjum hlýt- ur að valda nokkrum áhyggjum og þá einnig sofandaháttur stjórnvalda gagnvart því. Og á erlendum vettvangi? Stríðið í Írak og nánast skilyrðis- laus stuðningur íslensku ríkis- stjórnarinnar við það. Morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar 10. september var einnig atburður sem festist í minni. Hvað stóð upp úr í einkalífinu? Mikil og ánægjuleg samskipti við fjölda fólks í kringum kosn- ingarnar og skipti á vinnustað í framhaldi af þeim. Það voru miklar breytingar að láta af starfi framkvæmdastjóra Sæbýlis hf og setjast á þing. Reynir Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis Hvað finnst þér standa upp úr á árinu í þínu sveitarfélagi? Árið 2003 verð- ur mér min- nistætt fyrir ýmis áföll sem bæjar- félagið varð fyrir á árinu má þar nefna minnkandi kvóta sem hefur haft áhrif á rekstur hafnarinnar en rekstur hafnarinnar var endurskipulagður á árinu til að bregðast við minnk- andi tekjum, þá er mér minni- stæður fundur sem haldinn var með eigendum fiskimjölsverk- smiðjunar þar sem þeir tilkynntu að verksmiðjunni yrði lokað og hún rifin og flutt í burtu, en þess- ir sömu aðilar höfðu komið til fundar með hafnarráði og sagt að ef dýpi væri í höfninni fyrir stærri skip myndu þeir senda skip sín með uppsjávar fisk til verksmiðjunar. Farið var í dýrar dýpkunarframkvæmdir við Norðurgarð vegna þessa sem kostuðu höfnina stórfé, en ekki kom uppsjávarfiskurinn. 14. apríl var stórbruni í frystihúsi Jóns Erlingssonar sem er einhver mesti eldsvoði sem hér hefur ver- ið í áratugi hér í Sandgerði en þar börðust 3 slökkvilið við eld- inn. Dómur hæstaréttar í flugstöðvar- málinu fannst mér óréttlátur þar sem mistök fasteignamats ríkis- ins voru dæmd á Sandgerðisbæ í kjölfarið á dómnum kom skerð- ing á framlagi jöfnunarsjóðs sveitafélaga til Sandgerðisbæjar, en það voru líka góðir hlutir að gerast í Sandgerði. Mikið var um húsbyggingar og skipulagt nýtt hverfi, Lækjarmót. Unnið var að endurnýjun á lagnakerfi og gangstéttum við 3 götur. Mikill vinna hefur farið fram við undir- búning á byggingu Miðbæjar- svæðis í samstarfi við Búmenn og hefjast framkvæmdir þar 23. janúar 2004. Er ekki að efa að þessi bygging á eftir að setja mikinn svip á bæjarfélagið. Sjáv- arútvegsráðherra úthlutaði Sand- gerðisbæ byggðakvóta á árinu sem síðan var úthlutað eftir sér- stöku samstarfsverkefni sem gerði það að verkum að þreföld- un var úthlutuninni á þessu fisk- veiðiári og var Sandgerðisbæ aft- ur úthlutað byggðakvóta Hvað með atburði á innlend- um vettvangi? Mér er efst í huga þær hræringar sem eru á starfsemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem ekki er séð fyrir endann á það skiptir okkur Suðurnesjamenn miklu að þeirri óvissu ljúki sem ríkir um starfsemina á vellinum svo hægt sé bregðast tímanlega við ef miklar breytingar verða á starf- semi sem vissulega er áhyggju- efni. Tvöföldun Reykjanesbraut- ar er fagnaðarefni sem hefur ver- ið baráttumál til margra ára en nú þarf að berjast fyrir að verkinu verði sem fyrst lokið. Annað stórverk er Kárahnjúkavirkjun og bygging álvers í Reyðarfirði sem ég tel að efli byggð á Austur- landi. Svo fylgist maður með þeim miklu sviptingum sem eru í Íslensku viðskiptalífi þar sem höndlað er með fjármagn sem hin venjulegi maður skynjar ekki. Og á erlendum vettvangi? Á erlendum vettvangi ber hæst stríðið í Írak og að það skildi takast að ná Saddan lifandi, þó virðist enginn vera óhultur leng- ur fyrir hryðjuverkamönnum sem svífast einskis enda manns- lífið ekki mikils metið hjá þeim mönnum. Þess vegna verða ís- lensk yfirvöld að verða vel á verði svo allskonar alþjóða glæpalýður fari ekki að nota ís- land sem skiptistöð í alþjóða- glæpastarfsemi. Hvað stóð upp úr í einkalífinu? Árið var mjög gott hjá mér og minni fjölskyldu 7. júní leiddi ég Sigríði dóttur mína upp að altar- inu í Hvalsneskirkju þar sem hún gifti sig. Ég og Día konan mín ferðuðumst um Vestfirði í sól og blíðu í sumar og fórum á marga staði sem við höfðum ekki kom- ið á áður. Enduðum í kaffi og pönnukökum í læknishúsinu á Hesteyri í Jökulfjörðum. Fórum þangað á bát og síðan í gúmmí- bát í land, ég fór aðallega að sýna Díu stórbrotið landslag sem þarna er, en ég fór í 6 daga göngu um svæðið fyrir 3 árum. Svo átt- um við góða ferð til Spánar með kunningjafólki í sól og hita, rign- ingu, þrumur og eldingar Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps Hvað finnst þér standa upp úr á árinu í þínu sveitarfélagi? Árið 2003 var Garðinum gott. Mikil gróska var í íbúðabygging- um á vegum ein- staklinga og verktaka, einnig hafði sveitarfélagið forgöngu um byggingu á íbúðum fyrir aldraða. Öll þessi uppbygging endur- speglast í nýjum tölum um íbúa- fjölda en hann jókst um 3,72% á milli ára sem er mörgum sinnum yfir landsmeðaltal sem var 0,79%. Íbúar voru 1283 þann 1. desember 2003. Haldið var áfram með fram- kvæmdir við gangstéttir og hefur Garðurinn tekið stakkaskiptum í útliti og öryggi gangandi vegfar- enda margfaldast. Atvinnuástand var gott á árinu og því tiltölulega fáir sem voru á at- vinnuleysisskrá. Af sérstökum viðburðum á árinu ber hæst sýningin Sýningar-og menningardagar 17.-19. október sem haldin var í íþróttahúsinu undir kjörorðunum Garðurinn byggða bestur. Þessi stórsýning fyrirtækja, stofnana og klúbba í Garði tókst stórkostlega vel og var öllum sem þátt tóku í henni til mikils sóma. Að lokum vil ég nefna að á haustdögum samþykkti sveitar- stjórnin samhljóða að breyta sveitarfélaginu úr hrepp í bæ og Árið 2003 gert upp • Hvað er þeim minnisstæðast? Víkurfréttir tóku púlsinn á forsetum bæjarstjórna og oddvitum hreppsnefnda á Suðurnesjum um áramótin. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:16 Page 18

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: